
Samræða um skipulagsmál
Gagnrýni hlýtur líka oft að vera óþægileg fyrir stjórnmálamenn sem bera ábyrgð á pólitískum ákvörðunum sem endurspeglast í skipulagi bundnu í þung ferli. Þegar gagnrýni er beitt og hittir á veika punkta kann að vera vissast til að hindra pólitískt sjálfsmorð að klappa gagnrýnandanum á kollinn, róa niður stemminguna eða þegja fremur en rökræða kosti og galla, hvað þá að játa á sig mistök. Það getur því verið freistandi fyrir stjórnmálamenn að einskorða sig við notkun fjölmiðlanna (sem þeir virðast hafa miklu greiðari aðgang að en aðrir) sem auglýsingatækis fyrir skipulagsákvarðanir sem þegar er búið að berja í gegn og njörva niður í skipulagsráði, en sem tækis til samræðu áður en ákvarðanir eru teknar.
Slæm hugmynd
Þrátt fyrir þetta væri mjög slæm hugmynd að aflýsa opinberri umræðu um skipulagsmál. Lýðræðið missti þá af mikilvægu tæki sem vinnur á móti óstjórn og hefur einstakan mátt til að skapa umræðu um stjórnmál sem er öðruvísi en venjuleg pólitísk umræða sem ekki tengir hugmyndirnar við mótun umhverfisins. Myndir af framtíðarsýn eru áþreifanlegri og skiljanlegri mörgum en nokkur orð. Þetta verkfæri má nota bæði til að finna og sýna æskilega og góða framtíðarsýn og til að draga upp fyrirsjáanlega slæma sýn sem víti til varnaðar sem engir nema hönnuðir hefðu getað gert sér í hugarlund hvernig liti út í raunveruleikanum, nema af því hún var sýnd á mynd áður en skaðinn var skeður.
Þjálfun til að myndgera svart á hvítu er einstök fyrir hönnunarfögin og því ætti þvert á móti að efla umræðu um manngert umhverfi og reyna að finna lausnir á því hvernig nýta má betur fagstéttir í þessum greinum, t.d. með fleiri fulllum stöðugildum og hæfilegum vettvangi þar sem kjörnir fulltrúar og fagfólk reifar málin fyrir opnum tjöldum og öllum má ljóst vera hvaða hagsmunir liggja undir áður en skipulagsákvarðanir eru teknar.
Leið til betra skipulags
Beinhörð gagnrýni og tilraunir til varnar skipulagshugmyndum sem eru gagnrýndar er leið til að gera skipulag og þar með daglegt líf þeirra sem búa í borginni betra. Í arkitektaskólum og öðrum menntastofnunum þar sem hönnun er kennd er þetta reyndar sjálf kennsluaðferðin. Nemendur kortleggja stöðuna og gera tillögur samkvæmt því sem þeir finna og telja mikilvægt. Þeir gera teikningar sem sýna þessar hugmyndir sem best og færa rök fyrir máli sínu fyrir framan stóran hóp. Síðan er það kennaranna og hinna nemendana að prófa hugmyndirnar með góðum mótrökum: Draga fram og bæta það góða sem er í þeim eða kippa stoðum undan vondum rökstuðningi. Stúdentinn tekur því sem að höndum ber og ver sig eftir kostum.
Skálað í bróðerni
Sterkar hugmyndir sem svo virtist sem kennararnir reyndu að rakka niður standa sterkari á eftir, en þar sem ekki stendur steinn yfir steini eftir gagnrýni byrjar stúdentinn, klókari eftir umræðurnar, aftur upp á nýtt. Fjölmargir Íslendingar sem lært hafa hönnun eru sérþjálfaðir eftir margra ára nám í að vinna með umhverfið á þennan hátt sem stundum getur á köflum virkað hálf ofbeldisfullur, en hefur þó ekkert með persónur að gera. Ég man fjölmörg dæmi þess að bestu verkefnin sem tókust á við mikilvægustu atriðin hafi fengið mesta mótstöðu, en þau sem lítið að kvað fengu litla eða enga umfjöllun. Eftir hita leiksins var skálað í besta bróðerni, sérstaklega fyrir hugmyndum sem bragð var að og hægt að þrasa vel um og þannig komast lengra í þeirri rannsókn um hvern heim við sannarlega vildum.
Skoðun

Hlustum á náttúruna
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Skattheimta sem markmið í sjálfu sér
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Tæknin hjálpar lesblindum
Guðmundur S. Johnsen skrifar

Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni
Sigurjón Þórðarson skrifar

Opið bréf til Friðriks Þórs
Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar

Skjólveggur af körlum og ungum mönnum
Ólafur Elínarson skrifar

Menntamál eru ekki afgangsstærð
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

‘Vók’ er djók
Alexandra Briem skrifar

Er friður tálsýn eða verkefni?
Inga Daníelsdóttir skrifar

Kattahald
Jökull Jörgensen skrifar

Framtíðin er rafmögnuð
Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar

Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum
Erna Bjarnadóttir skrifar

Þjóðarmorðið í blokkinni
Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar

Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu
Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar

Ég hataði rafíþróttir!
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Því miður hefur lítið breyst
Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar

Versta sem Ísland gæti gert
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík?
Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar

Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði
Grímur Atlason skrifar

„...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar

Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu
Sigurður Sigurðsson skrifar

Látið okkur í friði
Vilhjálmur Árnason skrifar

Gefðu fimmu!
Ágúst Arnar Þráinsson skrifar

Allar hendur á dekk!
Oddný G. Harðardóttir skrifar

Engin sátt án sannmælis
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Að finna rétt veiðigjald...
Bolli Héðinsson skrifar

Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti?
Carmen Maja Valencia skrifar

Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga!
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar

Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt?
Davíð Bergmann skrifar

Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar