Almennileg þriggja vasaklúta sýning Arndís Þórarinsdóttir skrifar 2. janúar 2013 12:00 Ólafur Darri og Hilmar í hlutverkum sínum. Leikhús. Mýs og menn. Höfundur: John Steinbeck. Þýðing: Ólafur Jóhann Sigurðsson. Helstu hlutverk: Ólafur Darri Ólafsson, Hilmar Guðjónsson og Álfrún Örnólfsdóttir. Leikstjóri: Jón Páll Eyjólfsson. Borgarleikhúsið. Jólasýning Borgarleikhússins í ár er Mýs og menn eftir John Steinbeck. Leikstjóri og dramatúrg sýningarinnar, nafnarnir Jón Páll Eyjólfsson og Jón Atli Jónasson, hafa umritað verkið nokkuð, t.d. hafa þeir lýst því í fjölmiðlum að vilja ekki hengja sig í ritunartíma sögunnar, saga farandverkamannanna George og hins vitgranna Lenny gæti gerst hvar sem er, menn í þeirra stöðu tilheyri alls ekki fortíðinni. Þannig liggur það á milli hluta hvar félagarnir vinna, það gæti verið hvers konar illa launuð stóriðja, frekar en stórbýli upprunalegu útgáfunnar. Í þessari staðleysutilraun gekk reyndar illa upp að breyta "negranum" Crooks í útlending af annarri kynslóð innflytjenda. Þetta var virðingarverð tilraun en sá andlegi farangur sem fylgir þrælahaldi suðurríkjanna verður illa fluttur yfir á (íslenskan) rasisma með því að skipta einu orði út fyrir annað. Þannig var ekkert vit í því í að "útlendingurinn" mætti ekki nota sama kamar og hinir eða sofa nálægt þeim. Og af því að ekki tókst að yfirfæra hatrið, framandleikann og kúgunina sannfærandi frá einum minnihlutahópi yfir á annan varð rödd útlendingsins hjáróma og þáttur hans í verkinu óljós. Einnig voru breytingar á lokaatriðinu ekki til bóta, þótt það hafi vissulega verið áhrifamikið. En sýningin er flott, missir aldrei dampinn og er í raun mjög trú upphaflega verkinu. Breytingarnar sem hafa verið gerðar eru smávægilegar þegar horft er til tilfinninganna sem urðu Steinbeck yrkisefni og þær skila sér svikalaust til áhorfenda. Uppfærsla á Músum og mönnum hangir alltaf á samspili aðalleikaranna tveggja. Fyrstan verður að nefna Lenny Ólafs Darra sem stígur fullskapaður fram eiginlega um leið og bárujárnstjaldið lyftist. Fjarskalega fín vinna þar sem hver augngota er úthugsuð og vel heppnuð. Það er ekki laust við að ugg setji að áhorfendum, hvort Hilmar Guðjónsson nái að halda í við félaga sinn á sviðinu, en hann veldur ekki vonbrigðum og vex í hlutverkinu með hverri mínútu. Líkamsmál þeirra og óyrt samskipti skiluðu áralangri sambúð áreynslulaust. Einungis eitt kvenhlutverk er í leiknum og fer Álfrún Örnólfsdóttir með hlutverk hinnar léttúðugu frúar sem öllu hleypir í bál og brand. Nokkuð skortir á raddbeitingu Álfrúnar, hún streðar merkjanlega við að láta kveða að raust sinni. Hún kom sakleysi frúarinnar vel til skila og lífsleiða hennar, en nokkuð skorti á daðurdrósina. Aðrir leikarar stóðu sig vel, Theodór Júlíusson var ágætur sem smælinginn Candy og Þórir Sæmundsson gladdi sem fautinn Curley. Leikmynd Ilmar Stefánsdóttur var stórfengleg, hún endurspeglaði aftur þessa óræðu stóriðju sem piltarnir unnu við, stórir sekkir mynduðu annars vegar hrikalegt landslag og hins vegar þröng híbýli verkamannanna. Lýsing Bjarnar Bergsteins Guðmundssonar var glæsileg og hljóðmynd Davíðs Þórs Jónssonar var mjög nostursamlega unnin, minnti á háværan véladyn á réttum stöðum án þess að drekkja áhorfendum í hávaða. Mýs og menn er leikverk sem er beinlínis skrifað til að koma út tárunum á áhorfendum. Í meðförum hóps listamanna sem getur sagt langa sögu með orðalausri tannburstun - þá eru tárin einhvers virði, frekar en afleiðing af merkingarsnauðu melódrama. Niðurstaða: Alvörustórsýning á klassísku verki. Svona á jólagóðgæti atvinnuleikhúss að vera. Gagnrýni Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Leikhús. Mýs og menn. Höfundur: John Steinbeck. Þýðing: Ólafur Jóhann Sigurðsson. Helstu hlutverk: Ólafur Darri Ólafsson, Hilmar Guðjónsson og Álfrún Örnólfsdóttir. Leikstjóri: Jón Páll Eyjólfsson. Borgarleikhúsið. Jólasýning Borgarleikhússins í ár er Mýs og menn eftir John Steinbeck. Leikstjóri og dramatúrg sýningarinnar, nafnarnir Jón Páll Eyjólfsson og Jón Atli Jónasson, hafa umritað verkið nokkuð, t.d. hafa þeir lýst því í fjölmiðlum að vilja ekki hengja sig í ritunartíma sögunnar, saga farandverkamannanna George og hins vitgranna Lenny gæti gerst hvar sem er, menn í þeirra stöðu tilheyri alls ekki fortíðinni. Þannig liggur það á milli hluta hvar félagarnir vinna, það gæti verið hvers konar illa launuð stóriðja, frekar en stórbýli upprunalegu útgáfunnar. Í þessari staðleysutilraun gekk reyndar illa upp að breyta "negranum" Crooks í útlending af annarri kynslóð innflytjenda. Þetta var virðingarverð tilraun en sá andlegi farangur sem fylgir þrælahaldi suðurríkjanna verður illa fluttur yfir á (íslenskan) rasisma með því að skipta einu orði út fyrir annað. Þannig var ekkert vit í því í að "útlendingurinn" mætti ekki nota sama kamar og hinir eða sofa nálægt þeim. Og af því að ekki tókst að yfirfæra hatrið, framandleikann og kúgunina sannfærandi frá einum minnihlutahópi yfir á annan varð rödd útlendingsins hjáróma og þáttur hans í verkinu óljós. Einnig voru breytingar á lokaatriðinu ekki til bóta, þótt það hafi vissulega verið áhrifamikið. En sýningin er flott, missir aldrei dampinn og er í raun mjög trú upphaflega verkinu. Breytingarnar sem hafa verið gerðar eru smávægilegar þegar horft er til tilfinninganna sem urðu Steinbeck yrkisefni og þær skila sér svikalaust til áhorfenda. Uppfærsla á Músum og mönnum hangir alltaf á samspili aðalleikaranna tveggja. Fyrstan verður að nefna Lenny Ólafs Darra sem stígur fullskapaður fram eiginlega um leið og bárujárnstjaldið lyftist. Fjarskalega fín vinna þar sem hver augngota er úthugsuð og vel heppnuð. Það er ekki laust við að ugg setji að áhorfendum, hvort Hilmar Guðjónsson nái að halda í við félaga sinn á sviðinu, en hann veldur ekki vonbrigðum og vex í hlutverkinu með hverri mínútu. Líkamsmál þeirra og óyrt samskipti skiluðu áralangri sambúð áreynslulaust. Einungis eitt kvenhlutverk er í leiknum og fer Álfrún Örnólfsdóttir með hlutverk hinnar léttúðugu frúar sem öllu hleypir í bál og brand. Nokkuð skortir á raddbeitingu Álfrúnar, hún streðar merkjanlega við að láta kveða að raust sinni. Hún kom sakleysi frúarinnar vel til skila og lífsleiða hennar, en nokkuð skorti á daðurdrósina. Aðrir leikarar stóðu sig vel, Theodór Júlíusson var ágætur sem smælinginn Candy og Þórir Sæmundsson gladdi sem fautinn Curley. Leikmynd Ilmar Stefánsdóttur var stórfengleg, hún endurspeglaði aftur þessa óræðu stóriðju sem piltarnir unnu við, stórir sekkir mynduðu annars vegar hrikalegt landslag og hins vegar þröng híbýli verkamannanna. Lýsing Bjarnar Bergsteins Guðmundssonar var glæsileg og hljóðmynd Davíðs Þórs Jónssonar var mjög nostursamlega unnin, minnti á háværan véladyn á réttum stöðum án þess að drekkja áhorfendum í hávaða. Mýs og menn er leikverk sem er beinlínis skrifað til að koma út tárunum á áhorfendum. Í meðförum hóps listamanna sem getur sagt langa sögu með orðalausri tannburstun - þá eru tárin einhvers virði, frekar en afleiðing af merkingarsnauðu melódrama. Niðurstaða: Alvörustórsýning á klassísku verki. Svona á jólagóðgæti atvinnuleikhúss að vera.
Gagnrýni Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira