Ekkert samráð við sveitarfélög sem tapa milljörðum Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. desember 2013 12:49 Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ekkert samráð var haft við sveitarfélög þegar ríkisstjórnin ákvað að fella niður milljarða í skatttekjum þeirra með því að gefa algjört frelsi á útteikt séreignasparnaðar upp að 70 milljörðum króna. Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar er tvíþætt. Rúmlega helmingurinn, 80 milljarðar króna, er fjármagnaður af ríkissjóði með hækkun bankaskatts á banka og fjármálafyrirtæki í slitameðferð. Síðari hlutinn, 70 milljarðar króna, er greiddur með skattfrjálsri úttekt séreignasparnaðar. Þannig getur fólk tekið út séreignasparnað upp að einni og hálfri milljóna króna án þess að greiða af því skatt. Það hefur hins vegar lítið farið fyrir tjóni sveitarfélaga vegna þessara aðgerða sem felast í töpuðum útsvarstekjum. Með þessu skattfrelsi er verið að taka drjúgan hluta tekna sveitarfélaga og eyða honum. Frá því var greint í Morgunblaðinu á fimmtudag að tekjutap hins opinbera, þ.e ríkis og sveitarfélaga, næmi 24 milljörðum króna vegna þessarar aðgerðar. Þetta verða fimm milljarðar á árinu 2014 og sveitarfélögin verða af þremur milljörðum. Alls mun tekjutapið á þremur árum nema 24 milljörðum, samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu.Ekkert samráðHafði ríkisstjórnin samráð við sveitarfélögin áður en ákvörðun var tekin um skattfrelsi? „Nei, það var ekki gert,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og oddviti sjálfstæðismanna komandi borgarstjórnarkosningum.Eru það eðlileg vinnubrögð? „Nei, við höfum undirstrikað hvað eftir annað að við viljum vera með í ráðum þegar verið er að taka stórar ákvarðanir.“Hvað er þetta mikið sem sveitarfélögin fara á mis við? „Við erum að tala um ansi marga milljarða eins og þetta lítur út í áætlunum. Að minnsta kosti einn og hálfur milljarður króna á næsta ári og svo auðvitað inn í framtíðina töluvert. Á móti kemur, sem ég vil taka skýrt fram, að við getum líka vænst þess að þessar aðgerðir hafi veltuaukandi áhrif og þar af leiðandi tekjuaukandi áhrif. Við þurfum að vega og meta það líka.“Auðvelt fyrir Bjarna Ben að taka upp símannÞað eru hæg heimatökin fyrir formann Sjálfstæðisflokksins að hafa samband við þig. Þið eruð flokksbræður, en það var ekki gert? „Nei, ekki að þessu sinni. Við erum mjög óánægðir með það hjá Sambandi sveitarfélaga. Það skiptir auðvitað engu máli hvernig ríkisstjórnin er samansett. Við viljum hafa gott samband við ríkisstjórnir og það á að sjálfsögðu við um þessa.“ Halldór segist vænta þess að haft verði samband við SÍS við undirbúning lagafrumvarps um aðgerðir. „Við viljum vera með í ráðum. Við væntum þess að þær tekjur sem sveitarfélögin verða af verði bættar af hálfu ríkisins,“ segir Halldór. Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Ekkert samráð var haft við sveitarfélög þegar ríkisstjórnin ákvað að fella niður milljarða í skatttekjum þeirra með því að gefa algjört frelsi á útteikt séreignasparnaðar upp að 70 milljörðum króna. Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar er tvíþætt. Rúmlega helmingurinn, 80 milljarðar króna, er fjármagnaður af ríkissjóði með hækkun bankaskatts á banka og fjármálafyrirtæki í slitameðferð. Síðari hlutinn, 70 milljarðar króna, er greiddur með skattfrjálsri úttekt séreignasparnaðar. Þannig getur fólk tekið út séreignasparnað upp að einni og hálfri milljóna króna án þess að greiða af því skatt. Það hefur hins vegar lítið farið fyrir tjóni sveitarfélaga vegna þessara aðgerða sem felast í töpuðum útsvarstekjum. Með þessu skattfrelsi er verið að taka drjúgan hluta tekna sveitarfélaga og eyða honum. Frá því var greint í Morgunblaðinu á fimmtudag að tekjutap hins opinbera, þ.e ríkis og sveitarfélaga, næmi 24 milljörðum króna vegna þessarar aðgerðar. Þetta verða fimm milljarðar á árinu 2014 og sveitarfélögin verða af þremur milljörðum. Alls mun tekjutapið á þremur árum nema 24 milljörðum, samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu.Ekkert samráðHafði ríkisstjórnin samráð við sveitarfélögin áður en ákvörðun var tekin um skattfrelsi? „Nei, það var ekki gert,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og oddviti sjálfstæðismanna komandi borgarstjórnarkosningum.Eru það eðlileg vinnubrögð? „Nei, við höfum undirstrikað hvað eftir annað að við viljum vera með í ráðum þegar verið er að taka stórar ákvarðanir.“Hvað er þetta mikið sem sveitarfélögin fara á mis við? „Við erum að tala um ansi marga milljarða eins og þetta lítur út í áætlunum. Að minnsta kosti einn og hálfur milljarður króna á næsta ári og svo auðvitað inn í framtíðina töluvert. Á móti kemur, sem ég vil taka skýrt fram, að við getum líka vænst þess að þessar aðgerðir hafi veltuaukandi áhrif og þar af leiðandi tekjuaukandi áhrif. Við þurfum að vega og meta það líka.“Auðvelt fyrir Bjarna Ben að taka upp símannÞað eru hæg heimatökin fyrir formann Sjálfstæðisflokksins að hafa samband við þig. Þið eruð flokksbræður, en það var ekki gert? „Nei, ekki að þessu sinni. Við erum mjög óánægðir með það hjá Sambandi sveitarfélaga. Það skiptir auðvitað engu máli hvernig ríkisstjórnin er samansett. Við viljum hafa gott samband við ríkisstjórnir og það á að sjálfsögðu við um þessa.“ Halldór segist vænta þess að haft verði samband við SÍS við undirbúning lagafrumvarps um aðgerðir. „Við viljum vera með í ráðum. Við væntum þess að þær tekjur sem sveitarfélögin verða af verði bættar af hálfu ríkisins,“ segir Halldór.
Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira