Boullier: Räikkönen í sínu besta formi Birgir Þór Harðarson skrifar 18. mars 2013 18:45 Räikkönen í góðum hópi á verðlaunapallinum í Ástralíu um helgina. nordicphotos/afp Finninn fljúgandi Kimi Raikkönen er kominn aftur í sitt besta form segir liðstjóri Lotus-liðsins, Eric Boullier, eftir sigurinn í Ástralíu um helgina. Kimi vann kappaksturinn með snjallri keppnisáætlun og frábærum akstri. Sigur Räikkönen var hans annar í síðustu fjórum mótum en hann vann síðast í Abu Dhabi í fyrra. Það var hans fyrsti sigur síðan hann sneri aftur í Formúlu 1 fyrir réttu ári síðan. Eric Boullier hefur engar áhyggjur af því að heimsmeistari ársins 2007 sé í vígahug. „Kimi byggði á sjálfum sér í fyrra. Við sáum hann eiga öflugan seinni hluta tímabilsins og hann virðist byrja tímabilið á grunninum sem hann byggði í fyrra. Við gerum ráð fyrir að hann verði sterkur í ár," sagði Boullier við fjölmiðla í Ástralíu. „Ég held að það sé enginn á þessu jarðríki sem ætli að segja Kimi hvernig hann eigi að gera hlutina, svo ég ætla ekki að byrja. Við höfum skapað gott umhverfi fyrir hann. Í höfuðstöðvum liðsins reynum við að leyfa fólki að vera frjótt og það sjálft." Boullier segir að þetta umhverfi hafi gert það að verkum að liðið sé á góðum stað. „Þetta er miklu betra svona. Við takmörkum stjórnmálin sem fylgja Formúlu 1 og reynum að takmarka allt sem Kimi hatar."Kimi ekur úr viðgerðahléi í kappakstrinum um helgina. Dekkin spiluðu stóran þátt í keppninni og sú staðreynd að Lotus-bíllinn fór nógu vel með dekkin til þess að geta tekið aðeins tvö viðgerðahlé reyndist mikilvæg fyrir Kimi. Formúla Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Finninn fljúgandi Kimi Raikkönen er kominn aftur í sitt besta form segir liðstjóri Lotus-liðsins, Eric Boullier, eftir sigurinn í Ástralíu um helgina. Kimi vann kappaksturinn með snjallri keppnisáætlun og frábærum akstri. Sigur Räikkönen var hans annar í síðustu fjórum mótum en hann vann síðast í Abu Dhabi í fyrra. Það var hans fyrsti sigur síðan hann sneri aftur í Formúlu 1 fyrir réttu ári síðan. Eric Boullier hefur engar áhyggjur af því að heimsmeistari ársins 2007 sé í vígahug. „Kimi byggði á sjálfum sér í fyrra. Við sáum hann eiga öflugan seinni hluta tímabilsins og hann virðist byrja tímabilið á grunninum sem hann byggði í fyrra. Við gerum ráð fyrir að hann verði sterkur í ár," sagði Boullier við fjölmiðla í Ástralíu. „Ég held að það sé enginn á þessu jarðríki sem ætli að segja Kimi hvernig hann eigi að gera hlutina, svo ég ætla ekki að byrja. Við höfum skapað gott umhverfi fyrir hann. Í höfuðstöðvum liðsins reynum við að leyfa fólki að vera frjótt og það sjálft." Boullier segir að þetta umhverfi hafi gert það að verkum að liðið sé á góðum stað. „Þetta er miklu betra svona. Við takmörkum stjórnmálin sem fylgja Formúlu 1 og reynum að takmarka allt sem Kimi hatar."Kimi ekur úr viðgerðahléi í kappakstrinum um helgina. Dekkin spiluðu stóran þátt í keppninni og sú staðreynd að Lotus-bíllinn fór nógu vel með dekkin til þess að geta tekið aðeins tvö viðgerðahlé reyndist mikilvæg fyrir Kimi.
Formúla Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira