Briatore: Webber og Vettel verða að skilja Birgir Þór Harðarson skrifar 27. mars 2013 15:15 Flavio Briatore veit hvað hann singur. Hér er hann með eiginkonu sinni Elisabetta Gregoraci í brúðkaupi Petru Ecclestone, dóttur Bernie Ecclestone, í einhverjum kastala í Evrópu. Briatore var eitt sinn með Naomi Campbell. nordicphotos/afp Samband liðsfélaganna hjá Red Bull er orðið svo vont að það getur ekki haldið áfram árið 2014, segir Flavio Briatore, fyrrverandi liðstjóri Renault og Benetton í Formúlu 1. Briatore hefur verið umboðsmaður Mark Webber síðan 2001. Samningur Webbers við Red Bull rennur út í lok ársins en Sebastian Vettel á samning út árið 2014. Briatore var liðstjóri Benetton þegar Michael Schumacher vann sína fyrstu heimsmeistaratitla í Formúlu 1 árið 1994 og 1995 með liðinu. Hann var síðan bannaður frá Formúlu 1 árið 2009 eftir að hafa skipað Nelson Piquet, ökumanni Renault, að klessukeyra bílinn í Singapúr 2008 svo hinn liðsmaður Renault, Fernando Alonso, gæti unnið. Briatore segir ákvörðun Vettel í kappakstrinum um síðustu helgi hafa verið síðasta naglann í kistuna fyrir samstarf þeirra félaga. Sambandið hafi þegar verið orðið formlegt og stirt. „Það er ekkert samband lengur," sagði Briatore við RAI-útvarpið. „Nú segist Vettel vilja hjálpa Mark en mark vill enga hjálp. Hann hefði átt að vinna mótið og það er mögulegt að Vetel muni vinna öll mótin sem eftir eru." Briatore segir horfurnar ekki góðar. „Ég held að svona samband verði ekki lagfært. Þeir eru atvinnumenn og munu vinna mót og svoleiðis, en það er óhugsandi að Mark hjálpi Vettel í framtíðinni og ég efast um að Vettel muni hjálpa Mark." „Svo, nú eru tveir óvinir í einu liði sem gerir leikinn örugglega auðveldari fyrir Ferrari," sagði Briatore að lokum.Vettle býður sáttahönd sem Webber hefur hafnað. Formúla Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Samband liðsfélaganna hjá Red Bull er orðið svo vont að það getur ekki haldið áfram árið 2014, segir Flavio Briatore, fyrrverandi liðstjóri Renault og Benetton í Formúlu 1. Briatore hefur verið umboðsmaður Mark Webber síðan 2001. Samningur Webbers við Red Bull rennur út í lok ársins en Sebastian Vettel á samning út árið 2014. Briatore var liðstjóri Benetton þegar Michael Schumacher vann sína fyrstu heimsmeistaratitla í Formúlu 1 árið 1994 og 1995 með liðinu. Hann var síðan bannaður frá Formúlu 1 árið 2009 eftir að hafa skipað Nelson Piquet, ökumanni Renault, að klessukeyra bílinn í Singapúr 2008 svo hinn liðsmaður Renault, Fernando Alonso, gæti unnið. Briatore segir ákvörðun Vettel í kappakstrinum um síðustu helgi hafa verið síðasta naglann í kistuna fyrir samstarf þeirra félaga. Sambandið hafi þegar verið orðið formlegt og stirt. „Það er ekkert samband lengur," sagði Briatore við RAI-útvarpið. „Nú segist Vettel vilja hjálpa Mark en mark vill enga hjálp. Hann hefði átt að vinna mótið og það er mögulegt að Vetel muni vinna öll mótin sem eftir eru." Briatore segir horfurnar ekki góðar. „Ég held að svona samband verði ekki lagfært. Þeir eru atvinnumenn og munu vinna mót og svoleiðis, en það er óhugsandi að Mark hjálpi Vettel í framtíðinni og ég efast um að Vettel muni hjálpa Mark." „Svo, nú eru tveir óvinir í einu liði sem gerir leikinn örugglega auðveldari fyrir Ferrari," sagði Briatore að lokum.Vettle býður sáttahönd sem Webber hefur hafnað.
Formúla Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira