Poleksic neitar að hafa svindlað á Anfield 6. febrúar 2013 09:36 Vukasin Poleksic. Umtalaðasti markvörður heims þessa dagana er Vukasin Poleksic, fyrrum markvörður Debrecen, en honum á að hafa verið mútað fyrir Meistaradeildarleik liðsins gegn Liverpool árið 2009. Liverpool náði svo bara aðeins að skora eitt mark þannig að hið meinta svindl gekk ekki upp. Poleksic var dæmdur í tveggja ára bann fyrir að láta ekki vita af því að reynt hafi verið að múta honum fyrir leikinn gegn Liverpool og Fiorentina í Meistaradeildinni. Poleksic neitar því að tekist hafi að kaupa hann og biðst afsökunar á að hafa ekki látið yfirvöld vita. "Allir sem sáu leikinn gegn Liverpool vita að þessar ásakanir eru bill. Við töpuðum 1-0 og ég átti góðan leik. Varði maður gegn manni nokkrum sinnum. Ég skil ekki hvernig fólk getur sagt að ég hafi reynt að fá á mig viljandi mörk," segir Poleksic. "Það var ekkert athugavert við þennan leik. Ég var bara glaður að fá að spila á Anfield. Þetta var frábært kvöld fyrir mig og félagið." Poleksic er enn miður sín yfir því að hafa ekki látið yfirvöld vita af því er reynt var að "kaupa" hann fyrir leikinn gegn Fiorentina sem fór 4-3 fyrir ítalska liðið. "Það var hringt í mig viku eða tíu dögum fyrir leik. Það truflaði mína spilamennsku. Ég varð skíthræddur við að gera mistök því þá grunaði mig að ég færi að ásaka mig um eitthvað. Ég veit ekki hver það var sem hringdi í mig en ég sagðist ekki standa í slíku. Bað svo viðkomandi um að sleppa því að hringja í mig aftur. "Ég veit ekki hvaðan þessi maður var og ég gerði mistök með því að segja ekki neitt. Ég var ekki viss um hvort það hefði verið alvara með þessu símtali og þekkti fólkið ekkert þannig að ég sagði ekkert. Allir markverðir gera mistök en mín mistök voru að hringja ekki í lögregluna." Poleksic segist taka það inn á sig að fólk gruni hann um græsku í leiknum gegn Liverpool. "Þetta var stærsti leikur ferilsins. Ég hef alltaf haldið upp á Liverpool. Ég elska félagið og trúi því ekki sem er búið að segja um mig. Ég skipti um treyju við Pepe Reina eftir leik og sú treyja hangir enn upp á vegg heima hjá mér. Ég er það mikill aðdáandi. Mínar stærstu áhyggjur eru að fólk trúi því sem er verið að segja um mig." Meistaradeild Evrópu Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Sjá meira
Umtalaðasti markvörður heims þessa dagana er Vukasin Poleksic, fyrrum markvörður Debrecen, en honum á að hafa verið mútað fyrir Meistaradeildarleik liðsins gegn Liverpool árið 2009. Liverpool náði svo bara aðeins að skora eitt mark þannig að hið meinta svindl gekk ekki upp. Poleksic var dæmdur í tveggja ára bann fyrir að láta ekki vita af því að reynt hafi verið að múta honum fyrir leikinn gegn Liverpool og Fiorentina í Meistaradeildinni. Poleksic neitar því að tekist hafi að kaupa hann og biðst afsökunar á að hafa ekki látið yfirvöld vita. "Allir sem sáu leikinn gegn Liverpool vita að þessar ásakanir eru bill. Við töpuðum 1-0 og ég átti góðan leik. Varði maður gegn manni nokkrum sinnum. Ég skil ekki hvernig fólk getur sagt að ég hafi reynt að fá á mig viljandi mörk," segir Poleksic. "Það var ekkert athugavert við þennan leik. Ég var bara glaður að fá að spila á Anfield. Þetta var frábært kvöld fyrir mig og félagið." Poleksic er enn miður sín yfir því að hafa ekki látið yfirvöld vita af því er reynt var að "kaupa" hann fyrir leikinn gegn Fiorentina sem fór 4-3 fyrir ítalska liðið. "Það var hringt í mig viku eða tíu dögum fyrir leik. Það truflaði mína spilamennsku. Ég varð skíthræddur við að gera mistök því þá grunaði mig að ég færi að ásaka mig um eitthvað. Ég veit ekki hver það var sem hringdi í mig en ég sagðist ekki standa í slíku. Bað svo viðkomandi um að sleppa því að hringja í mig aftur. "Ég veit ekki hvaðan þessi maður var og ég gerði mistök með því að segja ekki neitt. Ég var ekki viss um hvort það hefði verið alvara með þessu símtali og þekkti fólkið ekkert þannig að ég sagði ekkert. Allir markverðir gera mistök en mín mistök voru að hringja ekki í lögregluna." Poleksic segist taka það inn á sig að fólk gruni hann um græsku í leiknum gegn Liverpool. "Þetta var stærsti leikur ferilsins. Ég hef alltaf haldið upp á Liverpool. Ég elska félagið og trúi því ekki sem er búið að segja um mig. Ég skipti um treyju við Pepe Reina eftir leik og sú treyja hangir enn upp á vegg heima hjá mér. Ég er það mikill aðdáandi. Mínar stærstu áhyggjur eru að fólk trúi því sem er verið að segja um mig."
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Sjá meira