Saga um sögur um sögur Jón Yngvi Jóhannsson skrifar 11. desember 2012 11:00 Fjarveran eftir Braga Ólafsson. Bækur. Fjarveran. Bragi Ólafsson. Mál og menning. Nýjasta skáldsaga Braga Ólafssonar, Fjarvera, er nokkuð einkennileg í laginu og hún teygir anga sína víða. Samt er ekki laust við að lesandi geti fengið ákveðna innilokunarkennd við lesturinn. Sagan er, eins og flest verk Braga, uppfull af tilvísunum í aðra bókmenntatexta, í tónlist og myndlist. Innilokunarkenndin getur stafað að því að mjög stór hluti þeirra tilvísana í önnur verk sem birtast í textanum eru í fyrri verk Braga sjálfs. Aðalsöguhetja Fjarveru, málfræðingurinn og prófarkalesarinn Ármann, er þannig lesendum Braga að góðu kunnur úr Gæludýrunum, skáldsögu Braga frá árinu 2001. Sögumaður þeirrar sögu, Emil S. Halldórsson, sá sem faldi sig svo eftirminnilega undir rúmi nær alla söguna, kemur hér einnig við sögu auk persóna úr Sendiherranum, Handritinu að kvikmynd Arnar Featherby og Jóns Magnússonar um uppnámið á veitingahúsinu eftir Jenny Alexson og fleiri skáldverkum Braga. En þótt Fjarvera sé í einhverjum skilningi framhald á Gæludýrunum verður lesandi litlu nær um örlög Emils eftir að dvöl hans undir rúminu lýkur og það sama á við um persónur úr öðrum verkum. Hér er safnað saman ótal lausum endum úr fyrri verkum, en þeir eru ekki hnýttir eða gengið frá þeim heldur verða til enn fleiri lausir endar. Skáldsögur Braga eru smám saman að verða að sjálfstæðum skáldskaparheimi þar sem sömu persónurnar ganga inn og út úr einstökum sögum, rekast hver á aðra og grípa inn í líf hver annarrar. Fjarvera er svolítið eins og ættarmót þar sem safnast saman persónur annarra bóka Braga, án þess að þær eigi endilega allar skýrt eða ákveðið erindi. Einstakir kaflar sögunnar bera mörg bestu höfundareinkenni Braga. Hér eru neyðarlegar uppákomur þar sem er teygt á frásögninni og tímanum þar til fer að reyna á bæði þolrif og hláturtaugar lesanda, og samtöl sem vega salt á milli hins fáránlega og hversdagslega. Á hinn bóginn eru hér líka kaflar sem hreyfa furðu lítið við lesanda. Sjálfssögur eða metaskáldskapur kallast sögur sem fjalla um eigin bókmenntaleika. Fjarvera er slík saga, hún fjallar um skáldskap og tilurð hans og á í margvíslegri samræðu við aðra texta. Sjálfssögur einkennast iðulega af leik og húmor, hvorttveggja er að finna í Fjarveru, en þrátt fyrir glimrandi góða kafla þá er sagan sem heild ákveðin vonbrigði. Eins og í mörgum fyrri verkum Braga er lesandinn teymdur í ýmsar áttir sem flestar reynast vera blindgötur, en ferðalagið um það völundarhús er ekki jafn kitlandi og spennandi og oft áður. Niðurstaða: Saga um sögur þar sem persónur og viðfangsefni úr fyrri sögum höfundar birtast á fjölbreyttan hátt. Gagnrýni Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bækur. Fjarveran. Bragi Ólafsson. Mál og menning. Nýjasta skáldsaga Braga Ólafssonar, Fjarvera, er nokkuð einkennileg í laginu og hún teygir anga sína víða. Samt er ekki laust við að lesandi geti fengið ákveðna innilokunarkennd við lesturinn. Sagan er, eins og flest verk Braga, uppfull af tilvísunum í aðra bókmenntatexta, í tónlist og myndlist. Innilokunarkenndin getur stafað að því að mjög stór hluti þeirra tilvísana í önnur verk sem birtast í textanum eru í fyrri verk Braga sjálfs. Aðalsöguhetja Fjarveru, málfræðingurinn og prófarkalesarinn Ármann, er þannig lesendum Braga að góðu kunnur úr Gæludýrunum, skáldsögu Braga frá árinu 2001. Sögumaður þeirrar sögu, Emil S. Halldórsson, sá sem faldi sig svo eftirminnilega undir rúmi nær alla söguna, kemur hér einnig við sögu auk persóna úr Sendiherranum, Handritinu að kvikmynd Arnar Featherby og Jóns Magnússonar um uppnámið á veitingahúsinu eftir Jenny Alexson og fleiri skáldverkum Braga. En þótt Fjarvera sé í einhverjum skilningi framhald á Gæludýrunum verður lesandi litlu nær um örlög Emils eftir að dvöl hans undir rúminu lýkur og það sama á við um persónur úr öðrum verkum. Hér er safnað saman ótal lausum endum úr fyrri verkum, en þeir eru ekki hnýttir eða gengið frá þeim heldur verða til enn fleiri lausir endar. Skáldsögur Braga eru smám saman að verða að sjálfstæðum skáldskaparheimi þar sem sömu persónurnar ganga inn og út úr einstökum sögum, rekast hver á aðra og grípa inn í líf hver annarrar. Fjarvera er svolítið eins og ættarmót þar sem safnast saman persónur annarra bóka Braga, án þess að þær eigi endilega allar skýrt eða ákveðið erindi. Einstakir kaflar sögunnar bera mörg bestu höfundareinkenni Braga. Hér eru neyðarlegar uppákomur þar sem er teygt á frásögninni og tímanum þar til fer að reyna á bæði þolrif og hláturtaugar lesanda, og samtöl sem vega salt á milli hins fáránlega og hversdagslega. Á hinn bóginn eru hér líka kaflar sem hreyfa furðu lítið við lesanda. Sjálfssögur eða metaskáldskapur kallast sögur sem fjalla um eigin bókmenntaleika. Fjarvera er slík saga, hún fjallar um skáldskap og tilurð hans og á í margvíslegri samræðu við aðra texta. Sjálfssögur einkennast iðulega af leik og húmor, hvorttveggja er að finna í Fjarveru, en þrátt fyrir glimrandi góða kafla þá er sagan sem heild ákveðin vonbrigði. Eins og í mörgum fyrri verkum Braga er lesandinn teymdur í ýmsar áttir sem flestar reynast vera blindgötur, en ferðalagið um það völundarhús er ekki jafn kitlandi og spennandi og oft áður. Niðurstaða: Saga um sögur þar sem persónur og viðfangsefni úr fyrri sögum höfundar birtast á fjölbreyttan hátt.
Gagnrýni Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira