Dönsuðu við framandi tóna Freyr Bjarnason skrifar 4. nóvember 2013 00:00 Omar Souleyman töfraði fram skemmtilega stemmningu. Fréttablaðið/Arnþór Omar Souleyman Iceland Airwaves-hátíðin Harpa-silfurberg Sýrlenski tónlistarmaðurinn Omar Souleyman er líklega þekktastur hér á landi fyrir að hafa starfað með Björk Guðmundsdóttur á hennar síðustu plötu, Biophilia. Björk var einmitt á meðal áhorfenda á tónleikunum en lét vera að stíga á svið með vini sínum. Souleyman er goðsögn í heimalandi sínu en undanfarin ár hefur hann verið duglegur við að spila utan heimalands síns við góðar undirtektir. Kappinn mætti á sviðið klæddur á arabískan máta, með köflóttan klút á höfðinu og með sólgleraugu. Með honum var hljómborðs- og taktspilari og tókst þeim félögum að ná upp mjög góðri stemningu í salnum með arabískri danstónlist sinni. Tónleikagestir dilluðu sér við þessa framandi tóna á meðan Souleyman sjálfur var yfirvegunin uppmáluð og hreyfði hendurnar aðeins stöku sinnum til að fá fólk til að klappa með. Tónlistin sjálf heillaði mig samt ekki mikið. Manni leið dálítið eins og sama lagið hafi gengið í gengum alla tónleikana, með örlitlum blæbrigðamun. Kannski spilaði þar inn í lítil þekking á þessari tónlistarstefnu. Engu að síður fær Souleyman stóran plús fyrir stemninguna sem hann skapaði og verður tónleikanna vafalítið minnst fyrir þær sakir.Niðurstaða: Souleyman bjó til flotta stemningu í Silfurbergi. Gagnrýni Mest lesið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Sumarlegur Chiagrautur Matur „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Omar Souleyman Iceland Airwaves-hátíðin Harpa-silfurberg Sýrlenski tónlistarmaðurinn Omar Souleyman er líklega þekktastur hér á landi fyrir að hafa starfað með Björk Guðmundsdóttur á hennar síðustu plötu, Biophilia. Björk var einmitt á meðal áhorfenda á tónleikunum en lét vera að stíga á svið með vini sínum. Souleyman er goðsögn í heimalandi sínu en undanfarin ár hefur hann verið duglegur við að spila utan heimalands síns við góðar undirtektir. Kappinn mætti á sviðið klæddur á arabískan máta, með köflóttan klút á höfðinu og með sólgleraugu. Með honum var hljómborðs- og taktspilari og tókst þeim félögum að ná upp mjög góðri stemningu í salnum með arabískri danstónlist sinni. Tónleikagestir dilluðu sér við þessa framandi tóna á meðan Souleyman sjálfur var yfirvegunin uppmáluð og hreyfði hendurnar aðeins stöku sinnum til að fá fólk til að klappa með. Tónlistin sjálf heillaði mig samt ekki mikið. Manni leið dálítið eins og sama lagið hafi gengið í gengum alla tónleikana, með örlitlum blæbrigðamun. Kannski spilaði þar inn í lítil þekking á þessari tónlistarstefnu. Engu að síður fær Souleyman stóran plús fyrir stemninguna sem hann skapaði og verður tónleikanna vafalítið minnst fyrir þær sakir.Niðurstaða: Souleyman bjó til flotta stemningu í Silfurbergi.
Gagnrýni Mest lesið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Sumarlegur Chiagrautur Matur „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira