Massa segir Ferrari eiga séns á titli Birgir Þór Harðarson skrifar 10. apríl 2013 22:45 Massa hefur trúa á Ferrari-liðinu í ár. nordicphotos/afp Brasilíumaðurinn Felipe Massa, ökumaður Ferrari í Formúlu 1, segist handviss um að að Ferrari-liðið sé nógu öflugt til að berjast um heimsmeistaratitil á tímabilinu sem hafið er. Formúla 1 snýr aftur í Kína um næstu helgi. Árangur Ferrari hefur verið ágætur í mótunum tveimur sem búin eru. Fernando Alonso varð annar í Ástralíu og Massa fjórði. Liðið gerði síðan mistök í Malasíu sem varð til þess að Alonso gat ekki klárað en Massa varð fimmti. „Við höfum náttúrlega aðeins ekið tvö mót en ég hef góða tilfinningu fyrir tímabilinu,“ sagði Massa sem er fjórum stigum á undan liðsfélaga sínum í titilbaráttunni. Hann segir mörg lið eiga möguleika á að skáka Red Bull. „Okkar lið er eitt þeirra.“ „Á meðan við náum að þróa bílinn í rétta átt og skilum góðum úrslitum á brautinni eigum við möguleika,“ segir Massa. Red Bull-liðið hefur stolið senunni enn á ný þetta tímabilið og er efst í liðakeppninni með 66 stig. Lotus og Ferrari deila öðru sæti með 40 stig hvert og Mercedes er í fjórða sæti með 37 stig. Formúla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Brasilíumaðurinn Felipe Massa, ökumaður Ferrari í Formúlu 1, segist handviss um að að Ferrari-liðið sé nógu öflugt til að berjast um heimsmeistaratitil á tímabilinu sem hafið er. Formúla 1 snýr aftur í Kína um næstu helgi. Árangur Ferrari hefur verið ágætur í mótunum tveimur sem búin eru. Fernando Alonso varð annar í Ástralíu og Massa fjórði. Liðið gerði síðan mistök í Malasíu sem varð til þess að Alonso gat ekki klárað en Massa varð fimmti. „Við höfum náttúrlega aðeins ekið tvö mót en ég hef góða tilfinningu fyrir tímabilinu,“ sagði Massa sem er fjórum stigum á undan liðsfélaga sínum í titilbaráttunni. Hann segir mörg lið eiga möguleika á að skáka Red Bull. „Okkar lið er eitt þeirra.“ „Á meðan við náum að þróa bílinn í rétta átt og skilum góðum úrslitum á brautinni eigum við möguleika,“ segir Massa. Red Bull-liðið hefur stolið senunni enn á ný þetta tímabilið og er efst í liðakeppninni með 66 stig. Lotus og Ferrari deila öðru sæti með 40 stig hvert og Mercedes er í fjórða sæti með 37 stig.
Formúla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira