Þeim er illa við hreingerningar Jóhann Hauksson skrifar 5. febrúar 2013 15:43 Við lifum tíma þar sem fréttaflutningur verður æ persónulegri og ágengari um einkahagi manna. Áhuginn á málefnum og hugmyndafræði virðist vera í öfugu hlutfalli við þetta. Þjóðmálaskýringar „the usual suspects" í fjölmiðlunum eftir nýafstaðið formannskjör í Samfylkingunni ber öll þessi einkenni. Má ég nefna dæmi. Sturla Böðvarsson fyrrum ráðherra á vegum Sjálfstæðisflokksins skrifar pistla í Pressuna. Beygður eftir hreingerningar núverandi ríkisstjórnar á hruni og subbuskap sjálfstæðismanna segir hann í síðasta pistli: „Vonandi tekst nýjum formanni Samfylkingarinnar, Árna Páli Árnasyni, að breyta aðstæðum á vettvangi stjórnmálanna og víkja frá arfleifð hefndar og haturs sem hefur ríkt í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur." Og bætir svo við: „Heift og hatur hefur ráðið för og árangur okkar sem þjóðar er eftir því. Tíma og fjármunum er sóað í gæluverkefni og meinlokur forustumanna stjórnarflokkanna sem ekkert koma við endurreisn. Lengst var gengið í Landsdómsmálinu þegar Geir H. Haarde var einn ákærður og Jóhanna Sigurðardóttir sem var ráðherra í ríkisstjórninni hjá Geir lagðist gegn því að ákæran gegn Geir yrði dregin til baka þegar tækifæri gafst." Sem sagt: Sturlu er ekki efst í huga uppbygging í kjölfar hruns í boði Sjálfstæðisflokksins heldur er honum efst í huga vinur og flokksbróðir sem hlaut áminnigu fyrir vanrækslu. Versta voðaverk Jóhönnu snéri að persónu Geirs H. Haarde. Fyrst eru það hagsmunir innvígðra og svo kemur að almenningi (kannski). Úlfar í sauðagæru Á Evrópuvaktinni hamast Styrmir Gunnarsson og Björn Bjarnason við að skapa sundrungu innan Samfylkingarinnar og etja Árna Páli gegn Jóhönnu, sitjandi forsætisráðherra og samherja hans. Þarf hann ekki að fá ráðherrastólinn sinn aftur í þrjá mánuði? Þreyttir eru þeir og vígamóðir karlarnir. En eru Styrmir, Björn, Helgi Magnússon og allir hinir sjálfstæðismennirnir ekki alveg mátulega miklir vinir Árna Páls meðan það hentar eða þar til Árni Páll herðir að þeim í ESB-málunum? Í Hádegismóum er Bjarni Benediktsson formaður Flokksins tekinn tali og hann túlkar orð nýkjörins formanns Samfylkingarinnar á þann veg að stjórnarflokkarnir hafi verið í stríði en ekki stjórnarandstaðan: „Það hefur ekki staðið á okkur í stjórnarandstöðunni að eiga samstarf um skynsamlegar lausnir." Það er nefnilega það. Skynsamlegar lausnir á skilmálum Flokksins? Á skilmálum gamla Íslands? Ég er æði hræddur um að refir Flokksins hafi misskilið nýjan formann Samfylkingarinnar eitthvað. Fyrir nú utan það að öfugmæli Bjarna formanns er eins tært og skiljanlegt og verða má. Það er varnarlið gamla Íslands í Sjálfstæðisflokknum sem sífellt kastar stríðshanskanum og leggur stein í götu nær allra mála. Þingflokkur hans nýtur stuðnings stofnana og samtaka í okkar litla þjóðfélagi sem enn eru fóðruð að innan með gildum hrunverja. Ég segi þetta og get ekki annað, viðbúinn því að Guðmundur Steingrímsson og Róbert Marshall segi með sínum nýja stíl og sínu nýja sniði að hér falli ég í sömu gömlu gryfju átakanna og menn vilja nú reyna að forðast. (Það er auðvitað kristilegt að rétta hinn vangann en hafa boðskap Hávamála um að gjalda líku líkt að engu.) Þeim, skal refsað Reynslan víða um heim er sú að ríkisstjórnum, sem taka við stjórnartaumum í miklum efnahagslægðum eða kreppum, er refsað af kjósendum. Niðurstöður fylgiskannanna koma að því leyti ekkert á óvart. En raunverulegum sökudólgum er einnig refsað; Sjálfstæðisflokkurinn mátti þola sína mestu niðurlægingu fyrr og síðar í þingkosningunum í apríl árið 2009. Fianna Fáil, einskonar sjálfstæðisflokkur Íra, hlaut aðeins liðlega 17 prósenta fylgi í þingkosningunum á Írlandi árið 2011 en hafði vanist því í 80 ár að vera með 40 til 50 prósenta fylgi og oftast nær með hönd á stjórnartaumunum. Árið 2013 eru Samfylkingin og VG í þeirri stöðu að vera stjórnarflokkar í furðu góðu efnahagsástandi í kjölfar hallæris sem lagður var grunnur að í valdatíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Fyrir það skal refsað. Ekki nóg með það, því svo virðist sem stjórnarflokkarnir þurfi ráðningu líkt og Sjáflstæðisflokkurinn 2009. Hver er þá raunveruleg sök núverandi stjórnarflokka, Samfylkingarinnar og VG? Að hagvöxtur er bærilegur og meiri en mjög víða? Að atvinnuleysi mældist 4,7% nú síðast? Að fleiri flytja nú til landsins en frá því? Að dregið hefur hraðar úr ójöfnuði hér á landi en nokkurs staðar á byggðu bóli? Að hvergi er minni hætta á fátækt og félagslegri einangrun? Að skuldir heimila hafa lækkað og eru nú svipaðar og árið 2007 sem hlutfall af landsframleiðslu? Að sanngjarnt veiðigjald hefur verið lagt á útgerðina sem fékk að njóta gengishruns krónunnar á kostnað heimilanna árum saman? Að lífeyrisforréttindi ráðherra, forseta, dómara og þingmanna hafa verið afnumin? Að bankarnir voru endurræstir fyrir 250 milljörðum króna lægri upphæð en upphaflega var gert ráð fyrir? Að ráðuneytum og ráðherrum hefur verið fækkað? Að ráðherrum og starfsmönnum stjórnarráðsins hafa verið settar siðareglur? Að gengið hefur verið lengra en nokkru sinni fyrr í lýðveldissögunni í endurskoðun stjórnarskrárinnar? Að í fjögur ár samfellt hefur jafnrétti hvergi mælst meira á byggðu bóli en á Íslandi? Að hafa fengið rammaáætlun um nýtingu og vernd landsvæða samþykkta eftir áralangt þref? Að hafa dregið hratt úr halla ríkissjóðs eftir hrun; úr 216 milljörðum árið 2008 í innan við 4 milljarða króna árið 2013. Hvar er þeirra eigin stefna? Þessi árangur er aðeins hluti þess sem áorkað hefur verið á kjörtímabilinu. Hann hefur ekkert með hefnd og hatur að gera heldur almannahagsmuni. Allir hugsandi menn vita að Jóhanna Sigurðardóttir varð forsætisráðherra fyrir fjórum árum vegna þess að hún hafði allan sinn feril talað fyrir almannahagsmunum og gegn sérhagsmunastjórnmálum. Allir hugsandi menn vita að nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar talar fyrir almannahagsmunum, berst fyrir grundvallargildum jafnaðarmanna og er ekki til sölu fyrir mikilvægustu stefnumál þeirra. Sem fyrr lætur hann ekki persónu sína þvælast fyrir í þeim efnum. Þess þarf nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar ekki. Þetta mega menn eins og Helgi Magnússon hafa í huga næst þegar hann og aðrir sjálfstæðismenn reyna að gera út á Samfyklinguna. Þeir ættu að skammast til að setja fram efnahagsmálastefnu sjálfir sem hægt er að ræða um við aðra. Jóhann Hauksson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Hauksson Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Við lifum tíma þar sem fréttaflutningur verður æ persónulegri og ágengari um einkahagi manna. Áhuginn á málefnum og hugmyndafræði virðist vera í öfugu hlutfalli við þetta. Þjóðmálaskýringar „the usual suspects" í fjölmiðlunum eftir nýafstaðið formannskjör í Samfylkingunni ber öll þessi einkenni. Má ég nefna dæmi. Sturla Böðvarsson fyrrum ráðherra á vegum Sjálfstæðisflokksins skrifar pistla í Pressuna. Beygður eftir hreingerningar núverandi ríkisstjórnar á hruni og subbuskap sjálfstæðismanna segir hann í síðasta pistli: „Vonandi tekst nýjum formanni Samfylkingarinnar, Árna Páli Árnasyni, að breyta aðstæðum á vettvangi stjórnmálanna og víkja frá arfleifð hefndar og haturs sem hefur ríkt í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur." Og bætir svo við: „Heift og hatur hefur ráðið för og árangur okkar sem þjóðar er eftir því. Tíma og fjármunum er sóað í gæluverkefni og meinlokur forustumanna stjórnarflokkanna sem ekkert koma við endurreisn. Lengst var gengið í Landsdómsmálinu þegar Geir H. Haarde var einn ákærður og Jóhanna Sigurðardóttir sem var ráðherra í ríkisstjórninni hjá Geir lagðist gegn því að ákæran gegn Geir yrði dregin til baka þegar tækifæri gafst." Sem sagt: Sturlu er ekki efst í huga uppbygging í kjölfar hruns í boði Sjálfstæðisflokksins heldur er honum efst í huga vinur og flokksbróðir sem hlaut áminnigu fyrir vanrækslu. Versta voðaverk Jóhönnu snéri að persónu Geirs H. Haarde. Fyrst eru það hagsmunir innvígðra og svo kemur að almenningi (kannski). Úlfar í sauðagæru Á Evrópuvaktinni hamast Styrmir Gunnarsson og Björn Bjarnason við að skapa sundrungu innan Samfylkingarinnar og etja Árna Páli gegn Jóhönnu, sitjandi forsætisráðherra og samherja hans. Þarf hann ekki að fá ráðherrastólinn sinn aftur í þrjá mánuði? Þreyttir eru þeir og vígamóðir karlarnir. En eru Styrmir, Björn, Helgi Magnússon og allir hinir sjálfstæðismennirnir ekki alveg mátulega miklir vinir Árna Páls meðan það hentar eða þar til Árni Páll herðir að þeim í ESB-málunum? Í Hádegismóum er Bjarni Benediktsson formaður Flokksins tekinn tali og hann túlkar orð nýkjörins formanns Samfylkingarinnar á þann veg að stjórnarflokkarnir hafi verið í stríði en ekki stjórnarandstaðan: „Það hefur ekki staðið á okkur í stjórnarandstöðunni að eiga samstarf um skynsamlegar lausnir." Það er nefnilega það. Skynsamlegar lausnir á skilmálum Flokksins? Á skilmálum gamla Íslands? Ég er æði hræddur um að refir Flokksins hafi misskilið nýjan formann Samfylkingarinnar eitthvað. Fyrir nú utan það að öfugmæli Bjarna formanns er eins tært og skiljanlegt og verða má. Það er varnarlið gamla Íslands í Sjálfstæðisflokknum sem sífellt kastar stríðshanskanum og leggur stein í götu nær allra mála. Þingflokkur hans nýtur stuðnings stofnana og samtaka í okkar litla þjóðfélagi sem enn eru fóðruð að innan með gildum hrunverja. Ég segi þetta og get ekki annað, viðbúinn því að Guðmundur Steingrímsson og Róbert Marshall segi með sínum nýja stíl og sínu nýja sniði að hér falli ég í sömu gömlu gryfju átakanna og menn vilja nú reyna að forðast. (Það er auðvitað kristilegt að rétta hinn vangann en hafa boðskap Hávamála um að gjalda líku líkt að engu.) Þeim, skal refsað Reynslan víða um heim er sú að ríkisstjórnum, sem taka við stjórnartaumum í miklum efnahagslægðum eða kreppum, er refsað af kjósendum. Niðurstöður fylgiskannanna koma að því leyti ekkert á óvart. En raunverulegum sökudólgum er einnig refsað; Sjálfstæðisflokkurinn mátti þola sína mestu niðurlægingu fyrr og síðar í þingkosningunum í apríl árið 2009. Fianna Fáil, einskonar sjálfstæðisflokkur Íra, hlaut aðeins liðlega 17 prósenta fylgi í þingkosningunum á Írlandi árið 2011 en hafði vanist því í 80 ár að vera með 40 til 50 prósenta fylgi og oftast nær með hönd á stjórnartaumunum. Árið 2013 eru Samfylkingin og VG í þeirri stöðu að vera stjórnarflokkar í furðu góðu efnahagsástandi í kjölfar hallæris sem lagður var grunnur að í valdatíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Fyrir það skal refsað. Ekki nóg með það, því svo virðist sem stjórnarflokkarnir þurfi ráðningu líkt og Sjáflstæðisflokkurinn 2009. Hver er þá raunveruleg sök núverandi stjórnarflokka, Samfylkingarinnar og VG? Að hagvöxtur er bærilegur og meiri en mjög víða? Að atvinnuleysi mældist 4,7% nú síðast? Að fleiri flytja nú til landsins en frá því? Að dregið hefur hraðar úr ójöfnuði hér á landi en nokkurs staðar á byggðu bóli? Að hvergi er minni hætta á fátækt og félagslegri einangrun? Að skuldir heimila hafa lækkað og eru nú svipaðar og árið 2007 sem hlutfall af landsframleiðslu? Að sanngjarnt veiðigjald hefur verið lagt á útgerðina sem fékk að njóta gengishruns krónunnar á kostnað heimilanna árum saman? Að lífeyrisforréttindi ráðherra, forseta, dómara og þingmanna hafa verið afnumin? Að bankarnir voru endurræstir fyrir 250 milljörðum króna lægri upphæð en upphaflega var gert ráð fyrir? Að ráðuneytum og ráðherrum hefur verið fækkað? Að ráðherrum og starfsmönnum stjórnarráðsins hafa verið settar siðareglur? Að gengið hefur verið lengra en nokkru sinni fyrr í lýðveldissögunni í endurskoðun stjórnarskrárinnar? Að í fjögur ár samfellt hefur jafnrétti hvergi mælst meira á byggðu bóli en á Íslandi? Að hafa fengið rammaáætlun um nýtingu og vernd landsvæða samþykkta eftir áralangt þref? Að hafa dregið hratt úr halla ríkissjóðs eftir hrun; úr 216 milljörðum árið 2008 í innan við 4 milljarða króna árið 2013. Hvar er þeirra eigin stefna? Þessi árangur er aðeins hluti þess sem áorkað hefur verið á kjörtímabilinu. Hann hefur ekkert með hefnd og hatur að gera heldur almannahagsmuni. Allir hugsandi menn vita að Jóhanna Sigurðardóttir varð forsætisráðherra fyrir fjórum árum vegna þess að hún hafði allan sinn feril talað fyrir almannahagsmunum og gegn sérhagsmunastjórnmálum. Allir hugsandi menn vita að nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar talar fyrir almannahagsmunum, berst fyrir grundvallargildum jafnaðarmanna og er ekki til sölu fyrir mikilvægustu stefnumál þeirra. Sem fyrr lætur hann ekki persónu sína þvælast fyrir í þeim efnum. Þess þarf nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar ekki. Þetta mega menn eins og Helgi Magnússon hafa í huga næst þegar hann og aðrir sjálfstæðismenn reyna að gera út á Samfyklinguna. Þeir ættu að skammast til að setja fram efnahagsmálastefnu sjálfir sem hægt er að ræða um við aðra. Jóhann Hauksson
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun