Meðferð kvörtunarmála Geir Gunnlaugsson skrifar 29. desember 2012 08:00 Þriðja dag jóla birtist í leiðaraopnu Fréttablaðsins grein Árna Richards Árnasonar um málsmeðferð landlæknis á kvörtun hans til embættisins árið 2009. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Árni ber skoðanir sínar á borð fyrir landsmenn og efni hennar því flestum kunnugt. Eðli málsins samkvæmt getur landlæknir ekki fjallað efnislega um kvörtun Árna þar sem mál hans er enn í skoðun. Aftur á móti er í framhaldi greinar Árna Richards full ástæða til að lýsa fyrir lesendum málsmeðferð kvartana hjá Embætti landlæknis. Samkvæmt 12. grein laga um landlækni og lýðheilsu er heimilt „að beina formlegri kvörtun til landlæknis vegna meintrar vanrækslu og mistaka við veitingu heilbrigðisþjónustu. Þá er notendum heilbrigðisþjónustunnar jafnframt heimilt að bera fram formlega kvörtun til landlæknis telji þeir að framkoma heilbrigðisstarfsmanna við veitingu heilbrigðisþjónustu hafi verið ótilhlýðileg. Kvörtun skal vera skrifleg og þar skal koma skýrt fram hvert sé tilefni hennar."Þverfaglegt teymi Þegar kvörtun berst Embætti landlæknis fer hún fyrir þverfaglegt teymi heilbrigðisstarfsmanna og lögfræðinga sem greinir efni kvörtunarinnar og að hverjum hún beinist, heilbrigðisstarfsmanni, einum eða fleiri, eða stofnun. Kvartanda er send staðfesting á að kvörtun hans sé móttekin og úrvinnsla hennar fari í skilgreint ferli. Kvörtunin er síðan send þeim sem hún beinist að og hann beðinn um að gera grein fyrir málsatvikum og sínum sjónarmiðum. Aflað er allra nauðsynlegra gagna er varða málið. Umsögn óháðs sérfræðings um efni kvörtunarinnar og málavexti er mikilvægur hluti hinnar faglegu úrvinnslu. Hún er eftir því sem við á rituð af sérfræðingum sem starfa við embættið eða leitað er til sérfræðinga utan þess. Ætíð er metið hæfi þeirra sem fá málið til faglegrar úrvinnslu samkvæmt ákvæðum laga um stjórnsýslu. Þegar sérfræðingar hafa komist að niðurstöðu og skilað umsögnum eru þær sendar bæði til kvartanda og þess sem kvörtunin beinist að þannig að þeir hafi tök á að koma andmælum á framfæri telji þeir þörf á. Þau rök sem fram koma í andmælunum eru tekin til skoðunar og metið hvort þau hafi áhrif á álit landlæknis, sem hann ritar að lokinni málsmeðferð. Álitið er sent til allra aðila. Samkvæmt lögum geta þeir kært málsmeðferð embættisins til velferðarráðuneytisins en ekki hina efnislegu niðurstöðu embættisins í málinu. Starfsfólk embættisins vinnur úr kvörtunarmálum ítarlega og faglega með lögfræðilegri ráðgjöf um rétta og sanngjarna málsmeðferð.Óvíst um fullkomna sátt Það er augljóst að óvíst er að fullkomin sátt verði um niðurstöðu jafn flókinnar málsmeðferðar og hér er lýst. Málsaðili getur einatt fundið hjá sér ástæðu til að vera ósáttur við niðurstöðuna, hvort sem hann er heilbrigðisstarfsmaður sem kvartað er undan eða sá sem kvartar. Í þessu samhengi vill landlæknir leggja áherslu á að starfsmenn embættisins og þeir sérfræðingar sem embættið leitar til leggja sig alla fram um að vinna heiðarlega og af trúmennsku við úrvinnslu allra kvartana. Aftur á móti er mikil hætta á að æ erfiðara verði að fá sérfræðinga hér á landi til að taka að sér að gefa álit á flóknum læknisfræðilegum úrlausnarefnum ef þeir eiga von á að fá yfir sig ásakanir á borð við þær sem Árni Richard hefur í frammi í Fréttablaðinu nú 27. desember. Landlæknir kveinkar sér ekki undan málefnalegri umræðu um störf embættisins. Uppbyggileg gagnrýni getur stutt viðleitni starfsmanna til að gera gott starf betra. Ásakanir um gróf mannréttindabrot af hálfu embættisins dæma sig aftur á móti sjálfar. Þær endurspegla þó eðli þeirra flóknu viðfangsefna sem starfsmenn embættisins og álitsgjafar þess eru að glíma við á hverjum degi. Landlæknir fullvissar landsmenn um að í þeirri vinnu hefur hann, starfsmenn embættisins og álitsgjafar þess það eitt að leiðarljósi að vinna af trúmennsku og heiðarleika í samræmi við lögbundið hlutverk embættisins, í þágu lands og þjóðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Þriðja dag jóla birtist í leiðaraopnu Fréttablaðsins grein Árna Richards Árnasonar um málsmeðferð landlæknis á kvörtun hans til embættisins árið 2009. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Árni ber skoðanir sínar á borð fyrir landsmenn og efni hennar því flestum kunnugt. Eðli málsins samkvæmt getur landlæknir ekki fjallað efnislega um kvörtun Árna þar sem mál hans er enn í skoðun. Aftur á móti er í framhaldi greinar Árna Richards full ástæða til að lýsa fyrir lesendum málsmeðferð kvartana hjá Embætti landlæknis. Samkvæmt 12. grein laga um landlækni og lýðheilsu er heimilt „að beina formlegri kvörtun til landlæknis vegna meintrar vanrækslu og mistaka við veitingu heilbrigðisþjónustu. Þá er notendum heilbrigðisþjónustunnar jafnframt heimilt að bera fram formlega kvörtun til landlæknis telji þeir að framkoma heilbrigðisstarfsmanna við veitingu heilbrigðisþjónustu hafi verið ótilhlýðileg. Kvörtun skal vera skrifleg og þar skal koma skýrt fram hvert sé tilefni hennar."Þverfaglegt teymi Þegar kvörtun berst Embætti landlæknis fer hún fyrir þverfaglegt teymi heilbrigðisstarfsmanna og lögfræðinga sem greinir efni kvörtunarinnar og að hverjum hún beinist, heilbrigðisstarfsmanni, einum eða fleiri, eða stofnun. Kvartanda er send staðfesting á að kvörtun hans sé móttekin og úrvinnsla hennar fari í skilgreint ferli. Kvörtunin er síðan send þeim sem hún beinist að og hann beðinn um að gera grein fyrir málsatvikum og sínum sjónarmiðum. Aflað er allra nauðsynlegra gagna er varða málið. Umsögn óháðs sérfræðings um efni kvörtunarinnar og málavexti er mikilvægur hluti hinnar faglegu úrvinnslu. Hún er eftir því sem við á rituð af sérfræðingum sem starfa við embættið eða leitað er til sérfræðinga utan þess. Ætíð er metið hæfi þeirra sem fá málið til faglegrar úrvinnslu samkvæmt ákvæðum laga um stjórnsýslu. Þegar sérfræðingar hafa komist að niðurstöðu og skilað umsögnum eru þær sendar bæði til kvartanda og þess sem kvörtunin beinist að þannig að þeir hafi tök á að koma andmælum á framfæri telji þeir þörf á. Þau rök sem fram koma í andmælunum eru tekin til skoðunar og metið hvort þau hafi áhrif á álit landlæknis, sem hann ritar að lokinni málsmeðferð. Álitið er sent til allra aðila. Samkvæmt lögum geta þeir kært málsmeðferð embættisins til velferðarráðuneytisins en ekki hina efnislegu niðurstöðu embættisins í málinu. Starfsfólk embættisins vinnur úr kvörtunarmálum ítarlega og faglega með lögfræðilegri ráðgjöf um rétta og sanngjarna málsmeðferð.Óvíst um fullkomna sátt Það er augljóst að óvíst er að fullkomin sátt verði um niðurstöðu jafn flókinnar málsmeðferðar og hér er lýst. Málsaðili getur einatt fundið hjá sér ástæðu til að vera ósáttur við niðurstöðuna, hvort sem hann er heilbrigðisstarfsmaður sem kvartað er undan eða sá sem kvartar. Í þessu samhengi vill landlæknir leggja áherslu á að starfsmenn embættisins og þeir sérfræðingar sem embættið leitar til leggja sig alla fram um að vinna heiðarlega og af trúmennsku við úrvinnslu allra kvartana. Aftur á móti er mikil hætta á að æ erfiðara verði að fá sérfræðinga hér á landi til að taka að sér að gefa álit á flóknum læknisfræðilegum úrlausnarefnum ef þeir eiga von á að fá yfir sig ásakanir á borð við þær sem Árni Richard hefur í frammi í Fréttablaðinu nú 27. desember. Landlæknir kveinkar sér ekki undan málefnalegri umræðu um störf embættisins. Uppbyggileg gagnrýni getur stutt viðleitni starfsmanna til að gera gott starf betra. Ásakanir um gróf mannréttindabrot af hálfu embættisins dæma sig aftur á móti sjálfar. Þær endurspegla þó eðli þeirra flóknu viðfangsefna sem starfsmenn embættisins og álitsgjafar þess eru að glíma við á hverjum degi. Landlæknir fullvissar landsmenn um að í þeirri vinnu hefur hann, starfsmenn embættisins og álitsgjafar þess það eitt að leiðarljósi að vinna af trúmennsku og heiðarleika í samræmi við lögbundið hlutverk embættisins, í þágu lands og þjóðar.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar