Með fulla trú á sjálfum sér Pawel Bartoszek skrifar 14. desember 2012 06:00 Fréttastofa RÚV færði okkur fréttir af því í vikunni að fólk treysti fréttastofu RÚV betur en öðrum fréttastofum. Þar var vitnað í könnun rannsóknarfyrirtækisins MMR á trausti almennings til helstu fjölmiðla. Það er spurning: Er það traustvekjandi ef fjölmiðill telur það fréttnæmt að aðrir telji hann traustsins verðan? Ef til vill mætti líta fram hjá hóflegu magni sjálfshóls á þessum vinnustað sem öðrum. Flestir vilja, jú, monta sig aðeins og niðurstaða úr skoðanakönnun sem þessari er kannski réttmætt fréttaefni, allavega í samanburði við annað sem ratar í fréttir hérlendis. Ég meina, fyrsta frétt sama kvöld fjallaði til dæmis um það að lögreglan hefði leyst upp ólöglegan pókerklúbb. Kannski er því ekki svo galið að fjalla um traust til fjölmiðla. En þetta er samt auðvitað bara markaðsrannsókn. Hún mælir ekki hvað er satt, heldur hvað fólk heldur að sé satt. Þótt „almenningur" telji tryggingarfélag traust, því það er „gamalt og rótgróið", þýðir það ekki í sjálfu sér að reksturinn standi traustum fótum. Til gamans: Sú fréttastöð sem nýtur mests trausts í Bandaríkjunum heitir „Fox News".Þurfum að spyrja En ef við teljum fréttir af trausti fólks til frétta vera fréttir í sjálfu sér þá þurfum við að spyrja okkur eftirfarandi spurningar: Myndi fréttastofa RÚV segja frá því að samkvæmt könnun MMR væri traust til fréttastofu RÚV í sögulegu lágmarki? Ef við getum ekki svarað þessu hiklaust með jái þá liggur vandamálið fyrir. Í fréttum miðvikudagsins var til dæmis fullyrt að traust til fréttastofu RÚV væri að aukast, enda hafði það hækkað úr 71,5% í 75,3%. Miðað við það úrtak sem tiltekið var í könnun MMR virðist mér raunar ekki vera hægt að fullyrða með 95% vissu að traustið hafi í raun hækkað. Þetta er í daglegu tali orðað þannig að munurinn sé „innan skekkjumarka". En að minnsta kosti einu sinni frá því að mælingar MMR hófust hefur orðið marktæk lækkun á fjölda þeirra sem bera mikið eða frekar mikið traust til RÚV. Í maí 2009 mældist traustið 69,9% og hafði lækkað úr 82,1% í desember 2008. Hver var fyrirsögnin á RÚV þá? Jú: „Fréttastofa RÚV nýtur mests trausts." Í fréttinni sagði: „Um 70% aðspurðra segjast bera mikið traust til fréttastofu RÚV, og er það nærri tvöfalt fleiri en segjast bera mikið traust til fréttastofu Stöðvar 2." Loks var reyndar tæpt á því að „nokkuð færri sögðust bera mikið traust til fjölmiðlanna" en í fyrri könnun. Traust til fjölmiðla almennt. Ekkert minnst á það í þetta skiptið að traust til RÚV hefði minnkað umtalsvert.Yndislega fyrirsjáanlegt Sjáum fyrir okkur fréttastofu sem birtir fyrirsagnir á borð við: „Sjálfstæðisflokkurinn mælist hæstur" eða „Fylgi Sjálfstæðisflokksins eykst" en þegir þá sjaldan sem hvorugt á við. Slík fréttastofa væri talin hlutdræg þegar kæmi að umfjöllun um Sjálfstæðisflokkinn. Á sama hátt er fréttastofa RÚV hlutdræg þegar kemur að umfjöllun um fréttastofu RÚV. Nú er fréttastofa RÚV kannski ekki öðrum verri. Það ágæta blað sem ég fæ að skrifa í og það fyrirtæki sem það heyrir undir flytja líka fréttir af eigin velgengni. Sé leitað að orðunum „lestur Fréttablaðsins" á netinu eru fyrstu fréttir af Vísi.is með fyrirsögnum á borð við „Mikið forskot Fréttablaðsins" og „Fréttablaðið með yfirburðastöðu". Síðan kemur reyndar ein frétt af mbl.is: „Lestur á Fréttablaðinu minnkar." Allt þetta er nú svo yndislega fyrirsjáanlegt að það er næstum því krúttlegt. Eigin velgengni er fréttnæm, hrakfarir annarra einnig en ekki annað. En þótt fréttastofa RÚV sé ekki verri, er það nóg? Ætti hún ekki að vera betri? Er hún ekki svo traust? Ég myndi treysta betur fréttastofu sem léti vera að birta jákvæðar fréttir um sjálfa sig, þótt hún gæti það. Ég skoðaði raunar nokkrar erlendar fréttir af trausti til fjölmiðla. Í þeim tilfellum sem ríkisfjölmiðlar fjölluðu um eigið ágæti var það oft gert undir liðnum „fréttatilkynningar". Enda eru þetta auðvitað fréttatilkynningar. Fréttatilkynningar sem vill svo til að samdar eru af fréttastofum. Og því hættir mönnum til að líta á þær sem fréttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Fréttastofa RÚV færði okkur fréttir af því í vikunni að fólk treysti fréttastofu RÚV betur en öðrum fréttastofum. Þar var vitnað í könnun rannsóknarfyrirtækisins MMR á trausti almennings til helstu fjölmiðla. Það er spurning: Er það traustvekjandi ef fjölmiðill telur það fréttnæmt að aðrir telji hann traustsins verðan? Ef til vill mætti líta fram hjá hóflegu magni sjálfshóls á þessum vinnustað sem öðrum. Flestir vilja, jú, monta sig aðeins og niðurstaða úr skoðanakönnun sem þessari er kannski réttmætt fréttaefni, allavega í samanburði við annað sem ratar í fréttir hérlendis. Ég meina, fyrsta frétt sama kvöld fjallaði til dæmis um það að lögreglan hefði leyst upp ólöglegan pókerklúbb. Kannski er því ekki svo galið að fjalla um traust til fjölmiðla. En þetta er samt auðvitað bara markaðsrannsókn. Hún mælir ekki hvað er satt, heldur hvað fólk heldur að sé satt. Þótt „almenningur" telji tryggingarfélag traust, því það er „gamalt og rótgróið", þýðir það ekki í sjálfu sér að reksturinn standi traustum fótum. Til gamans: Sú fréttastöð sem nýtur mests trausts í Bandaríkjunum heitir „Fox News".Þurfum að spyrja En ef við teljum fréttir af trausti fólks til frétta vera fréttir í sjálfu sér þá þurfum við að spyrja okkur eftirfarandi spurningar: Myndi fréttastofa RÚV segja frá því að samkvæmt könnun MMR væri traust til fréttastofu RÚV í sögulegu lágmarki? Ef við getum ekki svarað þessu hiklaust með jái þá liggur vandamálið fyrir. Í fréttum miðvikudagsins var til dæmis fullyrt að traust til fréttastofu RÚV væri að aukast, enda hafði það hækkað úr 71,5% í 75,3%. Miðað við það úrtak sem tiltekið var í könnun MMR virðist mér raunar ekki vera hægt að fullyrða með 95% vissu að traustið hafi í raun hækkað. Þetta er í daglegu tali orðað þannig að munurinn sé „innan skekkjumarka". En að minnsta kosti einu sinni frá því að mælingar MMR hófust hefur orðið marktæk lækkun á fjölda þeirra sem bera mikið eða frekar mikið traust til RÚV. Í maí 2009 mældist traustið 69,9% og hafði lækkað úr 82,1% í desember 2008. Hver var fyrirsögnin á RÚV þá? Jú: „Fréttastofa RÚV nýtur mests trausts." Í fréttinni sagði: „Um 70% aðspurðra segjast bera mikið traust til fréttastofu RÚV, og er það nærri tvöfalt fleiri en segjast bera mikið traust til fréttastofu Stöðvar 2." Loks var reyndar tæpt á því að „nokkuð færri sögðust bera mikið traust til fjölmiðlanna" en í fyrri könnun. Traust til fjölmiðla almennt. Ekkert minnst á það í þetta skiptið að traust til RÚV hefði minnkað umtalsvert.Yndislega fyrirsjáanlegt Sjáum fyrir okkur fréttastofu sem birtir fyrirsagnir á borð við: „Sjálfstæðisflokkurinn mælist hæstur" eða „Fylgi Sjálfstæðisflokksins eykst" en þegir þá sjaldan sem hvorugt á við. Slík fréttastofa væri talin hlutdræg þegar kæmi að umfjöllun um Sjálfstæðisflokkinn. Á sama hátt er fréttastofa RÚV hlutdræg þegar kemur að umfjöllun um fréttastofu RÚV. Nú er fréttastofa RÚV kannski ekki öðrum verri. Það ágæta blað sem ég fæ að skrifa í og það fyrirtæki sem það heyrir undir flytja líka fréttir af eigin velgengni. Sé leitað að orðunum „lestur Fréttablaðsins" á netinu eru fyrstu fréttir af Vísi.is með fyrirsögnum á borð við „Mikið forskot Fréttablaðsins" og „Fréttablaðið með yfirburðastöðu". Síðan kemur reyndar ein frétt af mbl.is: „Lestur á Fréttablaðinu minnkar." Allt þetta er nú svo yndislega fyrirsjáanlegt að það er næstum því krúttlegt. Eigin velgengni er fréttnæm, hrakfarir annarra einnig en ekki annað. En þótt fréttastofa RÚV sé ekki verri, er það nóg? Ætti hún ekki að vera betri? Er hún ekki svo traust? Ég myndi treysta betur fréttastofu sem léti vera að birta jákvæðar fréttir um sjálfa sig, þótt hún gæti það. Ég skoðaði raunar nokkrar erlendar fréttir af trausti til fjölmiðla. Í þeim tilfellum sem ríkisfjölmiðlar fjölluðu um eigið ágæti var það oft gert undir liðnum „fréttatilkynningar". Enda eru þetta auðvitað fréttatilkynningar. Fréttatilkynningar sem vill svo til að samdar eru af fréttastofum. Og því hættir mönnum til að líta á þær sem fréttir.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun