Glock og Kubica reynsluóku fyrir DTM Birgir Þór Harðarson skrifar 24. janúar 2013 22:45 Glock leið vel í bílstjórasæti BMW-bílsins. mynd/bimmertoday Þjóðverjinn Timo Glock hafði BMW M3 DTM-bíl til reynslu í Barcelona í dag en sagði á dögunum skilið við Formúlu 1. Glock fær ekki að aka fyrir Marussia í Formúlu 1 í ár og viðraði strax áhuga sinn á þýska götubílakappakstrinum. Enn er eitt sæti laust í liði BMW fyrir keppnistímabil ársins en hann gæti ekið við hlið meistara síðasta árs, Bruno Spengler hjá BMW Team Schnitzer í ár. „Fyrstu kynni mín af DTM voru mjög góð," sagði Glcok við fjölmiðla eftir reynsluaksturinn. „Það tók mig ekki langan tíma að kynnast bílnum og mér leið fljótt vel í honum." Robert Kubica reynsluók Mercedes-bíl við sama tilefni í Barcelona í dag. Hann hefur verið í stöðugri endurhæfingu síðan hann náði heilsu eftir slysið sem hann lenti í fyrir tveimur árum í rallýkeppni á Ítalíu. Þá var hann ökuþór Renault í Formúlu 1. Kubica ók 114 hringi í Barcelona og sagðist hafa liðið vel í bílnum og ekki kvartaði hann undan eymslum í hendinni. „Ég er mjög sáttur með árangur minn í dag og ég átti ekki í neinum erfiðleikum í bílnum," sagði Kubica. Toto Wolff, nýráðinn mótorsportstjóri Mercedes, sagði Kubica ekki enn vera fullkomlega heilan en var ánægður með að geta gefið honum tækifæri í kappakstursbíl með niðurtogi.(Uppfært 25. janúar) Timo Glock hefur verið ráðinn áttundi ökuþór BMW í DTM fyrir árið 2013. Þetta var staðfest í dag, föstudag.Robert Kubica var í fínu formi í Barcelona. Hann er þó ekki 100% heill. Formúla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Þjóðverjinn Timo Glock hafði BMW M3 DTM-bíl til reynslu í Barcelona í dag en sagði á dögunum skilið við Formúlu 1. Glock fær ekki að aka fyrir Marussia í Formúlu 1 í ár og viðraði strax áhuga sinn á þýska götubílakappakstrinum. Enn er eitt sæti laust í liði BMW fyrir keppnistímabil ársins en hann gæti ekið við hlið meistara síðasta árs, Bruno Spengler hjá BMW Team Schnitzer í ár. „Fyrstu kynni mín af DTM voru mjög góð," sagði Glcok við fjölmiðla eftir reynsluaksturinn. „Það tók mig ekki langan tíma að kynnast bílnum og mér leið fljótt vel í honum." Robert Kubica reynsluók Mercedes-bíl við sama tilefni í Barcelona í dag. Hann hefur verið í stöðugri endurhæfingu síðan hann náði heilsu eftir slysið sem hann lenti í fyrir tveimur árum í rallýkeppni á Ítalíu. Þá var hann ökuþór Renault í Formúlu 1. Kubica ók 114 hringi í Barcelona og sagðist hafa liðið vel í bílnum og ekki kvartaði hann undan eymslum í hendinni. „Ég er mjög sáttur með árangur minn í dag og ég átti ekki í neinum erfiðleikum í bílnum," sagði Kubica. Toto Wolff, nýráðinn mótorsportstjóri Mercedes, sagði Kubica ekki enn vera fullkomlega heilan en var ánægður með að geta gefið honum tækifæri í kappakstursbíl með niðurtogi.(Uppfært 25. janúar) Timo Glock hefur verið ráðinn áttundi ökuþór BMW í DTM fyrir árið 2013. Þetta var staðfest í dag, föstudag.Robert Kubica var í fínu formi í Barcelona. Hann er þó ekki 100% heill.
Formúla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira