Vettel verður látinn svara fyrir sig Birgir Þór Harðarson skrifar 25. mars 2013 22:45 Webber hlustar á útskýringar Vettels eftir verðlaunaafhendinguna í Malasíu í gær. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel er langt frá því að vera í góðum málum hjá Red Bull-liðinu eftir atburði helgarinnar. Vettel hundsaði skipanir liðsins og setti fullt hús stiga liðsins í hættu með því að berjast um sigur við Mark Webber, liðsfélaga sinn. Vettel og Webber fengu skipanir um að halda sínum stöðum um miðbik keppninnar. Webber var þá í forystu og skrúfaði niður í afli vélarinnar til þess að hlífa dekkjunum. Vettel á hinn bóginn lét ekki segjast og sótti fast að Webber sem þurfti á endanum að láta í minni pokann. Webber er sagður vera mjög reiður liðsfélaga sínum og ætlaði um leið og kappaksturinn var búinn ekki að taka þátt í verðlaunaafhendingunni. Þar skýrist það hvers vegna hann var svo seinn í herbergið fyrir innan verðlaunapallinn. Og þó Vettel hafi beðist afsökunnar virðist málið ekki útkljáð af hálfu liðsins og hvað Mark Webber varðar. Liðsstjórinn Christian Horner ræddi við báða ökumenn í gærkvöldi og jós víst úr skálum reiði sinnar. Hann er þó ekki búinn með Vettel sem hann segir hafa gert þetta af yfirlögðu ráði. Horner útilokar ekki að Vettel verði refsað fyrir þetta agabrot en segir það eitthvað sem verði gert innan liðsins, ekki í fjölmiðlum. „Við Vettel höfum rætt þetta en ákvörðun verður tekin þegar reiðin rennur af okkur. Við munum ræða þetta mál betur fyrir næsta mót," sagði Horner. Í þriðja sinn sem kastast í kekki milli Vettel og WebberLiðsfélagarnir hjá Red Bull hafa lengi eldað grátt silfur saman á brautinni en yfirleitt tekist að starfa vel saman innan sem utan brautarinnar. Besta dæmið um hversu vel samstafið hefur gengið er árangur Red Bull-liðsins sem hefur verið frábær og má að einhverju leyti þakka ökumönnunum. Þetta er þó í þriðja skiptið á síðastliðnum fjórum árum sem samband liðsfélaganna verður stirt á opinberum vettvangi. Fyrst var það í Tyrklandi árið 2010 þegar þeir félagar óku á hvorn annan með þeim afleiðingum að Vettel þurfti að hætta keppni. Það var svo fyrir breska kappaksturinn sama ár sem þeir rifust yfir því hver ætti að fá nýjan framvæng undir bílinn sinn. Vængurinn átti að gefa mun meira niðurtog og gera Red Bull-bílinn fljótari um Silverstone-brautina. Svo fór að Vettel fékk vænginn en Webber sat eftir og kvartaði yfir því að vera mismunað innan liðsins. En þrátt fyrir atburði síðustu helgar segir Horner traustið milli Webbers og Vettels ekki endanlega þrotið. „Í hreinskilni sagt hefur aldrei verið neitt ofboðslega mikið traust milli þeirra síðan í Istanbúl 2010. Þeir virða þó hvern annan." Þegar allt kemur til alls viðurkennir Horner að þeir Vettel og Webber eru kappaksturskappar, þeir munu alltaf reyna eins og þeir geta. „Það er líka það sem við réðum þá til að gera og það hafa þeir gert vel síðastliðin fimm ár." Formúla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel er langt frá því að vera í góðum málum hjá Red Bull-liðinu eftir atburði helgarinnar. Vettel hundsaði skipanir liðsins og setti fullt hús stiga liðsins í hættu með því að berjast um sigur við Mark Webber, liðsfélaga sinn. Vettel og Webber fengu skipanir um að halda sínum stöðum um miðbik keppninnar. Webber var þá í forystu og skrúfaði niður í afli vélarinnar til þess að hlífa dekkjunum. Vettel á hinn bóginn lét ekki segjast og sótti fast að Webber sem þurfti á endanum að láta í minni pokann. Webber er sagður vera mjög reiður liðsfélaga sínum og ætlaði um leið og kappaksturinn var búinn ekki að taka þátt í verðlaunaafhendingunni. Þar skýrist það hvers vegna hann var svo seinn í herbergið fyrir innan verðlaunapallinn. Og þó Vettel hafi beðist afsökunnar virðist málið ekki útkljáð af hálfu liðsins og hvað Mark Webber varðar. Liðsstjórinn Christian Horner ræddi við báða ökumenn í gærkvöldi og jós víst úr skálum reiði sinnar. Hann er þó ekki búinn með Vettel sem hann segir hafa gert þetta af yfirlögðu ráði. Horner útilokar ekki að Vettel verði refsað fyrir þetta agabrot en segir það eitthvað sem verði gert innan liðsins, ekki í fjölmiðlum. „Við Vettel höfum rætt þetta en ákvörðun verður tekin þegar reiðin rennur af okkur. Við munum ræða þetta mál betur fyrir næsta mót," sagði Horner. Í þriðja sinn sem kastast í kekki milli Vettel og WebberLiðsfélagarnir hjá Red Bull hafa lengi eldað grátt silfur saman á brautinni en yfirleitt tekist að starfa vel saman innan sem utan brautarinnar. Besta dæmið um hversu vel samstafið hefur gengið er árangur Red Bull-liðsins sem hefur verið frábær og má að einhverju leyti þakka ökumönnunum. Þetta er þó í þriðja skiptið á síðastliðnum fjórum árum sem samband liðsfélaganna verður stirt á opinberum vettvangi. Fyrst var það í Tyrklandi árið 2010 þegar þeir félagar óku á hvorn annan með þeim afleiðingum að Vettel þurfti að hætta keppni. Það var svo fyrir breska kappaksturinn sama ár sem þeir rifust yfir því hver ætti að fá nýjan framvæng undir bílinn sinn. Vængurinn átti að gefa mun meira niðurtog og gera Red Bull-bílinn fljótari um Silverstone-brautina. Svo fór að Vettel fékk vænginn en Webber sat eftir og kvartaði yfir því að vera mismunað innan liðsins. En þrátt fyrir atburði síðustu helgar segir Horner traustið milli Webbers og Vettels ekki endanlega þrotið. „Í hreinskilni sagt hefur aldrei verið neitt ofboðslega mikið traust milli þeirra síðan í Istanbúl 2010. Þeir virða þó hvern annan." Þegar allt kemur til alls viðurkennir Horner að þeir Vettel og Webber eru kappaksturskappar, þeir munu alltaf reyna eins og þeir geta. „Það er líka það sem við réðum þá til að gera og það hafa þeir gert vel síðastliðin fimm ár."
Formúla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira