Whitmarsh: Of margir kaupa sér keppnissæti Birgir Þór Harðarson skrifar 12. febrúar 2013 20:15 Whitmarsh hefur áhyggur af peningunum í Formúlu 1. nordicphotos/afp Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren-liðsins í Formúlu 1, hefur sagt suma keppnisökuþórana í Formúlu 1 alls ekki nógu góða og segir þá kaupa sér keppnissæti frekar en að eiga þau skilið. Þetta segir hann í samtali við Sky Sports í dag. Hann viðurkennir þó að minni lið eigi hugsanlega ekki annara kosta völ en að selja keppnissæti sín. "Fyrir mér er það sorglegt að það séu svo margir ökumenn sem kaupa sæti," sagði Whitmarsh. Marussia hefur ekki farið leynt með að Timo Glock hafi verið látinn fara frá liðinu vegna peningaleysis. Caterham ákvað einnig að láta ökuþóra sína fara, þá Heikki Kovalainen og Vitaly Petrov, fyrir yngri og óreyndari ökuþóra. Síðarnefnda liðið hefur einnig staðfest að ökumannavalið ráðist af peningum frekar en hæfileikum. „Fjöldi ökuþóra sem kaupa sér sæti hefur hækkað rólega en stöðugt. Ég er viss um að þetta er spennandi fyrir þá sem hafa efni á því en maður vonar að í efstu deild mótorsports í heiminum sé hægt að ætlast til þess að það eigi ekki að kaupa sér sæti." Kreppan hefur áhrif á formúlunaWhitmarsh er jafnframt formaður samtaka liða í Formúlu 1 (FOTA) og lét hafa eftir sér á dögunum að Formúla 1 væri að breytast og að efnahagskreppan væri loks farin að hafa virkileg áhrif á útgjöld liðanna. „Í formúlunni töluðum við bara um flott hjólhýsi, laun ökumanna og vélvirkja og laun liðsstjóra," sagði Whitmarsh við Autosport. „Á níunda áratugnum snérist allt um það sem F1 hafði umfram annað og það var það sem heillaði mest. Það var áratugur öfganna og nú þurfum við að takast á við þetta vandamál af þroska og átta okkur á að öfgarnir heilla ekki lengur." „Nú snýst allt um afkastagetu sem þýðir einfaldlega takmörkuð úrræði," hélt Whitmarsh áfram og benti á að hjá McLaren hefði verið skorið niður þrátt fyrir að slíkar aðgerðir væru umdeildar. Einnig hefur liðið unnið að grænni framtíð og minnkað losun gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftið. „Í stað þess að segja: Við þurfum þrjú vindgöng til viðbótar eða 100 vélvirkja, þá spyrjum við okkur hvernig við getum fullnýtt það sem við höfum." Whitmarsh talaði einnig á svipuðum nótum og Adrian Newey um frumsýningar á Formúlu 1-bílum þessa árs. Benti hann á að þær væru miklu smærri og létu mun minna fyrir sér fara en fyrir nokkrum árum. „Við leigðum Alexandra Palace fyrir frumsýninguna okkar!" sagði hann. Í ár frumsýndi McLaren-liðið í verksmiðju sinni í Woking suður af London og Whitmarsh segir að eini kostnaðurinn við þá frumsýningu hafi verið leigan á áhorfendapöllum.Það var ekkert verið að grínast með frumsýningar í Formúlu 1 fyrir nokkrum árum. Hér frumsýnir Jaguar-liðið keppnisbíl sinn fyrir árið 2002. Eddie Irvine og Mark Webber óku bílnum það árið.nordichotos/afp Formúla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren-liðsins í Formúlu 1, hefur sagt suma keppnisökuþórana í Formúlu 1 alls ekki nógu góða og segir þá kaupa sér keppnissæti frekar en að eiga þau skilið. Þetta segir hann í samtali við Sky Sports í dag. Hann viðurkennir þó að minni lið eigi hugsanlega ekki annara kosta völ en að selja keppnissæti sín. "Fyrir mér er það sorglegt að það séu svo margir ökumenn sem kaupa sæti," sagði Whitmarsh. Marussia hefur ekki farið leynt með að Timo Glock hafi verið látinn fara frá liðinu vegna peningaleysis. Caterham ákvað einnig að láta ökuþóra sína fara, þá Heikki Kovalainen og Vitaly Petrov, fyrir yngri og óreyndari ökuþóra. Síðarnefnda liðið hefur einnig staðfest að ökumannavalið ráðist af peningum frekar en hæfileikum. „Fjöldi ökuþóra sem kaupa sér sæti hefur hækkað rólega en stöðugt. Ég er viss um að þetta er spennandi fyrir þá sem hafa efni á því en maður vonar að í efstu deild mótorsports í heiminum sé hægt að ætlast til þess að það eigi ekki að kaupa sér sæti." Kreppan hefur áhrif á formúlunaWhitmarsh er jafnframt formaður samtaka liða í Formúlu 1 (FOTA) og lét hafa eftir sér á dögunum að Formúla 1 væri að breytast og að efnahagskreppan væri loks farin að hafa virkileg áhrif á útgjöld liðanna. „Í formúlunni töluðum við bara um flott hjólhýsi, laun ökumanna og vélvirkja og laun liðsstjóra," sagði Whitmarsh við Autosport. „Á níunda áratugnum snérist allt um það sem F1 hafði umfram annað og það var það sem heillaði mest. Það var áratugur öfganna og nú þurfum við að takast á við þetta vandamál af þroska og átta okkur á að öfgarnir heilla ekki lengur." „Nú snýst allt um afkastagetu sem þýðir einfaldlega takmörkuð úrræði," hélt Whitmarsh áfram og benti á að hjá McLaren hefði verið skorið niður þrátt fyrir að slíkar aðgerðir væru umdeildar. Einnig hefur liðið unnið að grænni framtíð og minnkað losun gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftið. „Í stað þess að segja: Við þurfum þrjú vindgöng til viðbótar eða 100 vélvirkja, þá spyrjum við okkur hvernig við getum fullnýtt það sem við höfum." Whitmarsh talaði einnig á svipuðum nótum og Adrian Newey um frumsýningar á Formúlu 1-bílum þessa árs. Benti hann á að þær væru miklu smærri og létu mun minna fyrir sér fara en fyrir nokkrum árum. „Við leigðum Alexandra Palace fyrir frumsýninguna okkar!" sagði hann. Í ár frumsýndi McLaren-liðið í verksmiðju sinni í Woking suður af London og Whitmarsh segir að eini kostnaðurinn við þá frumsýningu hafi verið leigan á áhorfendapöllum.Það var ekkert verið að grínast með frumsýningar í Formúlu 1 fyrir nokkrum árum. Hér frumsýnir Jaguar-liðið keppnisbíl sinn fyrir árið 2002. Eddie Irvine og Mark Webber óku bílnum það árið.nordichotos/afp
Formúla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira