Ísland á EM eftir frábæran sigur Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Laugardalshöll skrifar 7. apríl 2013 15:15 Myndir / Vilhelm Gunnarsson Ísland tryggði sér sæti á EM í Danmörku á næsta ári með hreint stórkostlegum sigri á sterku liði Slóvena, 35-34, í Laugardalshöllinni í dag. Það voru gestirnir sem voru með frumkvæðið lengst af en Ísland náði forystu á 50. mínútu og leikurinn var í járnum eftir það. Alexander Petersson tryggði svo Íslandi sigurinn þegar tíu sekúndur voru eftir. Slóvenar tóku leikhlé en fóru illa með þær sekúndur sem þeir áttu eftir þegar leikurinn hófst á ný. Hann fjaraði út og pakkfull Laugardalshöll fagnaði frábærum sigri með strákunum okkar. Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson voru magnaðir í dag og Snorri Steinn Guðjónsson skoraði mikilvæg mörk, sem og Alexander Petersson. Slóvenar byrjuðu leikinn af miklum krafti enda mikið í húfi fyrir þá. Uros Zorman, leikstjórnandinn öflugi í liði Slóvena, var ekki með vegna meiðsla. Nenad Bilbija kom inn í hans stað og hann átti stórleik. Hann skoraði níu mörk í leiknum og var markahæstur hjá Slóvenum. Slóvenar voru sérstaklega grimmir þegar þeir fengu boltann, ýmist efitr misheppnaða sókn hjá Íslandi eða mark og skoruðu meirihluta marka sinna á fyrstu 20 mínútunum úr hraðaupphlaupi. Ólafur Gústafsson náði til dæmis að koma Íslandi yfir, 7-6, eftir fjórtán mínútur en Slóvenar skoruðu innan fárra sekúndna og bættu svo tveimur við á næstu mínútum. Forysta Slóvena varð mest fjögur mörk í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 18-15, gestunum í vil. Strákarnir höfðu þó betri gætur á þessu í síðari hálfleik og voru ekki nema tíu mínútur að jafna metin. Það var svo á 50. mínútu að Ísland komst yfir á nýjan leik og þó svo að Slóvenar hefðu hvergi slegið af reyndust strákarnir okkar með stáltaugar þegar mest á reyndi. Vörn og markvarsla hefur oft verið betri hjá Íslandi í dag og það færðu Slóvenar sér í nyt, sérstaklega í síðari hálfleik. Þá fékk Ísland tvær tveggja mínútna brottvísanir á lokakaflanum sem flæktu málin enn frekar. En strákarnir spiluðu vel úr sínu og nýttu færin sín vel. Niðurstaðan frábær eins marks sigur og Ísland er því enn með fullt hús stiga í riðlinum. Nú getur Aron þjálfari leyft sér að fara afslappaður í síðustu tvo leikina og allt eins líklegt að Ísland verði búið að tryggja sér sigur í riðlinum þegar kemur að síðasta heimaleiknum, gegn Rúmeníu í janúar. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Sjá meira
Ísland tryggði sér sæti á EM í Danmörku á næsta ári með hreint stórkostlegum sigri á sterku liði Slóvena, 35-34, í Laugardalshöllinni í dag. Það voru gestirnir sem voru með frumkvæðið lengst af en Ísland náði forystu á 50. mínútu og leikurinn var í járnum eftir það. Alexander Petersson tryggði svo Íslandi sigurinn þegar tíu sekúndur voru eftir. Slóvenar tóku leikhlé en fóru illa með þær sekúndur sem þeir áttu eftir þegar leikurinn hófst á ný. Hann fjaraði út og pakkfull Laugardalshöll fagnaði frábærum sigri með strákunum okkar. Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson voru magnaðir í dag og Snorri Steinn Guðjónsson skoraði mikilvæg mörk, sem og Alexander Petersson. Slóvenar byrjuðu leikinn af miklum krafti enda mikið í húfi fyrir þá. Uros Zorman, leikstjórnandinn öflugi í liði Slóvena, var ekki með vegna meiðsla. Nenad Bilbija kom inn í hans stað og hann átti stórleik. Hann skoraði níu mörk í leiknum og var markahæstur hjá Slóvenum. Slóvenar voru sérstaklega grimmir þegar þeir fengu boltann, ýmist efitr misheppnaða sókn hjá Íslandi eða mark og skoruðu meirihluta marka sinna á fyrstu 20 mínútunum úr hraðaupphlaupi. Ólafur Gústafsson náði til dæmis að koma Íslandi yfir, 7-6, eftir fjórtán mínútur en Slóvenar skoruðu innan fárra sekúndna og bættu svo tveimur við á næstu mínútum. Forysta Slóvena varð mest fjögur mörk í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 18-15, gestunum í vil. Strákarnir höfðu þó betri gætur á þessu í síðari hálfleik og voru ekki nema tíu mínútur að jafna metin. Það var svo á 50. mínútu að Ísland komst yfir á nýjan leik og þó svo að Slóvenar hefðu hvergi slegið af reyndust strákarnir okkar með stáltaugar þegar mest á reyndi. Vörn og markvarsla hefur oft verið betri hjá Íslandi í dag og það færðu Slóvenar sér í nyt, sérstaklega í síðari hálfleik. Þá fékk Ísland tvær tveggja mínútna brottvísanir á lokakaflanum sem flæktu málin enn frekar. En strákarnir spiluðu vel úr sínu og nýttu færin sín vel. Niðurstaðan frábær eins marks sigur og Ísland er því enn með fullt hús stiga í riðlinum. Nú getur Aron þjálfari leyft sér að fara afslappaður í síðustu tvo leikina og allt eins líklegt að Ísland verði búið að tryggja sér sigur í riðlinum þegar kemur að síðasta heimaleiknum, gegn Rúmeníu í janúar.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Sjá meira