Vandræði McLaren enn til staðar í Malasíu Birgir Þór Harðarson skrifar 19. mars 2013 16:45 Button hefur ekki nógu góð tæki í höndunum til þess að geta barist um sigra í fyrstu mótum ársins. Jenson Button, ökuþór McLaren-liðsins í Formúlu 1, segir liðið verða áfram í vandræðum í Malasíu um næstu helgi. McLaren-liðið þurfti að sætta sig við aðeins tvö stig í ástralska kappakstrinum sem það fékk fyrir níunda sæti Buttons. Vegna þess hve lítill tími líður á milli fyrstu mótanna verður ekki hægt að leysa vandamálin sem steðja að McLaren, segir Button. Hann vonar samt sem áður að breytileg veðurspá fyrir kappaksturinn í Malasíu muni gefa liðinu færi á betri árangri. „Við getum ekki búist við neinum uppfærslum eða framförum um næstu helgi," sagði Button. „En það er alltaf þannig með Malasíu að það er erfitt að spá fyrir um hvað muni gerast þar." Kappaksturinn fer af stað síðdegis í Malasíu en klukkan átta um morgun hér á Íslandi. Það hefur undanfarin ár gefið meiri hættu á síðdegisskúrum sem hrist hafa upp í röðinni. „Veðrið hefur gert kappaksturinn að lotteríi fyrir alla." „Það er eitthvað sem við gætum nýtt okkur. Ég hef gaman að því að aka í breytilegum aðstæðum og mundi elska að geta keppt um sigur í bíl sem við vitum að hefur ekki burði til þess ennþá," sagði Button. Hann hefur sýnt það á undanförnum árum að hann er frábær við breytilegar veðuraðstæður. Liðsfélagi Buttons, Mexíkóinn Sergio Perez, er enn handviss um að liðið muni redda málunum. „Síðasta helgi var erfið fyrir alla í liðinu. Vandamálin sem birtust þar sýndu okkur hins vegar nákvæmlega við hvað við eigum að etja," sagði Perez. Hann lauk ástralska kappakstrinum aðeins ellefti. Formúla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Jenson Button, ökuþór McLaren-liðsins í Formúlu 1, segir liðið verða áfram í vandræðum í Malasíu um næstu helgi. McLaren-liðið þurfti að sætta sig við aðeins tvö stig í ástralska kappakstrinum sem það fékk fyrir níunda sæti Buttons. Vegna þess hve lítill tími líður á milli fyrstu mótanna verður ekki hægt að leysa vandamálin sem steðja að McLaren, segir Button. Hann vonar samt sem áður að breytileg veðurspá fyrir kappaksturinn í Malasíu muni gefa liðinu færi á betri árangri. „Við getum ekki búist við neinum uppfærslum eða framförum um næstu helgi," sagði Button. „En það er alltaf þannig með Malasíu að það er erfitt að spá fyrir um hvað muni gerast þar." Kappaksturinn fer af stað síðdegis í Malasíu en klukkan átta um morgun hér á Íslandi. Það hefur undanfarin ár gefið meiri hættu á síðdegisskúrum sem hrist hafa upp í röðinni. „Veðrið hefur gert kappaksturinn að lotteríi fyrir alla." „Það er eitthvað sem við gætum nýtt okkur. Ég hef gaman að því að aka í breytilegum aðstæðum og mundi elska að geta keppt um sigur í bíl sem við vitum að hefur ekki burði til þess ennþá," sagði Button. Hann hefur sýnt það á undanförnum árum að hann er frábær við breytilegar veðuraðstæður. Liðsfélagi Buttons, Mexíkóinn Sergio Perez, er enn handviss um að liðið muni redda málunum. „Síðasta helgi var erfið fyrir alla í liðinu. Vandamálin sem birtust þar sýndu okkur hins vegar nákvæmlega við hvað við eigum að etja," sagði Perez. Hann lauk ástralska kappakstrinum aðeins ellefti.
Formúla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira