Vernd barna óháð landamærum Halla Gunnarsdóttir skrifar 8. desember 2012 08:00 Síðastliðið sumar voru gerðar breytingar á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Breytingarnar létu ekki mikið yfir sér en fólu í sér þýðingarmikið skref í alþjóðlegri baráttu gegn ofbeldi gegn börnum. Þar á meðal var gerð sú breyting að mögulegt er að sækja til saka íslenskan ríkisborgara eða einstakling sem býr hér á landi fyrir brot gegn barni utan landsteinanna, óháð því hvort brotið sætir refsingu í því landi sem það er framið.En hvað þýðir þetta í reynd? Ímyndum okkur íslenskan mann sem ferðast til Kambódíu og kaupir þar vændi af barni. Löggæsluyfirvöld í Kambódíu eru máttlaus þegar kemur að því að takast á við vændi, mansal og misnotkun á börnum og konum en allt er þetta afar útbreitt í landinu. Landlæg spilling er meðal orsaka. Íslendingurinn þarf fyrir vikið í engu að óttast að vera sóttur til saka fyrir brot sitt. Í versta falli gæti hann greitt lögreglunni smáaura og verið laus allra mála. Glæpur hans felur hins vegar í sér brot á alþjóðlegum sáttmálum um réttindi barna, jafnt sem íslenskum lögum og á þeim grunni getur hann átt yfir höfði sér lögreglurannsókn á Íslandi, komist íslensk lögregluyfirvöld á snoðir um glæpinn. Þessi löggjöf er ekki gripin úr lausu lofti. Hún er liður í fullgildingu Íslands á Sáttmála Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og kynferðislegri misneytingu gegn börnum. Sáttmálinn, sem er kenndur við Lanzarote á Spáni, kveður sérstaklega á um að ríki skuli vera með skýra löggjöf í þessum efnum og efna til rannsókna og saksókna eftir því sem kostur er.Taka sjálfir myndir Á ráðstefnu Evrópuráðsins og ítalskra stjórnvalda í Rómarborg á dögunum var þetta sérstaklega rætt og því velt upp að hvaða marki þessi þáttur sáttmálans hefði gagnast. Ekki hefur oft verið sakfellt á þessum grunni í Evrópu en þó eru nokkur dæmi um slíkt. Áþreifanlegustu sönnunargögnin eru þegar menn taka sjálfir myndir af verknaðinum og hafa þær í fórum sínum. Í slíkum tilfellum er mögulegt að sakfella menn jafnvel þótt brotaþolinn – eða brotaþolarnir eins og oft vill vera í málum sem þessum – finnist ekki. Þá eru þess dæmi að brotaþolum hafi, ásamt nánustu fjölskyldu, verið flogið til Evrópu til að bera vitni fyrir dómi og hafa slík mál leitt til sakfellinga. Annað dæmi gæti verið að foreldrar sem búa á Íslandi ferðast til Kongó með dóttur sína og láta skera kynfæri hennar burt (stundum kallað umskurður en réttara væri að nota orðið afskurður eða limlesting á kynfærum). Í slíku máli mætti saksækja foreldrana á Íslandi, jafnvel þótt afskurður sé ekki saknæmur í Kongó. Ákvæði þessa efnis hafa verið inni í íslenskum hegningarlögum frá árinu 2005.Algild réttindi barna Á Íslandi hafa engin mál af þessum toga komið til kasta dómstóla. Hins vegar er líklegt að Íslendingar séu einnig í hópi þess fjölda sem ferðast til landa þar sem réttarvernd barna er takmörkuð gagngert til að beita börn ofbeldi. Með löggjöfinni eru send skýr skilaboð: Réttur barna er algildur, ekki afstæður, og okkur ber að vernda börn gegn grófu ofbeldi, sama hvar þau búa og hvaða vernd þeirra eigin stjórnvöld geta veitt. Á Rómarráðstefnunni voru ríki Evrópu hvött til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að framfylgja þessum lögum og hrinda þeim í framkvæmd með öllum tiltækum ráðum. Fá verkefni eru jafn aðkallandi og að stöðva ofbeldi og illa meðferð á börnum. Til þess þurfum við að horfa á óræktina í eigin garði en að sama skapi að láta órækt í öðrum görðum aldrei afskiptalausa. Þetta verkefni er á ábyrgð okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Síðastliðið sumar voru gerðar breytingar á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Breytingarnar létu ekki mikið yfir sér en fólu í sér þýðingarmikið skref í alþjóðlegri baráttu gegn ofbeldi gegn börnum. Þar á meðal var gerð sú breyting að mögulegt er að sækja til saka íslenskan ríkisborgara eða einstakling sem býr hér á landi fyrir brot gegn barni utan landsteinanna, óháð því hvort brotið sætir refsingu í því landi sem það er framið.En hvað þýðir þetta í reynd? Ímyndum okkur íslenskan mann sem ferðast til Kambódíu og kaupir þar vændi af barni. Löggæsluyfirvöld í Kambódíu eru máttlaus þegar kemur að því að takast á við vændi, mansal og misnotkun á börnum og konum en allt er þetta afar útbreitt í landinu. Landlæg spilling er meðal orsaka. Íslendingurinn þarf fyrir vikið í engu að óttast að vera sóttur til saka fyrir brot sitt. Í versta falli gæti hann greitt lögreglunni smáaura og verið laus allra mála. Glæpur hans felur hins vegar í sér brot á alþjóðlegum sáttmálum um réttindi barna, jafnt sem íslenskum lögum og á þeim grunni getur hann átt yfir höfði sér lögreglurannsókn á Íslandi, komist íslensk lögregluyfirvöld á snoðir um glæpinn. Þessi löggjöf er ekki gripin úr lausu lofti. Hún er liður í fullgildingu Íslands á Sáttmála Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og kynferðislegri misneytingu gegn börnum. Sáttmálinn, sem er kenndur við Lanzarote á Spáni, kveður sérstaklega á um að ríki skuli vera með skýra löggjöf í þessum efnum og efna til rannsókna og saksókna eftir því sem kostur er.Taka sjálfir myndir Á ráðstefnu Evrópuráðsins og ítalskra stjórnvalda í Rómarborg á dögunum var þetta sérstaklega rætt og því velt upp að hvaða marki þessi þáttur sáttmálans hefði gagnast. Ekki hefur oft verið sakfellt á þessum grunni í Evrópu en þó eru nokkur dæmi um slíkt. Áþreifanlegustu sönnunargögnin eru þegar menn taka sjálfir myndir af verknaðinum og hafa þær í fórum sínum. Í slíkum tilfellum er mögulegt að sakfella menn jafnvel þótt brotaþolinn – eða brotaþolarnir eins og oft vill vera í málum sem þessum – finnist ekki. Þá eru þess dæmi að brotaþolum hafi, ásamt nánustu fjölskyldu, verið flogið til Evrópu til að bera vitni fyrir dómi og hafa slík mál leitt til sakfellinga. Annað dæmi gæti verið að foreldrar sem búa á Íslandi ferðast til Kongó með dóttur sína og láta skera kynfæri hennar burt (stundum kallað umskurður en réttara væri að nota orðið afskurður eða limlesting á kynfærum). Í slíku máli mætti saksækja foreldrana á Íslandi, jafnvel þótt afskurður sé ekki saknæmur í Kongó. Ákvæði þessa efnis hafa verið inni í íslenskum hegningarlögum frá árinu 2005.Algild réttindi barna Á Íslandi hafa engin mál af þessum toga komið til kasta dómstóla. Hins vegar er líklegt að Íslendingar séu einnig í hópi þess fjölda sem ferðast til landa þar sem réttarvernd barna er takmörkuð gagngert til að beita börn ofbeldi. Með löggjöfinni eru send skýr skilaboð: Réttur barna er algildur, ekki afstæður, og okkur ber að vernda börn gegn grófu ofbeldi, sama hvar þau búa og hvaða vernd þeirra eigin stjórnvöld geta veitt. Á Rómarráðstefnunni voru ríki Evrópu hvött til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að framfylgja þessum lögum og hrinda þeim í framkvæmd með öllum tiltækum ráðum. Fá verkefni eru jafn aðkallandi og að stöðva ofbeldi og illa meðferð á börnum. Til þess þurfum við að horfa á óræktina í eigin garði en að sama skapi að láta órækt í öðrum görðum aldrei afskiptalausa. Þetta verkefni er á ábyrgð okkar allra.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun