Stórstjörnurnar ekki með neina stæla Tinna Rós Steinsdóttir skrifar 7. janúar 2013 06:00 Nanna Bryndís, Raggi og félagar þeirra í Of Monsters and Men voru auðmjúk og einlæg á Faktorý á föstudaginn. Mynd/Tinna Rós Tónleikar. Of Monsters and Men. Faktorý, 4.janúar. Auðmýkt og einlægni einkenndu tónleika stórstjarnanna okkar í Of Monsters and Men á efri hæð Faktorý á föstudaginn. Eftir velgengni hópsins að undanförnu hafði ég búið mig undir að það væru mögulega komnir stjörnustælar í krakkana en þar hafði ég heldur betur rangt fyrir mér. Nönnu Bryndísi, Ragga og félögum þótti þau greinilega ekkert of stór fyrir sviðið á Faktorý og lögðu sig öll fram til að skila sínu besta til spenntra aðdáenda á troðfullri hæðinni. Þau létu ekki einu sinni bíða eftir sér heldur stigu á svið þrjár mínútur yfir ellefu samkvæmt minni klukku og áttu salinn frá fyrsta tóni til þess síðasta. Þrátt fyrir að hæðin hafi verið þétt staðin voru blessunarlega ekki seldir fleiri miðar en salurinn þoldi. Það var því vel hægt að dilla sér við tónlistina án þess að þurfa að gera það í takt við fólkið sem stóð manni næst. Það er greinilegt að aðdáendur hljómsveitarinnar eru ekki allir steyptir í sama mótið því breiddin í salnum var gríðarleg. Þarna var að finna fólk á öllum aldri og af alls kyns þjóðarbrotum. Flestir áttu það sameiginlegt að geta sungið með hverju einasta lag sem tekið var, en að vanda voru tónleikagestir rifnir með í fjörið og hvattir til undirtektar í lala-um, klöppum og hey-um þegar við átti. Skúla fúla var greinilega ekki boðið á tónleikana því nær allir tóku þátt í gleðinni og augljóst að þangað var fólk komið til að skemmta sér. Hápunktur kvöldsins að mínu mati var lagið Mountain Sound, eitt frægasta lag hljómsveitarinnar, og salurinn kunni heldur betur að meta flutninginn á því. Ég er ekki frá því að gæsahúð hafi laumast niður eftir bakinu á tímapunkti. Tónleikarnir enduðu svo á laginu Six Weeks og ég held að hver sála í salnum hafi tekið undir í því. Niðurstaða: Stórglæsileg sveitin sveik engan með einlægum og flottum tónleikum. Ég gekk frá borði sæl og glöð eftir klukkutíma langa tónleikana en hefði alveg verið til í meira. Ég fór því heim, skellti disknum í tækið og naut tónlistar Of Monsters and Men fram undir morgun á meðan ættjarðarstoltið barðist um í brjósti mér. Gagnrýni Tengdar fréttir Halda í upprunann Of Monsters and Men spiluðu fyrir fullu húsi á Faktorý þrjú kvöld í röð. 7. janúar 2013 06:00 Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónleikar. Of Monsters and Men. Faktorý, 4.janúar. Auðmýkt og einlægni einkenndu tónleika stórstjarnanna okkar í Of Monsters and Men á efri hæð Faktorý á föstudaginn. Eftir velgengni hópsins að undanförnu hafði ég búið mig undir að það væru mögulega komnir stjörnustælar í krakkana en þar hafði ég heldur betur rangt fyrir mér. Nönnu Bryndísi, Ragga og félögum þótti þau greinilega ekkert of stór fyrir sviðið á Faktorý og lögðu sig öll fram til að skila sínu besta til spenntra aðdáenda á troðfullri hæðinni. Þau létu ekki einu sinni bíða eftir sér heldur stigu á svið þrjár mínútur yfir ellefu samkvæmt minni klukku og áttu salinn frá fyrsta tóni til þess síðasta. Þrátt fyrir að hæðin hafi verið þétt staðin voru blessunarlega ekki seldir fleiri miðar en salurinn þoldi. Það var því vel hægt að dilla sér við tónlistina án þess að þurfa að gera það í takt við fólkið sem stóð manni næst. Það er greinilegt að aðdáendur hljómsveitarinnar eru ekki allir steyptir í sama mótið því breiddin í salnum var gríðarleg. Þarna var að finna fólk á öllum aldri og af alls kyns þjóðarbrotum. Flestir áttu það sameiginlegt að geta sungið með hverju einasta lag sem tekið var, en að vanda voru tónleikagestir rifnir með í fjörið og hvattir til undirtektar í lala-um, klöppum og hey-um þegar við átti. Skúla fúla var greinilega ekki boðið á tónleikana því nær allir tóku þátt í gleðinni og augljóst að þangað var fólk komið til að skemmta sér. Hápunktur kvöldsins að mínu mati var lagið Mountain Sound, eitt frægasta lag hljómsveitarinnar, og salurinn kunni heldur betur að meta flutninginn á því. Ég er ekki frá því að gæsahúð hafi laumast niður eftir bakinu á tímapunkti. Tónleikarnir enduðu svo á laginu Six Weeks og ég held að hver sála í salnum hafi tekið undir í því. Niðurstaða: Stórglæsileg sveitin sveik engan með einlægum og flottum tónleikum. Ég gekk frá borði sæl og glöð eftir klukkutíma langa tónleikana en hefði alveg verið til í meira. Ég fór því heim, skellti disknum í tækið og naut tónlistar Of Monsters and Men fram undir morgun á meðan ættjarðarstoltið barðist um í brjósti mér.
Gagnrýni Tengdar fréttir Halda í upprunann Of Monsters and Men spiluðu fyrir fullu húsi á Faktorý þrjú kvöld í röð. 7. janúar 2013 06:00 Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Halda í upprunann Of Monsters and Men spiluðu fyrir fullu húsi á Faktorý þrjú kvöld í röð. 7. janúar 2013 06:00