Poleksic neitar að hafa svindlað á Anfield 6. febrúar 2013 09:36 Vukasin Poleksic. Umtalaðasti markvörður heims þessa dagana er Vukasin Poleksic, fyrrum markvörður Debrecen, en honum á að hafa verið mútað fyrir Meistaradeildarleik liðsins gegn Liverpool árið 2009. Liverpool náði svo bara aðeins að skora eitt mark þannig að hið meinta svindl gekk ekki upp. Poleksic var dæmdur í tveggja ára bann fyrir að láta ekki vita af því að reynt hafi verið að múta honum fyrir leikinn gegn Liverpool og Fiorentina í Meistaradeildinni. Poleksic neitar því að tekist hafi að kaupa hann og biðst afsökunar á að hafa ekki látið yfirvöld vita. "Allir sem sáu leikinn gegn Liverpool vita að þessar ásakanir eru bill. Við töpuðum 1-0 og ég átti góðan leik. Varði maður gegn manni nokkrum sinnum. Ég skil ekki hvernig fólk getur sagt að ég hafi reynt að fá á mig viljandi mörk," segir Poleksic. "Það var ekkert athugavert við þennan leik. Ég var bara glaður að fá að spila á Anfield. Þetta var frábært kvöld fyrir mig og félagið." Poleksic er enn miður sín yfir því að hafa ekki látið yfirvöld vita af því er reynt var að "kaupa" hann fyrir leikinn gegn Fiorentina sem fór 4-3 fyrir ítalska liðið. "Það var hringt í mig viku eða tíu dögum fyrir leik. Það truflaði mína spilamennsku. Ég varð skíthræddur við að gera mistök því þá grunaði mig að ég færi að ásaka mig um eitthvað. Ég veit ekki hver það var sem hringdi í mig en ég sagðist ekki standa í slíku. Bað svo viðkomandi um að sleppa því að hringja í mig aftur. "Ég veit ekki hvaðan þessi maður var og ég gerði mistök með því að segja ekki neitt. Ég var ekki viss um hvort það hefði verið alvara með þessu símtali og þekkti fólkið ekkert þannig að ég sagði ekkert. Allir markverðir gera mistök en mín mistök voru að hringja ekki í lögregluna." Poleksic segist taka það inn á sig að fólk gruni hann um græsku í leiknum gegn Liverpool. "Þetta var stærsti leikur ferilsins. Ég hef alltaf haldið upp á Liverpool. Ég elska félagið og trúi því ekki sem er búið að segja um mig. Ég skipti um treyju við Pepe Reina eftir leik og sú treyja hangir enn upp á vegg heima hjá mér. Ég er það mikill aðdáandi. Mínar stærstu áhyggjur eru að fólk trúi því sem er verið að segja um mig." Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Umtalaðasti markvörður heims þessa dagana er Vukasin Poleksic, fyrrum markvörður Debrecen, en honum á að hafa verið mútað fyrir Meistaradeildarleik liðsins gegn Liverpool árið 2009. Liverpool náði svo bara aðeins að skora eitt mark þannig að hið meinta svindl gekk ekki upp. Poleksic var dæmdur í tveggja ára bann fyrir að láta ekki vita af því að reynt hafi verið að múta honum fyrir leikinn gegn Liverpool og Fiorentina í Meistaradeildinni. Poleksic neitar því að tekist hafi að kaupa hann og biðst afsökunar á að hafa ekki látið yfirvöld vita. "Allir sem sáu leikinn gegn Liverpool vita að þessar ásakanir eru bill. Við töpuðum 1-0 og ég átti góðan leik. Varði maður gegn manni nokkrum sinnum. Ég skil ekki hvernig fólk getur sagt að ég hafi reynt að fá á mig viljandi mörk," segir Poleksic. "Það var ekkert athugavert við þennan leik. Ég var bara glaður að fá að spila á Anfield. Þetta var frábært kvöld fyrir mig og félagið." Poleksic er enn miður sín yfir því að hafa ekki látið yfirvöld vita af því er reynt var að "kaupa" hann fyrir leikinn gegn Fiorentina sem fór 4-3 fyrir ítalska liðið. "Það var hringt í mig viku eða tíu dögum fyrir leik. Það truflaði mína spilamennsku. Ég varð skíthræddur við að gera mistök því þá grunaði mig að ég færi að ásaka mig um eitthvað. Ég veit ekki hver það var sem hringdi í mig en ég sagðist ekki standa í slíku. Bað svo viðkomandi um að sleppa því að hringja í mig aftur. "Ég veit ekki hvaðan þessi maður var og ég gerði mistök með því að segja ekki neitt. Ég var ekki viss um hvort það hefði verið alvara með þessu símtali og þekkti fólkið ekkert þannig að ég sagði ekkert. Allir markverðir gera mistök en mín mistök voru að hringja ekki í lögregluna." Poleksic segist taka það inn á sig að fólk gruni hann um græsku í leiknum gegn Liverpool. "Þetta var stærsti leikur ferilsins. Ég hef alltaf haldið upp á Liverpool. Ég elska félagið og trúi því ekki sem er búið að segja um mig. Ég skipti um treyju við Pepe Reina eftir leik og sú treyja hangir enn upp á vegg heima hjá mér. Ég er það mikill aðdáandi. Mínar stærstu áhyggjur eru að fólk trúi því sem er verið að segja um mig."
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira