Williams frumsýndi í Barcelona Birgir Þór Harðarson skrifar 19. febrúar 2013 17:30 Maldonado var að vonum ánægður með að komast loksins í nýjan Williams-bíl. nordicphotos/afp Williams F1 frumsýndi keppnisbíl sinn fyrir árið 2013 í Barcelona í dag áður en önnur æfingalota undirbúningstímabilsins hófst þar í morgun. FW25-bíllinn er uppfærð útgáfa af bíl síðasta árs enda hefur reglunum ekki verið breytt mikið milli ára. "Ég er ánægður með framþróunina á þessum bíl," sagði Mike Coughlan, tæknistjóri Williams-liðsins. "Þetta er betri og mun rennilegri Formúla 1-bíll en FW24-bíllinn var. Ég held að allir sem tóku þátt í þessu verkefni séu stoltir af þeirri vinnu sem þeir lögðu til." Þrátt fyrir að segja að bíllinn sé aðeins uppfærsla af bíl síðasta árs segir liðið jafnframt að FW25 sé 80% nýr. Í hann hefur verið komið fyrir nýjum gírkassa, nýtt fjöðrunarkerfi að aftan, nýtt kælikerfi, nýtt gólf, nýtt púst, ný yfirbygging og ný trjóna. Þeir Pastor Maldonado og Valtteri Bottas munu aka Williams-bílnum í sumar en Bruno Senna var látinn fara í vetur. Formúla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Williams F1 frumsýndi keppnisbíl sinn fyrir árið 2013 í Barcelona í dag áður en önnur æfingalota undirbúningstímabilsins hófst þar í morgun. FW25-bíllinn er uppfærð útgáfa af bíl síðasta árs enda hefur reglunum ekki verið breytt mikið milli ára. "Ég er ánægður með framþróunina á þessum bíl," sagði Mike Coughlan, tæknistjóri Williams-liðsins. "Þetta er betri og mun rennilegri Formúla 1-bíll en FW24-bíllinn var. Ég held að allir sem tóku þátt í þessu verkefni séu stoltir af þeirri vinnu sem þeir lögðu til." Þrátt fyrir að segja að bíllinn sé aðeins uppfærsla af bíl síðasta árs segir liðið jafnframt að FW25 sé 80% nýr. Í hann hefur verið komið fyrir nýjum gírkassa, nýtt fjöðrunarkerfi að aftan, nýtt kælikerfi, nýtt gólf, nýtt púst, ný yfirbygging og ný trjóna. Þeir Pastor Maldonado og Valtteri Bottas munu aka Williams-bílnum í sumar en Bruno Senna var látinn fara í vetur.
Formúla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira