Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Kjartan Kjartansson og Telma Tómasson skrifa 31. október 2025 09:30 Jón Guðni Ómarsson er bankastjóri Íslandsbanka. Vísir/Anton Brink Bankastjóri Íslandsbanka segir of snemmt að skera úr um hvort að vaxtadómur Hæstaréttar eigi eftir að gera lán dýrari eða ódýrari á Íslandi. Hann á síður von á að sinn banki bjóði aftur upp á breytilega verðtryggða vexti. Íslandsbanki tilkynnti í gær að einu lánin sem hann byði upp á yrðu óverðtryggð á föstum vöxtum. Það voru viðbrögð við nýlegum dómi Hæstaréttar sem dæmdi skilmála vaxta á breytilegum vöxtum hjá Íslandsbanka ólöglega. Landsbankinn og aðrar lánastofnanir hafa þegar tilkynnt um breytt framboð á lánum í kjölfar dómsins og í aðdraganda fleiri sambærilegra mála sem bíða Hæstaréttar. Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka,´sagði í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi að bankinn stefndi að því að bjóða upp á breytilega vexti eins fljótt og auðið yrði. Sama ætti við um verðtryggð lán sem til stæði að bjóða öllum lántakendum, ekki bara fyrstu kaupendum eins og Landsbankinn tilkynnti um í síðustu viku. „Ég á svona síður von á því að breytilegir verðtryggðir vextir komi aftur,“ sagði Jón Guðni. Spurður að því hvort að vaxtadómurinn ætti eftir að gera lán dýrari eða ódýrari sagði Jón Guðni of snemmt að segja til um það. Vaxtaumhverfið réði mestu um það. „Ég er bara bjartsýnn á það að við getum búið til góðar vörur þannig að þetta verði mjög skilvirkur markaður eftir sem áður,“ sagði bankastjórinn sem fullyrti að Íslandsbanki tæki hluta af kostnaðinum við vaxtadóminn á sig. Aukinn áhugi á óverðtryggðu með fasta vexti Skilmálar lána Íslandsbanka sem Hæstiréttur taldi ólöglega veitti bankanum nokkuð alltumlykandi svigrúm til þess að taka ákvarðanir um breytingar á vöxtum lána. Hæstiréttur sagði í dómi sínum að rétt væri að miða við stýrivexti Seðlabankans við vaxtaákvarðanir. Stýrivextirnir eru nú 7,5 prósent. Jón Guðni sagði áhuga á óverðtryggðum fastvaxtalánum hafa aukist aðeins að undanförnu þegar hann var spurður hvort hann gerði ráð fyrir að nokkur hefði áhuga á að taka slíkt lán við núverandi aðstæður. „Þetta eru lánin sem eru í boði núna fyrir þá sem eru að huga að húsnæðiskaupum akkúrat núna,“ sagði bankastjórinn sem boðaði að lánaframboðið ykist aftur á næstu vikum. Voru komin með eigin lausn fyrir útspil ríkisstjórnar Ríkisstjórnin kynnti í vikunni að ætlunin væri að bregðast við dómnum með því að birta svokallað vaxtaviðmið í samráði við Seðlabankann sem lánveitendur gætu notað til grundvallar verðtryggðum lánum. Viðmiðið byggði á vöxtum ríkisskuldabréfa. Jón Guðni sagði Íslandsbanka hafa verið búinn að teikna upp sínar eigin lausnir varðandi verðtryggð lán. Hann þyrfti nokkra daga til þess að gera upp við sig hvort hann nýtti vaxtaviðmið stjórnvalda eða sína eigin lausn. Vaxtamálið Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Húsnæðismál Dómsmál Lánamál Mest lesið 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Íslandsbanki tilkynnti í gær að einu lánin sem hann byði upp á yrðu óverðtryggð á föstum vöxtum. Það voru viðbrögð við nýlegum dómi Hæstaréttar sem dæmdi skilmála vaxta á breytilegum vöxtum hjá Íslandsbanka ólöglega. Landsbankinn og aðrar lánastofnanir hafa þegar tilkynnt um breytt framboð á lánum í kjölfar dómsins og í aðdraganda fleiri sambærilegra mála sem bíða Hæstaréttar. Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka,´sagði í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi að bankinn stefndi að því að bjóða upp á breytilega vexti eins fljótt og auðið yrði. Sama ætti við um verðtryggð lán sem til stæði að bjóða öllum lántakendum, ekki bara fyrstu kaupendum eins og Landsbankinn tilkynnti um í síðustu viku. „Ég á svona síður von á því að breytilegir verðtryggðir vextir komi aftur,“ sagði Jón Guðni. Spurður að því hvort að vaxtadómurinn ætti eftir að gera lán dýrari eða ódýrari sagði Jón Guðni of snemmt að segja til um það. Vaxtaumhverfið réði mestu um það. „Ég er bara bjartsýnn á það að við getum búið til góðar vörur þannig að þetta verði mjög skilvirkur markaður eftir sem áður,“ sagði bankastjórinn sem fullyrti að Íslandsbanki tæki hluta af kostnaðinum við vaxtadóminn á sig. Aukinn áhugi á óverðtryggðu með fasta vexti Skilmálar lána Íslandsbanka sem Hæstiréttur taldi ólöglega veitti bankanum nokkuð alltumlykandi svigrúm til þess að taka ákvarðanir um breytingar á vöxtum lána. Hæstiréttur sagði í dómi sínum að rétt væri að miða við stýrivexti Seðlabankans við vaxtaákvarðanir. Stýrivextirnir eru nú 7,5 prósent. Jón Guðni sagði áhuga á óverðtryggðum fastvaxtalánum hafa aukist aðeins að undanförnu þegar hann var spurður hvort hann gerði ráð fyrir að nokkur hefði áhuga á að taka slíkt lán við núverandi aðstæður. „Þetta eru lánin sem eru í boði núna fyrir þá sem eru að huga að húsnæðiskaupum akkúrat núna,“ sagði bankastjórinn sem boðaði að lánaframboðið ykist aftur á næstu vikum. Voru komin með eigin lausn fyrir útspil ríkisstjórnar Ríkisstjórnin kynnti í vikunni að ætlunin væri að bregðast við dómnum með því að birta svokallað vaxtaviðmið í samráði við Seðlabankann sem lánveitendur gætu notað til grundvallar verðtryggðum lánum. Viðmiðið byggði á vöxtum ríkisskuldabréfa. Jón Guðni sagði Íslandsbanka hafa verið búinn að teikna upp sínar eigin lausnir varðandi verðtryggð lán. Hann þyrfti nokkra daga til þess að gera upp við sig hvort hann nýtti vaxtaviðmið stjórnvalda eða sína eigin lausn.
Vaxtamálið Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Húsnæðismál Dómsmál Lánamál Mest lesið 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira