Kovalainen reynsluekur fyrir Caterham Birgir Þór Harðarson skrifar 17. apríl 2013 16:30 Kovalainen fær að vera með um næstu helgi. Finnski ökuþórinn Heikki Kovalainen hefur verið endurráðinn til Caterham-liðsins sem tilraunaökuþór. Mun hann aka á föstudagsæfingum fyrir liðið í Barein síðar í vikunni. Kovalainen missti sæti sitt til Giedo van der Garde og Charles Pic sem keppa nú fyrir liðið. Buðu styrktaraðilar þeirra liðinu meiri peninga en finnsku bakhjarlar Kovalainen. Finninn ók áður fyrir McLaren og Renault áður en hann gekk til liðs við Caterham árið 2010. Liðið hét þá Lotus. Hann er að vonum ánægður með að fá tækifærið aftur en margir höfðu útilokað hann úr Formúlu 1. Kovalainen hefur hins vegar alltaf verið fljótur í bílnum. „Þetta eru auðvitað góðar fréttir, að fá að keyra í Barein og Barcelona. Ég hlakka til að geta farið aftur að vinna og hjálpa liðinu eins mikið og ég get,“ sagði hann. Caterham-liðinu hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel í fyrstu mótum ársins og hafa verið í vandræðum með að skáka keppinautum sínum í Marussia á brautinni. Liðið er sem stendur í neðsta sæti í heimsmeistarakeppni bílasmiða því Jules Bianchi, ökuþór Marussia, hefur náð besta árangri liðanna í ár (13. sæti í Malasíu). Formúla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Finnski ökuþórinn Heikki Kovalainen hefur verið endurráðinn til Caterham-liðsins sem tilraunaökuþór. Mun hann aka á föstudagsæfingum fyrir liðið í Barein síðar í vikunni. Kovalainen missti sæti sitt til Giedo van der Garde og Charles Pic sem keppa nú fyrir liðið. Buðu styrktaraðilar þeirra liðinu meiri peninga en finnsku bakhjarlar Kovalainen. Finninn ók áður fyrir McLaren og Renault áður en hann gekk til liðs við Caterham árið 2010. Liðið hét þá Lotus. Hann er að vonum ánægður með að fá tækifærið aftur en margir höfðu útilokað hann úr Formúlu 1. Kovalainen hefur hins vegar alltaf verið fljótur í bílnum. „Þetta eru auðvitað góðar fréttir, að fá að keyra í Barein og Barcelona. Ég hlakka til að geta farið aftur að vinna og hjálpa liðinu eins mikið og ég get,“ sagði hann. Caterham-liðinu hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel í fyrstu mótum ársins og hafa verið í vandræðum með að skáka keppinautum sínum í Marussia á brautinni. Liðið er sem stendur í neðsta sæti í heimsmeistarakeppni bílasmiða því Jules Bianchi, ökuþór Marussia, hefur náð besta árangri liðanna í ár (13. sæti í Malasíu).
Formúla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira