Alonso vann sannfærandi sigur á heimavelli Birgir Þór Harðarson skrifar 12. maí 2013 15:02 Alonso var sigurreifur á heimavelli í dag. Spánverjinn Fernando Alonso, ökumaður Ferrari-liðsins í Formúlu 1, vann sannfærandi sigur í kappakstrinum á Spáni í dag. Alonso hefur ekki unnið í Barcelona síðan árið 2006 og voru heimamenn því himinlifandi. Alonso var leiftursnöggur í kappakstrinum og vann sig upp í fyrsta sætið með sjallri herfræði og grimmd í brautinni. Það kristallaðist strax í ræsingu því í fyrstu tveimur beygjunum sýndi hann nákvæmlega hvað væri að fara að gerast í kappakstrinum; hann ætlaði sér að sigra. Finninn Kimi Raikkönen kom fáum á óvart í öðru sæti á verðlaunapallinum í dag. Lotus-bíllinn hans hefur reynst vel og fer vel með dekkin. Ekki skemmir að Kimi er flinkur ökuþór og veit hvenær hann á að sækja og hvenær hann á að hugsa um dekkin.Liðsfélagi Alonso hjá Ferrari, Felipe Massa, varð þriðji í kappakstrinum. Hann hafði ræst níundi og sótti hratt á. Eftir að ljóst var að Sebastian Vettel og Mercedes-mennirnir gætu ekki hlíft dekkjunum eins og Ferrari og Lotus var leikurinn auðveldur fyrir Massa. Þeir Nico Rosberg og Lewis Hamilton voru einmitt í stökustu vandræðum með dekkin í keppninni. Mercedes-bílarnir virðast vera yfirstýrðir í höndum beggja ökuþóra sem gerir það að verkum að afturdekkin eru fljót að eyðileggjast og missa grip. Rosberg náði þó að halda forystu gegn Vettel á fyrstu hringjum kappakstursins en nokkru eftir fyrsta viðgerðarhléið var ljóst í hvað stemmdi þegar keppinautarnir flugu fram úr hver á fætur öðrum. Hamilton var í vandræðum alveg frá fyrstu beygju. Rosberg endaði sjöundi og Hamilton í tólfta. Jenson Button á McLaren kom skemmtilega á óvart og kom sér fyrir í áttunda sætinu eftir að hafa ræst fjórtándi. Hann féll í byrjun keppninnar í sautjánda sætið en vann sig svo upp listann og framfyrir liðsfélaga sinn Sergio Perez sem endaði níundi. Toro Rosso-ökuþórinn Daniel Ricciardo var magnaður í kappakstrinum og lét stóru fiskana í lauginni hafa fyrir hlutunum. Hann endaði tíundi og sótti síðasta stigið sem var í boði. Formúla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Spánverjinn Fernando Alonso, ökumaður Ferrari-liðsins í Formúlu 1, vann sannfærandi sigur í kappakstrinum á Spáni í dag. Alonso hefur ekki unnið í Barcelona síðan árið 2006 og voru heimamenn því himinlifandi. Alonso var leiftursnöggur í kappakstrinum og vann sig upp í fyrsta sætið með sjallri herfræði og grimmd í brautinni. Það kristallaðist strax í ræsingu því í fyrstu tveimur beygjunum sýndi hann nákvæmlega hvað væri að fara að gerast í kappakstrinum; hann ætlaði sér að sigra. Finninn Kimi Raikkönen kom fáum á óvart í öðru sæti á verðlaunapallinum í dag. Lotus-bíllinn hans hefur reynst vel og fer vel með dekkin. Ekki skemmir að Kimi er flinkur ökuþór og veit hvenær hann á að sækja og hvenær hann á að hugsa um dekkin.Liðsfélagi Alonso hjá Ferrari, Felipe Massa, varð þriðji í kappakstrinum. Hann hafði ræst níundi og sótti hratt á. Eftir að ljóst var að Sebastian Vettel og Mercedes-mennirnir gætu ekki hlíft dekkjunum eins og Ferrari og Lotus var leikurinn auðveldur fyrir Massa. Þeir Nico Rosberg og Lewis Hamilton voru einmitt í stökustu vandræðum með dekkin í keppninni. Mercedes-bílarnir virðast vera yfirstýrðir í höndum beggja ökuþóra sem gerir það að verkum að afturdekkin eru fljót að eyðileggjast og missa grip. Rosberg náði þó að halda forystu gegn Vettel á fyrstu hringjum kappakstursins en nokkru eftir fyrsta viðgerðarhléið var ljóst í hvað stemmdi þegar keppinautarnir flugu fram úr hver á fætur öðrum. Hamilton var í vandræðum alveg frá fyrstu beygju. Rosberg endaði sjöundi og Hamilton í tólfta. Jenson Button á McLaren kom skemmtilega á óvart og kom sér fyrir í áttunda sætinu eftir að hafa ræst fjórtándi. Hann féll í byrjun keppninnar í sautjánda sætið en vann sig svo upp listann og framfyrir liðsfélaga sinn Sergio Perez sem endaði níundi. Toro Rosso-ökuþórinn Daniel Ricciardo var magnaður í kappakstrinum og lét stóru fiskana í lauginni hafa fyrir hlutunum. Hann endaði tíundi og sótti síðasta stigið sem var í boði.
Formúla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira