Fótbolti

Gomez vill ekki fara frá Bayern

Mario Gomez.
Mario Gomez.
Þó svo þýski landsliðsmaðurinn Mario Gomez hafi misst sæti sitt í byrjunarliði Bayern München segist hann ekki vera að hugsa um að fara í sumar.

Hann segist vera sáttur þrátt fyrir bekkjarsetuna og það sé undir félaginu komið hvort hann verði þar áfram eður ei. Hann hefur verið sterklega orðaður við brottför upp á síðkastið.

"Ég er ekki hrifinn af öllum þessum spurningum um mína framtíð. Mitt hlutverk er að spila fótbolta. Það eru yfirmenn mínir hjá Bayern sem ráða framtíðinni," sagði Gomez sem skrifaði undir nýjan samning fyrir ári síðan.

Gomez segist líða vel hjá Bayern og neitar því að hann muni ekki passa inn í kerfið hjá Pep Guardiola sem tekur við liðinu í sumar.

"Barcelona hafði samband við mig á sínum tíma er hann var að þjálfa þar. Þá ákvað ég að vera áfram hjá Bayern. Hann mun örugglega meta hópinn áður en hann tekur ákvarðanir um hverja hann vill hafa hjá sér."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×