Black Ops II skýtur sér leið á toppinn Bjarki Þór Jónsson skrifar 4. desember 2012 20:00 “Leikurinn er fullur af hasar sem á margt sameiginlegt með stóru Hollywood hasar- og stríðsmyndunum þar sem sjaldan líður langt á milli sprenginga.“ Tölvuleikir. Call of Duty: Black Ops II. Activision. Call of Duty: Black Ops II er nýjasti leikurinn í hinni geysivinsælu leikjaseríu Call of Duty. Í þessum fyrstu persónu skotleik er farið yfir sögu feðganna Alex og Davids Mason sem berjast gegn hinum illræmda Raul Menendez. Höfundur sögunnar er David S. Goyer, sem er líklega hvað þekktastur fyrir að hafa verið einn af söguhöfundum þríleiksins um Leðurblökumanninn sem Christopher Nolan leikstýrði, en saga leiksins er mjög grípandi og nær Goyer að tvinna saman hasar og drama á stórgóðan hátt. Leikurinn er fullur af hasar sem á margt sameiginlegt með stóru Hollywood hasar- og stríðsmyndunum þar sem sjaldan líður langt á milli sprenginga. Það tekur í kringum sex til sjö klukkutíma að spila söguþráð leiksins, sem er ansi algeng lengd í fyrstu persónu skotleikjum í dag, en sagan hefur fleiri en einn endi sem tengjast því hvaða ákvarðanir spilarinn tekur í leiknum. Þetta gefur leiknum aukið gildi og er auðveldlega hægt að hugsa sér að spila söguþráð leiksins oftar en einu sinni. Call of Duty leikirnir eru hannaðir með meginstrauminn í huga og því auðvelt að læra á leikinn og lítið um nýjungar. Aftur á móti býður spilunin upp á vissa fjölbreytni þar sem spilarinn spilar annars vegar sem Alex Mason í kalda stríðinu á níunda áratugnum og hins vegar sem sonur hans, David, í köldu stríði milli Bandaríkjanna og Kína árið 2025. Spilarinn fær því að kynnast eldri vopnum, farartækjum og óvinum og um leið hervélum og öðrum nýjungum úr framtíðinni. Fjölspilun leiksins er nokkuð hefðbundin en býður þó upp á fleiri möguleika en áður. Leikurinn býður einnig upp á uppvakninga möguleika þar sem spilarinn þarf að verjast uppvakningum í einu og öllu. Niðurstaða: Virkilega vel gerður og spennandi fyrstu persónu skotleikur sem heldur spilaranum föngnum allt frá fyrstu mínútu. Gagnrýni Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tölvuleikir. Call of Duty: Black Ops II. Activision. Call of Duty: Black Ops II er nýjasti leikurinn í hinni geysivinsælu leikjaseríu Call of Duty. Í þessum fyrstu persónu skotleik er farið yfir sögu feðganna Alex og Davids Mason sem berjast gegn hinum illræmda Raul Menendez. Höfundur sögunnar er David S. Goyer, sem er líklega hvað þekktastur fyrir að hafa verið einn af söguhöfundum þríleiksins um Leðurblökumanninn sem Christopher Nolan leikstýrði, en saga leiksins er mjög grípandi og nær Goyer að tvinna saman hasar og drama á stórgóðan hátt. Leikurinn er fullur af hasar sem á margt sameiginlegt með stóru Hollywood hasar- og stríðsmyndunum þar sem sjaldan líður langt á milli sprenginga. Það tekur í kringum sex til sjö klukkutíma að spila söguþráð leiksins, sem er ansi algeng lengd í fyrstu persónu skotleikjum í dag, en sagan hefur fleiri en einn endi sem tengjast því hvaða ákvarðanir spilarinn tekur í leiknum. Þetta gefur leiknum aukið gildi og er auðveldlega hægt að hugsa sér að spila söguþráð leiksins oftar en einu sinni. Call of Duty leikirnir eru hannaðir með meginstrauminn í huga og því auðvelt að læra á leikinn og lítið um nýjungar. Aftur á móti býður spilunin upp á vissa fjölbreytni þar sem spilarinn spilar annars vegar sem Alex Mason í kalda stríðinu á níunda áratugnum og hins vegar sem sonur hans, David, í köldu stríði milli Bandaríkjanna og Kína árið 2025. Spilarinn fær því að kynnast eldri vopnum, farartækjum og óvinum og um leið hervélum og öðrum nýjungum úr framtíðinni. Fjölspilun leiksins er nokkuð hefðbundin en býður þó upp á fleiri möguleika en áður. Leikurinn býður einnig upp á uppvakninga möguleika þar sem spilarinn þarf að verjast uppvakningum í einu og öllu. Niðurstaða: Virkilega vel gerður og spennandi fyrstu persónu skotleikur sem heldur spilaranum föngnum allt frá fyrstu mínútu.
Gagnrýni Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira