Ráðherra á réttri leið Ingimar Einarsson skrifar 21. júlí 2013 14:43 Þegar dró að alþingiskosningum fyrr á þessu ári var þess krafist að heilbrigðismál yrðu meðal helstu mála kosningabaráttunnar. Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi landlæknir, lýsti því yfir í greinum og á fundum að niðurskurðurinn á Landspítalanum væri kominn út yfir öll skynsamleg þolmörk og stefnan væri beint fram af bjargbrúninni. Þáverandi velferðarráðherra bað menn gæta stillingar og upplýsti jafnframt að niðurskurði til heilbrigðismála í kjölfar hrunsins væri lokið. Þrátt fyrir ötullega baráttu lentu heilbrigðismálin samt að mestu utangarðs. Stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar gaf heldur ekki miklar vonir um að átak yrði gert í endurreisn Landspítalans eða öðru sem snertir heilsu. Af boðskapnum sjálfum að dæma virtist sem látið yrði nægja að kítta í sprungur og mála gluggapósta og veggi þjóðarspítalans. Mikilvægast væri að treysta stöðu og rekstur núverandi starfsemi áður en ráðist verði í frekari endurskipulagningu og uppbyggingu heilbrigðiskerfisins til lengri tíma. Við þessi tíðindi virtist sem allur móður væri runnin af baráttumönnum fyrir nýjum spítala og menn myndu láta þetta yfir sig ganga eins og svo margt annað hin síðustu ár. Allt í einu, síðastliðinn sunnudag, var eins og sprengju væri kastað inn í gúrkutíð sumarsins. Kristján Þór Júlíusson, nýr heilbrigðisráðherra, var mættur á Sprengissand á átta hófahreinum. Á milli mjalta og messu lýsti hann því yfir að heilbrigðisþjónustan þyrfti ekki endilega að vera öll á hendi ríkisins. Ýmislegt annað væri í boði en að leggja þungar byrðar á heilbrigðiskerfi sem væri komið að fótum fram. Nú þegar væri mörgum verkefnum sinnt af einkaaðilum með miklum ágætum. Áður en sunnudagurinn var allur var forseti borgarráðs í Reykjavík kominn fram á völlinn og bauð heilsugæsluna velkomna í faðm borgarinnar. Nokkuð sem áformað var á árunum eftir að Akureyri og Hornafjörður voru gerð að reynslusveitarfélögum um miðjan tíunda áratuginn. Foringi krata undirstrikaði líka í viðtali að ríkið yrði að vita hvað það væri að kaupa og geta varið sig fyrir því að einkaaðilar skammti sér endurgjald og vaði í sameiginlega sjóði o.s.frv. Formaður VG rak svo lestina með því að minna á að Bandaríkin reki dýrasta heilbrigðiskerfi í heimi. Allar umræður um heilbrigðismál eru af hinu góða en það er óþarfi að byrja á því að slá allar nýjar hugmyndir út af borðinu. Jafnframt er nauðsynlegt að líta með jákvæðum huga til þess sem vel er gert annars staðar í heilbrigðisþjónustu. Á hinum Norðurlöndunum er til dæmis rekstur heilsugæslunnar að miklu leyti í höndum sjálfstætt starfandi heimilislækna og þykir vel hafa tekist til víðast hvar. Alls staðar er verið að reyna að gera betur og ekki síst að styrkja fjármálastjórnina. Það er því fagnaðarefni að heilbrigðismálin hafi nú, með útspili heilbrigðisráðherra, fengið þá athygli sem lýst var eftir snemma vors. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið Halldór 04.01.2025 Halldór Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þegar dró að alþingiskosningum fyrr á þessu ári var þess krafist að heilbrigðismál yrðu meðal helstu mála kosningabaráttunnar. Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi landlæknir, lýsti því yfir í greinum og á fundum að niðurskurðurinn á Landspítalanum væri kominn út yfir öll skynsamleg þolmörk og stefnan væri beint fram af bjargbrúninni. Þáverandi velferðarráðherra bað menn gæta stillingar og upplýsti jafnframt að niðurskurði til heilbrigðismála í kjölfar hrunsins væri lokið. Þrátt fyrir ötullega baráttu lentu heilbrigðismálin samt að mestu utangarðs. Stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar gaf heldur ekki miklar vonir um að átak yrði gert í endurreisn Landspítalans eða öðru sem snertir heilsu. Af boðskapnum sjálfum að dæma virtist sem látið yrði nægja að kítta í sprungur og mála gluggapósta og veggi þjóðarspítalans. Mikilvægast væri að treysta stöðu og rekstur núverandi starfsemi áður en ráðist verði í frekari endurskipulagningu og uppbyggingu heilbrigðiskerfisins til lengri tíma. Við þessi tíðindi virtist sem allur móður væri runnin af baráttumönnum fyrir nýjum spítala og menn myndu láta þetta yfir sig ganga eins og svo margt annað hin síðustu ár. Allt í einu, síðastliðinn sunnudag, var eins og sprengju væri kastað inn í gúrkutíð sumarsins. Kristján Þór Júlíusson, nýr heilbrigðisráðherra, var mættur á Sprengissand á átta hófahreinum. Á milli mjalta og messu lýsti hann því yfir að heilbrigðisþjónustan þyrfti ekki endilega að vera öll á hendi ríkisins. Ýmislegt annað væri í boði en að leggja þungar byrðar á heilbrigðiskerfi sem væri komið að fótum fram. Nú þegar væri mörgum verkefnum sinnt af einkaaðilum með miklum ágætum. Áður en sunnudagurinn var allur var forseti borgarráðs í Reykjavík kominn fram á völlinn og bauð heilsugæsluna velkomna í faðm borgarinnar. Nokkuð sem áformað var á árunum eftir að Akureyri og Hornafjörður voru gerð að reynslusveitarfélögum um miðjan tíunda áratuginn. Foringi krata undirstrikaði líka í viðtali að ríkið yrði að vita hvað það væri að kaupa og geta varið sig fyrir því að einkaaðilar skammti sér endurgjald og vaði í sameiginlega sjóði o.s.frv. Formaður VG rak svo lestina með því að minna á að Bandaríkin reki dýrasta heilbrigðiskerfi í heimi. Allar umræður um heilbrigðismál eru af hinu góða en það er óþarfi að byrja á því að slá allar nýjar hugmyndir út af borðinu. Jafnframt er nauðsynlegt að líta með jákvæðum huga til þess sem vel er gert annars staðar í heilbrigðisþjónustu. Á hinum Norðurlöndunum er til dæmis rekstur heilsugæslunnar að miklu leyti í höndum sjálfstætt starfandi heimilislækna og þykir vel hafa tekist til víðast hvar. Alls staðar er verið að reyna að gera betur og ekki síst að styrkja fjármálastjórnina. Það er því fagnaðarefni að heilbrigðismálin hafi nú, með útspili heilbrigðisráðherra, fengið þá athygli sem lýst var eftir snemma vors.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun