Orkumikil og öðruvísi Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 5. desember 2012 15:00 Bíó. Silver Linings Playbook. Leikstjórn: David O. Russell. Leikarar: Bradley Cooper, Jennifer Lawrence, Robert De Niro, Jacki Weaver, Chris Tucker, Anupam Kher, Julia Stiles. Pat Solitano (Bradley Cooper) þjáist af geðhvarfasýki og er vistaður á stofnun eftir að hafa verið dæmdur fyrir fólskulega líkamsárás. Að afplánun lokinni fær hann að vera í umsjá foreldra sinna, að því gefnu að hann virði nálgunarbann sem á hann var sett. Hann á erfitt með að aðlagast samfélaginu, þverneitar að taka lyfin sín og því er heimilisfriðurinn meira og minna úti. Þegar hann kynnist Tiffany, ungri ekkju sem deilir reynslu hans af geðrænum kvillum, tekur líf hans óvænta stefnu. Handrit myndarinnar er byggt á samnefndri skáldsögu Matthew Quick frá árinu 2008 og er skrifað af leikstjóranum sjálfum, David O. Russell, en hann er alræmdur fyrir frekju, yfirgang og bæði andlegt og líkamlegt ofbeldi í garð leikara sem vinna með honum. Engu að síður þykir það eftirsóknarvert að leika í myndunum hans, enda er leikstjórnarstíll hans spennandi og öðruvísi. Höfundareinkenni hans er þessi sérstaka orka, sem sést hvergi annars staðar en í myndunum hans. Það er erfitt að lýsa henni nákvæmlega en persónur í David O. Russell-myndum hegða sér ekki eins og neinar aðrar persónur. Líkt og í fyrri myndum leikstjórans þá er ferskleikinn á kostnað trúverðugleikans á stöku stað. Þetta eru í sjálfu sér smáatriði, og sumum kann að þykja þau sjarmerandi, en ég tel þó að myndin væri betri án þeirra. Þá er ég að tala um tilgangslausar senur á borð við eltingarleik við hrekkjóttan nágranna og þegar lögregluþjónn á vakt reynir að fiska stefnumót við Tiffany. Russell nær samt því allra besta úr leikhópnum. Alveg óvænt sannar Bradley Cooper sig sem fantagóður dramatískur leikari og Jennifer Lawrence er frábær að vanda. Þrútinn Chris Tucker lætur sjá sig í litlu hlutverki og er stórskemmtilegur, og með sinni bestu frammistöðu í langan tíma gefur gamla brýnið Robert De Niro þeim langt nef sem töldu hann útbrunninn. Silver Linings Playbook er hvatvís, ófyrirsjáanleg og öðruvísi, svolítið eins og aðalpersónan og jafnvel leikstjórinn sjálfur, sem ég tel hafa gert sína bestu mynd til þessa. Niðurstaða: Gríðarsterk mynd með mikinn karakter. Gagnrýni Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bíó. Silver Linings Playbook. Leikstjórn: David O. Russell. Leikarar: Bradley Cooper, Jennifer Lawrence, Robert De Niro, Jacki Weaver, Chris Tucker, Anupam Kher, Julia Stiles. Pat Solitano (Bradley Cooper) þjáist af geðhvarfasýki og er vistaður á stofnun eftir að hafa verið dæmdur fyrir fólskulega líkamsárás. Að afplánun lokinni fær hann að vera í umsjá foreldra sinna, að því gefnu að hann virði nálgunarbann sem á hann var sett. Hann á erfitt með að aðlagast samfélaginu, þverneitar að taka lyfin sín og því er heimilisfriðurinn meira og minna úti. Þegar hann kynnist Tiffany, ungri ekkju sem deilir reynslu hans af geðrænum kvillum, tekur líf hans óvænta stefnu. Handrit myndarinnar er byggt á samnefndri skáldsögu Matthew Quick frá árinu 2008 og er skrifað af leikstjóranum sjálfum, David O. Russell, en hann er alræmdur fyrir frekju, yfirgang og bæði andlegt og líkamlegt ofbeldi í garð leikara sem vinna með honum. Engu að síður þykir það eftirsóknarvert að leika í myndunum hans, enda er leikstjórnarstíll hans spennandi og öðruvísi. Höfundareinkenni hans er þessi sérstaka orka, sem sést hvergi annars staðar en í myndunum hans. Það er erfitt að lýsa henni nákvæmlega en persónur í David O. Russell-myndum hegða sér ekki eins og neinar aðrar persónur. Líkt og í fyrri myndum leikstjórans þá er ferskleikinn á kostnað trúverðugleikans á stöku stað. Þetta eru í sjálfu sér smáatriði, og sumum kann að þykja þau sjarmerandi, en ég tel þó að myndin væri betri án þeirra. Þá er ég að tala um tilgangslausar senur á borð við eltingarleik við hrekkjóttan nágranna og þegar lögregluþjónn á vakt reynir að fiska stefnumót við Tiffany. Russell nær samt því allra besta úr leikhópnum. Alveg óvænt sannar Bradley Cooper sig sem fantagóður dramatískur leikari og Jennifer Lawrence er frábær að vanda. Þrútinn Chris Tucker lætur sjá sig í litlu hlutverki og er stórskemmtilegur, og með sinni bestu frammistöðu í langan tíma gefur gamla brýnið Robert De Niro þeim langt nef sem töldu hann útbrunninn. Silver Linings Playbook er hvatvís, ófyrirsjáanleg og öðruvísi, svolítið eins og aðalpersónan og jafnvel leikstjórinn sjálfur, sem ég tel hafa gert sína bestu mynd til þessa. Niðurstaða: Gríðarsterk mynd með mikinn karakter.
Gagnrýni Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira