Góð næring í stað stærri köku Katrín Jakobsdóttir skrifar 25. janúar 2013 06:00 Eins og ég benti á um daginn leiðir taumlaust sykurát, stóra kaka Sjálfstæðisflokksins, ekki af sér varanleg lífsgæði heldur þvert á móti eru allar líkur á að afleiðingarnar verði offita, næringarskortur, uppþemba, höfuðverkir og fleiri kvillar, smáir og stórir. Á móti því ætlum við vinstrigræn ekki að tefla enn þá stærri köku heldur annars konar sýn, annars konar atvinnustefnu. Af tali fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um atvinnumál að dæma er engu líkara en „ekki“ hafi horfið úr gömlu spakmæli um að setja ekki öll eggin í eina körfu áður en það barst til eyrna þeirra. Setjum öll eggin í eina körfu, segja þeir. Og karfan er aðeins fyrir þá kynslóð sem nú lifir. Íslenska vatnsorkan er ekki fyrir komandi kynslóðir, aðeins fyrir okkur sem nú lifum til að kakan sé nógu stór. Í verki hefur atvinnustefna Sjálfstæðisflokksins snúist um bólur og arðrán á náttúrunni. Íslenska orkan hefur verið seld ódýrt til stóriðju og útvaldir útgerðarmenn hafa fengið að fiska án þess að greiða þjóðinni eðlilegt endurgjald. Á þessu kjörtímabili hefur ríkisstjórnin lagt áherslu á annað. Hún hefur lagt áherslu á sjálfbæra og arðbæra nýtingu auðlinda í þágu allra. Hún hefur lagt áherslu á nýsköpun, á vísindi og skapandi greinar. Hún hefur viljað dreifa áhættunni og styrkja við lítil og meðalstór fyrirtæki. Hún hefur tekið skýra afstöðu gegn risavöxnu patentlausnunum sem fyrst og fremt hafa þann tilgang að láta stjórnmálamann líta vel út í augum þakklátra kjósenda. Þannig hefur verið horft til framtíðar. Auðvitað hafa liðin ár ekki verið nein gósentíð því að íslenskt hagkerfi var sannarlega illa sett eftir seinasta sykurskammtinn. En núna eru horfurnar miklu betri. Núna eru tækifærin til að halda áfram á sömu braut, halda áfram að gefa smáskammta af vítamínum til sem flestra, í stað þess að leggja alla áherslu á eitt risaverkefni. Halda áfram að styrkja samkeppnissjóði í rannsóknum, halda áfram að efla háskólastigið, halda áfram að bæta menntakerfið, halda áfram að hjálpa atvinnulífinu að hjálpa sér sjálft. Íslenskt atvinnulíf og íslenskt samfélag eiga betra skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Eins og ég benti á um daginn leiðir taumlaust sykurát, stóra kaka Sjálfstæðisflokksins, ekki af sér varanleg lífsgæði heldur þvert á móti eru allar líkur á að afleiðingarnar verði offita, næringarskortur, uppþemba, höfuðverkir og fleiri kvillar, smáir og stórir. Á móti því ætlum við vinstrigræn ekki að tefla enn þá stærri köku heldur annars konar sýn, annars konar atvinnustefnu. Af tali fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um atvinnumál að dæma er engu líkara en „ekki“ hafi horfið úr gömlu spakmæli um að setja ekki öll eggin í eina körfu áður en það barst til eyrna þeirra. Setjum öll eggin í eina körfu, segja þeir. Og karfan er aðeins fyrir þá kynslóð sem nú lifir. Íslenska vatnsorkan er ekki fyrir komandi kynslóðir, aðeins fyrir okkur sem nú lifum til að kakan sé nógu stór. Í verki hefur atvinnustefna Sjálfstæðisflokksins snúist um bólur og arðrán á náttúrunni. Íslenska orkan hefur verið seld ódýrt til stóriðju og útvaldir útgerðarmenn hafa fengið að fiska án þess að greiða þjóðinni eðlilegt endurgjald. Á þessu kjörtímabili hefur ríkisstjórnin lagt áherslu á annað. Hún hefur lagt áherslu á sjálfbæra og arðbæra nýtingu auðlinda í þágu allra. Hún hefur lagt áherslu á nýsköpun, á vísindi og skapandi greinar. Hún hefur viljað dreifa áhættunni og styrkja við lítil og meðalstór fyrirtæki. Hún hefur tekið skýra afstöðu gegn risavöxnu patentlausnunum sem fyrst og fremt hafa þann tilgang að láta stjórnmálamann líta vel út í augum þakklátra kjósenda. Þannig hefur verið horft til framtíðar. Auðvitað hafa liðin ár ekki verið nein gósentíð því að íslenskt hagkerfi var sannarlega illa sett eftir seinasta sykurskammtinn. En núna eru horfurnar miklu betri. Núna eru tækifærin til að halda áfram á sömu braut, halda áfram að gefa smáskammta af vítamínum til sem flestra, í stað þess að leggja alla áherslu á eitt risaverkefni. Halda áfram að styrkja samkeppnissjóði í rannsóknum, halda áfram að efla háskólastigið, halda áfram að bæta menntakerfið, halda áfram að hjálpa atvinnulífinu að hjálpa sér sjálft. Íslenskt atvinnulíf og íslenskt samfélag eiga betra skilið.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar