Hamilton óvænt á ráspól Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. júlí 2013 13:13 Lewis Hamilton á Mercedes verður á ráspól í ungverska kappakstrinum í Formúlu 1 á morgun. Úrslitin komu honum sjálfum á óvart. „Erum við á ráspól?“ spurði Hamilton tæknimenn sína. „Já,“ svöruðu þeir. „Við erum jafn hissa og þú.“ Flestir bjuggust við því að Sebastian Vettel og Red Bull-liðið yrði fljótast í dag eins og á æfingum síðustu daga. Vettel, sem hefur aldrei fagnað sigri í Ungverjalandi, varð þó að sætta sig við annað sætið í tímatökunum í dag. „Þetta var erfitt í hitanum í dag og mér fannst hringurinn hjá mér ekki það góður. Því kom það mér á óvart að ég væri fremstur. Ég hélt að Sebastian hefði verið fljótastur,“ sagði Hamilton. Vettel segir þó að það hafi ekkert sérstakt klikkað hjá sér. „Það var ekki margt. Ég var nokkuð ánægður með síðustu tvo hringina því ég var með ný dekk. Kannski var ég ekki nógu ákveðinn um miðbik brautarinnar. Við hefðum átt að taka þetta í dag.“ Liðsfélagi Vettel, Ástralinn Mark Webber, lenti í vandræðum með bílinn sinn í dag og náði ekki tíma í lokatímatökunni. Hann verður því tíundi á ráspól. Roman Grosjean á Lotus varð þriðji í dag og Nico Rosberg, liðsfélagi Hamilton, fjórði. Fernando Alonso (Ferrari), Kimi Raikkönen (Lotus) og Felipe Massa (Ferrari) komu svo næstir á eftir. Formúla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes verður á ráspól í ungverska kappakstrinum í Formúlu 1 á morgun. Úrslitin komu honum sjálfum á óvart. „Erum við á ráspól?“ spurði Hamilton tæknimenn sína. „Já,“ svöruðu þeir. „Við erum jafn hissa og þú.“ Flestir bjuggust við því að Sebastian Vettel og Red Bull-liðið yrði fljótast í dag eins og á æfingum síðustu daga. Vettel, sem hefur aldrei fagnað sigri í Ungverjalandi, varð þó að sætta sig við annað sætið í tímatökunum í dag. „Þetta var erfitt í hitanum í dag og mér fannst hringurinn hjá mér ekki það góður. Því kom það mér á óvart að ég væri fremstur. Ég hélt að Sebastian hefði verið fljótastur,“ sagði Hamilton. Vettel segir þó að það hafi ekkert sérstakt klikkað hjá sér. „Það var ekki margt. Ég var nokkuð ánægður með síðustu tvo hringina því ég var með ný dekk. Kannski var ég ekki nógu ákveðinn um miðbik brautarinnar. Við hefðum átt að taka þetta í dag.“ Liðsfélagi Vettel, Ástralinn Mark Webber, lenti í vandræðum með bílinn sinn í dag og náði ekki tíma í lokatímatökunni. Hann verður því tíundi á ráspól. Roman Grosjean á Lotus varð þriðji í dag og Nico Rosberg, liðsfélagi Hamilton, fjórði. Fernando Alonso (Ferrari), Kimi Raikkönen (Lotus) og Felipe Massa (Ferrari) komu svo næstir á eftir.
Formúla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira