Meiri sykur? Katrín Jakobsdóttir skrifar 21. janúar 2013 06:00 Mörgum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins er tíðrætt um að stefna þeirra felist í að „stækka kökuna“. Það er ekki að ástæðulausu að þegar þessir herramenn eru spurðir um hvernig allt verði betra undir þeirra stjórn verða þeir jafnan mjög loðnir í tali og grípa til myndlíkinga. Þessi tiltekna hefur þó þann kost að óvart upplýsir hún allan sannleikann um hvers er von undir stjórn þessara manna.Endalaust sykurát Flestum finnast kökur góðar. En að sama skapi vita allir í nútímasamfélagi að kökur eru ekki sérlega holl fæða. Það eru til ýmsar leiðir til lífsgæða en endalaust sykurát er ekki ein þeirra. Pólitík hægrimanna snýst hins vegar um endalaust sykurát. Arðrán á náttúrunni, útsala á auðlindum, bóluhagkerfi þar sem ríkið styrkir getulaus fyrirtæki til að þenja sig út tímabundið, sala ríkiseigna, þetta voru lausnirnar fyrir hrun og sjálfstæðismenn hafa ekkert að bjóða nema áframhald á því sama. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn ráku samfélagið á sínum tíma með þeim hætti að það leit út fyrir að hér væri mikill hagvöxtur. En hann reyndist innantómur. Hitaeiningarnar í þessum hagvexti voru aðeins sykur og meiri sykur og hann reyndist vond næring til framtíðar. Nákvæmlega sama er í boði núna. Fleiri álver, meiri einkavæðing, fleiri ríkisstyrkir til einkavina. Það er leitun að stjórnmálaöflum sem hafa orðið sér jafn rækilega til skammar og þeim sem stýrðu Íslandi á fyrsta áratug 21. aldar og eru þó svo bíræfin að mæta aftur til leiks og lofa engu öðru en að endurtaka sama leik, nákvæmlega eins.Engin bætiefni Til þess að veita þessum flokkum brautargengi þurfa menn að trúa því býsna ákaft að hér hafi aldrei orðið neitt hrun og engin kreppa heldur. Því að það sem þeir bjóða fram í næstu kosningum eru engin bætiefni heldur innantóm orka. Ekkert annað. Sama neyslupólitíkin og fór með þjóðina á hausinn haustið 2008. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Sjá meira
Mörgum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins er tíðrætt um að stefna þeirra felist í að „stækka kökuna“. Það er ekki að ástæðulausu að þegar þessir herramenn eru spurðir um hvernig allt verði betra undir þeirra stjórn verða þeir jafnan mjög loðnir í tali og grípa til myndlíkinga. Þessi tiltekna hefur þó þann kost að óvart upplýsir hún allan sannleikann um hvers er von undir stjórn þessara manna.Endalaust sykurát Flestum finnast kökur góðar. En að sama skapi vita allir í nútímasamfélagi að kökur eru ekki sérlega holl fæða. Það eru til ýmsar leiðir til lífsgæða en endalaust sykurát er ekki ein þeirra. Pólitík hægrimanna snýst hins vegar um endalaust sykurát. Arðrán á náttúrunni, útsala á auðlindum, bóluhagkerfi þar sem ríkið styrkir getulaus fyrirtæki til að þenja sig út tímabundið, sala ríkiseigna, þetta voru lausnirnar fyrir hrun og sjálfstæðismenn hafa ekkert að bjóða nema áframhald á því sama. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn ráku samfélagið á sínum tíma með þeim hætti að það leit út fyrir að hér væri mikill hagvöxtur. En hann reyndist innantómur. Hitaeiningarnar í þessum hagvexti voru aðeins sykur og meiri sykur og hann reyndist vond næring til framtíðar. Nákvæmlega sama er í boði núna. Fleiri álver, meiri einkavæðing, fleiri ríkisstyrkir til einkavina. Það er leitun að stjórnmálaöflum sem hafa orðið sér jafn rækilega til skammar og þeim sem stýrðu Íslandi á fyrsta áratug 21. aldar og eru þó svo bíræfin að mæta aftur til leiks og lofa engu öðru en að endurtaka sama leik, nákvæmlega eins.Engin bætiefni Til þess að veita þessum flokkum brautargengi þurfa menn að trúa því býsna ákaft að hér hafi aldrei orðið neitt hrun og engin kreppa heldur. Því að það sem þeir bjóða fram í næstu kosningum eru engin bætiefni heldur innantóm orka. Ekkert annað. Sama neyslupólitíkin og fór með þjóðina á hausinn haustið 2008.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun