Vernd barna óháð landamærum Halla Gunnarsdóttir skrifar 8. desember 2012 08:00 Síðastliðið sumar voru gerðar breytingar á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Breytingarnar létu ekki mikið yfir sér en fólu í sér þýðingarmikið skref í alþjóðlegri baráttu gegn ofbeldi gegn börnum. Þar á meðal var gerð sú breyting að mögulegt er að sækja til saka íslenskan ríkisborgara eða einstakling sem býr hér á landi fyrir brot gegn barni utan landsteinanna, óháð því hvort brotið sætir refsingu í því landi sem það er framið.En hvað þýðir þetta í reynd? Ímyndum okkur íslenskan mann sem ferðast til Kambódíu og kaupir þar vændi af barni. Löggæsluyfirvöld í Kambódíu eru máttlaus þegar kemur að því að takast á við vændi, mansal og misnotkun á börnum og konum en allt er þetta afar útbreitt í landinu. Landlæg spilling er meðal orsaka. Íslendingurinn þarf fyrir vikið í engu að óttast að vera sóttur til saka fyrir brot sitt. Í versta falli gæti hann greitt lögreglunni smáaura og verið laus allra mála. Glæpur hans felur hins vegar í sér brot á alþjóðlegum sáttmálum um réttindi barna, jafnt sem íslenskum lögum og á þeim grunni getur hann átt yfir höfði sér lögreglurannsókn á Íslandi, komist íslensk lögregluyfirvöld á snoðir um glæpinn. Þessi löggjöf er ekki gripin úr lausu lofti. Hún er liður í fullgildingu Íslands á Sáttmála Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og kynferðislegri misneytingu gegn börnum. Sáttmálinn, sem er kenndur við Lanzarote á Spáni, kveður sérstaklega á um að ríki skuli vera með skýra löggjöf í þessum efnum og efna til rannsókna og saksókna eftir því sem kostur er.Taka sjálfir myndir Á ráðstefnu Evrópuráðsins og ítalskra stjórnvalda í Rómarborg á dögunum var þetta sérstaklega rætt og því velt upp að hvaða marki þessi þáttur sáttmálans hefði gagnast. Ekki hefur oft verið sakfellt á þessum grunni í Evrópu en þó eru nokkur dæmi um slíkt. Áþreifanlegustu sönnunargögnin eru þegar menn taka sjálfir myndir af verknaðinum og hafa þær í fórum sínum. Í slíkum tilfellum er mögulegt að sakfella menn jafnvel þótt brotaþolinn – eða brotaþolarnir eins og oft vill vera í málum sem þessum – finnist ekki. Þá eru þess dæmi að brotaþolum hafi, ásamt nánustu fjölskyldu, verið flogið til Evrópu til að bera vitni fyrir dómi og hafa slík mál leitt til sakfellinga. Annað dæmi gæti verið að foreldrar sem búa á Íslandi ferðast til Kongó með dóttur sína og láta skera kynfæri hennar burt (stundum kallað umskurður en réttara væri að nota orðið afskurður eða limlesting á kynfærum). Í slíku máli mætti saksækja foreldrana á Íslandi, jafnvel þótt afskurður sé ekki saknæmur í Kongó. Ákvæði þessa efnis hafa verið inni í íslenskum hegningarlögum frá árinu 2005.Algild réttindi barna Á Íslandi hafa engin mál af þessum toga komið til kasta dómstóla. Hins vegar er líklegt að Íslendingar séu einnig í hópi þess fjölda sem ferðast til landa þar sem réttarvernd barna er takmörkuð gagngert til að beita börn ofbeldi. Með löggjöfinni eru send skýr skilaboð: Réttur barna er algildur, ekki afstæður, og okkur ber að vernda börn gegn grófu ofbeldi, sama hvar þau búa og hvaða vernd þeirra eigin stjórnvöld geta veitt. Á Rómarráðstefnunni voru ríki Evrópu hvött til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að framfylgja þessum lögum og hrinda þeim í framkvæmd með öllum tiltækum ráðum. Fá verkefni eru jafn aðkallandi og að stöðva ofbeldi og illa meðferð á börnum. Til þess þurfum við að horfa á óræktina í eigin garði en að sama skapi að láta órækt í öðrum görðum aldrei afskiptalausa. Þetta verkefni er á ábyrgð okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Svarað á sama máli Ingibjörg Ferdinandsdóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Dettifoss: Lokað! Baldvin Esra Einarsson Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Síðastliðið sumar voru gerðar breytingar á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Breytingarnar létu ekki mikið yfir sér en fólu í sér þýðingarmikið skref í alþjóðlegri baráttu gegn ofbeldi gegn börnum. Þar á meðal var gerð sú breyting að mögulegt er að sækja til saka íslenskan ríkisborgara eða einstakling sem býr hér á landi fyrir brot gegn barni utan landsteinanna, óháð því hvort brotið sætir refsingu í því landi sem það er framið.En hvað þýðir þetta í reynd? Ímyndum okkur íslenskan mann sem ferðast til Kambódíu og kaupir þar vændi af barni. Löggæsluyfirvöld í Kambódíu eru máttlaus þegar kemur að því að takast á við vændi, mansal og misnotkun á börnum og konum en allt er þetta afar útbreitt í landinu. Landlæg spilling er meðal orsaka. Íslendingurinn þarf fyrir vikið í engu að óttast að vera sóttur til saka fyrir brot sitt. Í versta falli gæti hann greitt lögreglunni smáaura og verið laus allra mála. Glæpur hans felur hins vegar í sér brot á alþjóðlegum sáttmálum um réttindi barna, jafnt sem íslenskum lögum og á þeim grunni getur hann átt yfir höfði sér lögreglurannsókn á Íslandi, komist íslensk lögregluyfirvöld á snoðir um glæpinn. Þessi löggjöf er ekki gripin úr lausu lofti. Hún er liður í fullgildingu Íslands á Sáttmála Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og kynferðislegri misneytingu gegn börnum. Sáttmálinn, sem er kenndur við Lanzarote á Spáni, kveður sérstaklega á um að ríki skuli vera með skýra löggjöf í þessum efnum og efna til rannsókna og saksókna eftir því sem kostur er.Taka sjálfir myndir Á ráðstefnu Evrópuráðsins og ítalskra stjórnvalda í Rómarborg á dögunum var þetta sérstaklega rætt og því velt upp að hvaða marki þessi þáttur sáttmálans hefði gagnast. Ekki hefur oft verið sakfellt á þessum grunni í Evrópu en þó eru nokkur dæmi um slíkt. Áþreifanlegustu sönnunargögnin eru þegar menn taka sjálfir myndir af verknaðinum og hafa þær í fórum sínum. Í slíkum tilfellum er mögulegt að sakfella menn jafnvel þótt brotaþolinn – eða brotaþolarnir eins og oft vill vera í málum sem þessum – finnist ekki. Þá eru þess dæmi að brotaþolum hafi, ásamt nánustu fjölskyldu, verið flogið til Evrópu til að bera vitni fyrir dómi og hafa slík mál leitt til sakfellinga. Annað dæmi gæti verið að foreldrar sem búa á Íslandi ferðast til Kongó með dóttur sína og láta skera kynfæri hennar burt (stundum kallað umskurður en réttara væri að nota orðið afskurður eða limlesting á kynfærum). Í slíku máli mætti saksækja foreldrana á Íslandi, jafnvel þótt afskurður sé ekki saknæmur í Kongó. Ákvæði þessa efnis hafa verið inni í íslenskum hegningarlögum frá árinu 2005.Algild réttindi barna Á Íslandi hafa engin mál af þessum toga komið til kasta dómstóla. Hins vegar er líklegt að Íslendingar séu einnig í hópi þess fjölda sem ferðast til landa þar sem réttarvernd barna er takmörkuð gagngert til að beita börn ofbeldi. Með löggjöfinni eru send skýr skilaboð: Réttur barna er algildur, ekki afstæður, og okkur ber að vernda börn gegn grófu ofbeldi, sama hvar þau búa og hvaða vernd þeirra eigin stjórnvöld geta veitt. Á Rómarráðstefnunni voru ríki Evrópu hvött til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að framfylgja þessum lögum og hrinda þeim í framkvæmd með öllum tiltækum ráðum. Fá verkefni eru jafn aðkallandi og að stöðva ofbeldi og illa meðferð á börnum. Til þess þurfum við að horfa á óræktina í eigin garði en að sama skapi að láta órækt í öðrum görðum aldrei afskiptalausa. Þetta verkefni er á ábyrgð okkar allra.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun