Hvað er best fyrir Ísland? Svana Helen Björnsdóttir skrifar 30. nóvember 2012 08:00 Í þeirri umræðu sem nú fer fram hér á landi um Evrópusambandið vill það oft gleymast að það eru gildar ástæður fyrir því að stjórnvöld á Íslandi ákváðu að sækja um aðild að ESB. Meginástæðan er sú að það mun stuðla að efnahagslegum stöðugleika sem sárlega hefur skort hér á landi. Önnur mikilvæg ástæða er sú að við yrðum þá fullgildir þátttakendur í öllu samstarfi Evrópusambandsþjóða. Við Íslendingar getum auðvitað haldið áfram á sömu braut og verið hefur og lifað við sveiflur og kollsteypur, og látið eins og ekkert sé. Stóra verkefnið hlýtur hins vegar að vera að tryggja langtímastöðugleika og treysta umgjörð okkar efnahagslífs sem mest við megum. Aðild Íslands að ESB er valkostur í því efni, en þó aðeins ef við sýnum úthald og ljúkum viðræðunum. Ekki er ólíklegt að kjósa megi um aðildarsamning um mitt næsta kjörtímabil og þá verður vonandi það versta yfirstaðið í Evrópu og evrusamstarfið komið í traustar skorður. Tíminn vinnur með okkur en við verðum að leyfa honum að gera það.Leið að markmiði Aðild Íslands að ESB er ekki markmið í sjálfu sér, heldur leið að markmiði. Stóra verkefnið sem við stöndum frammi fyrir er að koma á langtímastöðugleika í íslensku efnahagslífi og skapa atvinnulífinu samkeppnishæf starfsskilyrði. Þannig aukum við fjárfestingu og hagvöxt, þannig geta sprotafyrirtæki vaxið og skapað fjölbreytt störf, og þannig tryggjum við samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Innri óstöðugleiki og ótraust umgjörð atvinnulífsins gerir fyrirtækjum landsins og fólki erfitt fyrir. Nokkur dæmi um það: n Síðastliðna 12 mánuði hefur verðbólga hér á landi verið 4,3% sem er mun hærra en í nágrannaríkjum okkar og veldur því að lán landsmanna og fyrirtækja hækka sem því nemur vegna verðtryggingarinnar. Há verðbólga rýrir kaupmátt og ýtir undir óábyrga kjarasamninga. n Vöruverð á dagvöru hefur hækkað um 60% á síðustu sex árum samkvæmt skýrslu Samkeppniseftirlitsins sem birt var fyrr á þessu ári. n Þjóðartekjur á mann eru langminnstar á Íslandi af öllum Norðurlandaríkjunum. Skv. lista Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru þær nú 5,27 m.kr. á mann miðað við 7,34 m.kr. í Danmörku, þrátt fyrir allar auðlindirnar sem við eigum. n Fjárfesting er allt of lítil eða aðeins um 13% af landsframleiðslu. Þyrfti að hækka í a.m.k. 20%. n Krónan er áfram í gjörgæslu viðvarandi gjaldeyrishafta með tilheyrandi neikvæðum efnahagsáhrifum. Þetta þýðir óheilbrigt viðskiptaumhverfi fyrir fyrirtækin okkar. Það er dýrt fyrir þjóðina að vera með gjaldeyrisvaraforða að láni – vaxtakostnaðurinn einn var um 33 milljarðar króna á árinu 2011.Umræðan verði öfgalaus Óbreytt ástand er ekki góður kostur. Að veikja stöðu Íslands með ótímabærri lokun á aðra valkosti, meðan ekki er vitað hvort þeir eru færir, er ekki rökrétt. Lítið gagnast að ræða Evrópumálin eins og trúarlegt málefni og láta stjórnast af tilfinningunum einum í afstöðu með eða á móti aðild, hvað þá aðildarviðræðum. Til að umræðan sé gagnleg þarf hún að vera öfgalaus. Íslensk fyrirtæki þurfa stöðugleika til að geta vaxið. Það hlýtur að vera sameiginlegt hagsmunamál þjóðarinnar að atvinnulífið eflist og lífskjör fólks batni. Það gerist þó ekki nema fyrirtækin eflist og geti boðið fólki áhugaverð störf og góð laun. Til að svo megi verða þarf samstöðu um þjóðarhagsmuni, festu í alþjóðasamskiptum og eflingu hagstjórnar á Íslandi. Þannig verða samkeppnishæfni og ásættanleg lífskjör þjóðarinnar tryggð til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Í þeirri umræðu sem nú fer fram hér á landi um Evrópusambandið vill það oft gleymast að það eru gildar ástæður fyrir því að stjórnvöld á Íslandi ákváðu að sækja um aðild að ESB. Meginástæðan er sú að það mun stuðla að efnahagslegum stöðugleika sem sárlega hefur skort hér á landi. Önnur mikilvæg ástæða er sú að við yrðum þá fullgildir þátttakendur í öllu samstarfi Evrópusambandsþjóða. Við Íslendingar getum auðvitað haldið áfram á sömu braut og verið hefur og lifað við sveiflur og kollsteypur, og látið eins og ekkert sé. Stóra verkefnið hlýtur hins vegar að vera að tryggja langtímastöðugleika og treysta umgjörð okkar efnahagslífs sem mest við megum. Aðild Íslands að ESB er valkostur í því efni, en þó aðeins ef við sýnum úthald og ljúkum viðræðunum. Ekki er ólíklegt að kjósa megi um aðildarsamning um mitt næsta kjörtímabil og þá verður vonandi það versta yfirstaðið í Evrópu og evrusamstarfið komið í traustar skorður. Tíminn vinnur með okkur en við verðum að leyfa honum að gera það.Leið að markmiði Aðild Íslands að ESB er ekki markmið í sjálfu sér, heldur leið að markmiði. Stóra verkefnið sem við stöndum frammi fyrir er að koma á langtímastöðugleika í íslensku efnahagslífi og skapa atvinnulífinu samkeppnishæf starfsskilyrði. Þannig aukum við fjárfestingu og hagvöxt, þannig geta sprotafyrirtæki vaxið og skapað fjölbreytt störf, og þannig tryggjum við samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Innri óstöðugleiki og ótraust umgjörð atvinnulífsins gerir fyrirtækjum landsins og fólki erfitt fyrir. Nokkur dæmi um það: n Síðastliðna 12 mánuði hefur verðbólga hér á landi verið 4,3% sem er mun hærra en í nágrannaríkjum okkar og veldur því að lán landsmanna og fyrirtækja hækka sem því nemur vegna verðtryggingarinnar. Há verðbólga rýrir kaupmátt og ýtir undir óábyrga kjarasamninga. n Vöruverð á dagvöru hefur hækkað um 60% á síðustu sex árum samkvæmt skýrslu Samkeppniseftirlitsins sem birt var fyrr á þessu ári. n Þjóðartekjur á mann eru langminnstar á Íslandi af öllum Norðurlandaríkjunum. Skv. lista Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru þær nú 5,27 m.kr. á mann miðað við 7,34 m.kr. í Danmörku, þrátt fyrir allar auðlindirnar sem við eigum. n Fjárfesting er allt of lítil eða aðeins um 13% af landsframleiðslu. Þyrfti að hækka í a.m.k. 20%. n Krónan er áfram í gjörgæslu viðvarandi gjaldeyrishafta með tilheyrandi neikvæðum efnahagsáhrifum. Þetta þýðir óheilbrigt viðskiptaumhverfi fyrir fyrirtækin okkar. Það er dýrt fyrir þjóðina að vera með gjaldeyrisvaraforða að láni – vaxtakostnaðurinn einn var um 33 milljarðar króna á árinu 2011.Umræðan verði öfgalaus Óbreytt ástand er ekki góður kostur. Að veikja stöðu Íslands með ótímabærri lokun á aðra valkosti, meðan ekki er vitað hvort þeir eru færir, er ekki rökrétt. Lítið gagnast að ræða Evrópumálin eins og trúarlegt málefni og láta stjórnast af tilfinningunum einum í afstöðu með eða á móti aðild, hvað þá aðildarviðræðum. Til að umræðan sé gagnleg þarf hún að vera öfgalaus. Íslensk fyrirtæki þurfa stöðugleika til að geta vaxið. Það hlýtur að vera sameiginlegt hagsmunamál þjóðarinnar að atvinnulífið eflist og lífskjör fólks batni. Það gerist þó ekki nema fyrirtækin eflist og geti boðið fólki áhugaverð störf og góð laun. Til að svo megi verða þarf samstöðu um þjóðarhagsmuni, festu í alþjóðasamskiptum og eflingu hagstjórnar á Íslandi. Þannig verða samkeppnishæfni og ásættanleg lífskjör þjóðarinnar tryggð til framtíðar.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun