Horner hafnar samsæriskenningum Birgir Þór Harðarson skrifar 15. apríl 2013 17:30 Christian Horner, liðstjóri Red Bull-liðsins í Formúlu 1, hafnar samsæriskenningum um að liðið hafi viljandi spillt kappakstrinum fyrir Mark Webber í Kína. Webber þurfti að sætta sig við að ræsa af viðgerðarsvæðinu í kappakstrinum eftir að dómarar mótsins gátu ekki tekið nægilega stórt sýni af eldsneytinu um borð í bílnum. Hann þurfti svo að hætta keppni þegar hægra afturhjólið skoppaði undan Red Bull-bílnum. Dekkið hafði ekki verið fest nógu vel í viðgerðarhléi. Kappaksturinn í Kína um helgina var sá fyrsti eftir kappaksturinn í Malasíu þar sem Sebastian Vettel hundsaði liðskipanir og tók fram úr Webber, með þeim afleiðingum að allt sprakk í loft upp innan liðsins og á milli liðsfélaganna. „Hver sá sem heldur að það sé eitthvað samsæri í gangi gegn öðrum hvorum bílstjórunum veit ekki hvað hann er að segja. Það er ekkert samsæri,“ sagði Horner, pirraður á öllu veseninu sem málið í Malasíu hefur skapað liðinu. Webber verður færður aftur um þrjú sæti á ráslínunni í Barein um næstu helgi fyrir að hafa skapað hættu í brautinni þegar dekkið skoppaði undan. Þá var Red Bull-liðið sektað um 5.000 evrur, jafngildi 770.000 íslenskra króna, fyrir hættuna sem skapaðist. Á myndbandinu má sjá Webber svara spurningum blaðamanna fyrir helgi. Þar fær hann spurningu um Helmut Marko, mótorsportstjóra Red Bull, sem hefur ekki talað vel um Webber í fjölmiðlum. Webber bregst smekklega við. Formúla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Christian Horner, liðstjóri Red Bull-liðsins í Formúlu 1, hafnar samsæriskenningum um að liðið hafi viljandi spillt kappakstrinum fyrir Mark Webber í Kína. Webber þurfti að sætta sig við að ræsa af viðgerðarsvæðinu í kappakstrinum eftir að dómarar mótsins gátu ekki tekið nægilega stórt sýni af eldsneytinu um borð í bílnum. Hann þurfti svo að hætta keppni þegar hægra afturhjólið skoppaði undan Red Bull-bílnum. Dekkið hafði ekki verið fest nógu vel í viðgerðarhléi. Kappaksturinn í Kína um helgina var sá fyrsti eftir kappaksturinn í Malasíu þar sem Sebastian Vettel hundsaði liðskipanir og tók fram úr Webber, með þeim afleiðingum að allt sprakk í loft upp innan liðsins og á milli liðsfélaganna. „Hver sá sem heldur að það sé eitthvað samsæri í gangi gegn öðrum hvorum bílstjórunum veit ekki hvað hann er að segja. Það er ekkert samsæri,“ sagði Horner, pirraður á öllu veseninu sem málið í Malasíu hefur skapað liðinu. Webber verður færður aftur um þrjú sæti á ráslínunni í Barein um næstu helgi fyrir að hafa skapað hættu í brautinni þegar dekkið skoppaði undan. Þá var Red Bull-liðið sektað um 5.000 evrur, jafngildi 770.000 íslenskra króna, fyrir hættuna sem skapaðist. Á myndbandinu má sjá Webber svara spurningum blaðamanna fyrir helgi. Þar fær hann spurningu um Helmut Marko, mótorsportstjóra Red Bull, sem hefur ekki talað vel um Webber í fjölmiðlum. Webber bregst smekklega við.
Formúla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira