Körfubolti

Drekarnir töpuðu fyrsta leiknum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jakob Sigurðarson í leik með Sundsvall.
Jakob Sigurðarson í leik með Sundsvall. Mynd/Valli
Sundsvall Dragons byrjaði ekki vel í lokaúrslitarimmunni um sænska meistaratitilinn í körfubolta. Liðið tapaði fyrir Södertälje Kings á heimavelli í kvöld, 72-66. Báðir Íslendingarnir í liði Sundsvall áttu góðan leik og skoruðu meira en helming stiga síns liðs.

Gestirnir náðu forystu strax í upphafi leiksins og létu hana aldrei af hendi. Södertälje skoraði 26 stig gegn aðeins ellefu frá Sundsvall í fyrsta leikhluta og það gaf tóninn. Staðan í hálfleik var 36-28, Södertälje í vil.

Jakob Sigurðarson var langstigahæstur í liði Sundsvall með 25 stig en hann tók einnig fjögur fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Hann hitti úr fimm af átta þriggja stiga tilraunum sínum og var með betri skotnýtingu utan þriggja stiga línunnar en innan hennar.

Hlynur Bæringsson kom næstur með tíu stig en hann tók einnig fjórtán fráköst.

Næsti leikur í rimmunni fer fram á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×