Ísland á EM eftir frábæran sigur Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Laugardalshöll skrifar 7. apríl 2013 15:15 Myndir / Vilhelm Gunnarsson Ísland tryggði sér sæti á EM í Danmörku á næsta ári með hreint stórkostlegum sigri á sterku liði Slóvena, 35-34, í Laugardalshöllinni í dag. Það voru gestirnir sem voru með frumkvæðið lengst af en Ísland náði forystu á 50. mínútu og leikurinn var í járnum eftir það. Alexander Petersson tryggði svo Íslandi sigurinn þegar tíu sekúndur voru eftir. Slóvenar tóku leikhlé en fóru illa með þær sekúndur sem þeir áttu eftir þegar leikurinn hófst á ný. Hann fjaraði út og pakkfull Laugardalshöll fagnaði frábærum sigri með strákunum okkar. Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson voru magnaðir í dag og Snorri Steinn Guðjónsson skoraði mikilvæg mörk, sem og Alexander Petersson. Slóvenar byrjuðu leikinn af miklum krafti enda mikið í húfi fyrir þá. Uros Zorman, leikstjórnandinn öflugi í liði Slóvena, var ekki með vegna meiðsla. Nenad Bilbija kom inn í hans stað og hann átti stórleik. Hann skoraði níu mörk í leiknum og var markahæstur hjá Slóvenum. Slóvenar voru sérstaklega grimmir þegar þeir fengu boltann, ýmist efitr misheppnaða sókn hjá Íslandi eða mark og skoruðu meirihluta marka sinna á fyrstu 20 mínútunum úr hraðaupphlaupi. Ólafur Gústafsson náði til dæmis að koma Íslandi yfir, 7-6, eftir fjórtán mínútur en Slóvenar skoruðu innan fárra sekúndna og bættu svo tveimur við á næstu mínútum. Forysta Slóvena varð mest fjögur mörk í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 18-15, gestunum í vil. Strákarnir höfðu þó betri gætur á þessu í síðari hálfleik og voru ekki nema tíu mínútur að jafna metin. Það var svo á 50. mínútu að Ísland komst yfir á nýjan leik og þó svo að Slóvenar hefðu hvergi slegið af reyndust strákarnir okkar með stáltaugar þegar mest á reyndi. Vörn og markvarsla hefur oft verið betri hjá Íslandi í dag og það færðu Slóvenar sér í nyt, sérstaklega í síðari hálfleik. Þá fékk Ísland tvær tveggja mínútna brottvísanir á lokakaflanum sem flæktu málin enn frekar. En strákarnir spiluðu vel úr sínu og nýttu færin sín vel. Niðurstaðan frábær eins marks sigur og Ísland er því enn með fullt hús stiga í riðlinum. Nú getur Aron þjálfari leyft sér að fara afslappaður í síðustu tvo leikina og allt eins líklegt að Ísland verði búið að tryggja sér sigur í riðlinum þegar kemur að síðasta heimaleiknum, gegn Rúmeníu í janúar. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Ísland tryggði sér sæti á EM í Danmörku á næsta ári með hreint stórkostlegum sigri á sterku liði Slóvena, 35-34, í Laugardalshöllinni í dag. Það voru gestirnir sem voru með frumkvæðið lengst af en Ísland náði forystu á 50. mínútu og leikurinn var í járnum eftir það. Alexander Petersson tryggði svo Íslandi sigurinn þegar tíu sekúndur voru eftir. Slóvenar tóku leikhlé en fóru illa með þær sekúndur sem þeir áttu eftir þegar leikurinn hófst á ný. Hann fjaraði út og pakkfull Laugardalshöll fagnaði frábærum sigri með strákunum okkar. Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson voru magnaðir í dag og Snorri Steinn Guðjónsson skoraði mikilvæg mörk, sem og Alexander Petersson. Slóvenar byrjuðu leikinn af miklum krafti enda mikið í húfi fyrir þá. Uros Zorman, leikstjórnandinn öflugi í liði Slóvena, var ekki með vegna meiðsla. Nenad Bilbija kom inn í hans stað og hann átti stórleik. Hann skoraði níu mörk í leiknum og var markahæstur hjá Slóvenum. Slóvenar voru sérstaklega grimmir þegar þeir fengu boltann, ýmist efitr misheppnaða sókn hjá Íslandi eða mark og skoruðu meirihluta marka sinna á fyrstu 20 mínútunum úr hraðaupphlaupi. Ólafur Gústafsson náði til dæmis að koma Íslandi yfir, 7-6, eftir fjórtán mínútur en Slóvenar skoruðu innan fárra sekúndna og bættu svo tveimur við á næstu mínútum. Forysta Slóvena varð mest fjögur mörk í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 18-15, gestunum í vil. Strákarnir höfðu þó betri gætur á þessu í síðari hálfleik og voru ekki nema tíu mínútur að jafna metin. Það var svo á 50. mínútu að Ísland komst yfir á nýjan leik og þó svo að Slóvenar hefðu hvergi slegið af reyndust strákarnir okkar með stáltaugar þegar mest á reyndi. Vörn og markvarsla hefur oft verið betri hjá Íslandi í dag og það færðu Slóvenar sér í nyt, sérstaklega í síðari hálfleik. Þá fékk Ísland tvær tveggja mínútna brottvísanir á lokakaflanum sem flæktu málin enn frekar. En strákarnir spiluðu vel úr sínu og nýttu færin sín vel. Niðurstaðan frábær eins marks sigur og Ísland er því enn með fullt hús stiga í riðlinum. Nú getur Aron þjálfari leyft sér að fara afslappaður í síðustu tvo leikina og allt eins líklegt að Ísland verði búið að tryggja sér sigur í riðlinum þegar kemur að síðasta heimaleiknum, gegn Rúmeníu í janúar.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira