Samræða um skipulagsmál Arna Mathiesen skrifar 30. nóvember 2012 08:00 Næstum öll pólitík verður sýnileg í umhverfinu og mótar líf okkar um síðir. Afar lítið fer þó fyrir gagnrýninni opinberri samræðu um skipulagsmál á Íslandi miðað við aðra málaflokka, t.d. fjármál eða bókmenntir, og endar hún fljótt í skotgrafahernaði. Ástæðu má helsta nefna að engar heilar akademískar stöður eru til handa arkitektum og skipulagsfræðingum og þau sem ættu að hafa kunnáttu og aðstöðu til að stjórna umræðunni hafa sem oftast marga hatta. Þau forðast að koma með faglega gagnrýni sem gæti valdið því að þau missi aðra vinnu sem þau þarfnast til að eiga fyrir salti í grautinn. Gagnrýni þeirra á líka á hættu að verða hlutdræg til að eigin verk unnin fyrir aðra sleppi undan höggi. Auk þess eru þeir fáu einstaklingar sem um ræðir gersamlega yfirhlaðnir störfum í því risastóra „hlutastarfi" að vera kennarar og skipuleggjendur kennslu í þessum málaflokki sem er svo mikilvægur fyrir allt daglegt líf. Gagnrýni hlýtur líka oft að vera óþægileg fyrir stjórnmálamenn sem bera ábyrgð á pólitískum ákvörðunum sem endurspeglast í skipulagi bundnu í þung ferli. Þegar gagnrýni er beitt og hittir á veika punkta kann að vera vissast til að hindra pólitískt sjálfsmorð að klappa gagnrýnandanum á kollinn, róa niður stemminguna eða þegja fremur en rökræða kosti og galla, hvað þá að játa á sig mistök. Það getur því verið freistandi fyrir stjórnmálamenn að einskorða sig við notkun fjölmiðlanna (sem þeir virðast hafa miklu greiðari aðgang að en aðrir) sem auglýsingatækis fyrir skipulagsákvarðanir sem þegar er búið að berja í gegn og njörva niður í skipulagsráði, en sem tækis til samræðu áður en ákvarðanir eru teknar.Slæm hugmynd Þrátt fyrir þetta væri mjög slæm hugmynd að aflýsa opinberri umræðu um skipulagsmál. Lýðræðið missti þá af mikilvægu tæki sem vinnur á móti óstjórn og hefur einstakan mátt til að skapa umræðu um stjórnmál sem er öðruvísi en venjuleg pólitísk umræða sem ekki tengir hugmyndirnar við mótun umhverfisins. Myndir af framtíðarsýn eru áþreifanlegri og skiljanlegri mörgum en nokkur orð. Þetta verkfæri má nota bæði til að finna og sýna æskilega og góða framtíðarsýn og til að draga upp fyrirsjáanlega slæma sýn sem víti til varnaðar sem engir nema hönnuðir hefðu getað gert sér í hugarlund hvernig liti út í raunveruleikanum, nema af því hún var sýnd á mynd áður en skaðinn var skeður. Þjálfun til að myndgera svart á hvítu er einstök fyrir hönnunarfögin og því ætti þvert á móti að efla umræðu um manngert umhverfi og reyna að finna lausnir á því hvernig nýta má betur fagstéttir í þessum greinum, t.d. með fleiri fulllum stöðugildum og hæfilegum vettvangi þar sem kjörnir fulltrúar og fagfólk reifar málin fyrir opnum tjöldum og öllum má ljóst vera hvaða hagsmunir liggja undir áður en skipulagsákvarðanir eru teknar.Leið til betra skipulags Beinhörð gagnrýni og tilraunir til varnar skipulagshugmyndum sem eru gagnrýndar er leið til að gera skipulag og þar með daglegt líf þeirra sem búa í borginni betra. Í arkitektaskólum og öðrum menntastofnunum þar sem hönnun er kennd er þetta reyndar sjálf kennsluaðferðin. Nemendur kortleggja stöðuna og gera tillögur samkvæmt því sem þeir finna og telja mikilvægt. Þeir gera teikningar sem sýna þessar hugmyndir sem best og færa rök fyrir máli sínu fyrir framan stóran hóp. Síðan er það kennaranna og hinna nemendana að prófa hugmyndirnar með góðum mótrökum: Draga fram og bæta það góða sem er í þeim eða kippa stoðum undan vondum rökstuðningi. Stúdentinn tekur því sem að höndum ber og ver sig eftir kostum.Skálað í bróðerni Sterkar hugmyndir sem svo virtist sem kennararnir reyndu að rakka niður standa sterkari á eftir, en þar sem ekki stendur steinn yfir steini eftir gagnrýni byrjar stúdentinn, klókari eftir umræðurnar, aftur upp á nýtt. Fjölmargir Íslendingar sem lært hafa hönnun eru sérþjálfaðir eftir margra ára nám í að vinna með umhverfið á þennan hátt sem stundum getur á köflum virkað hálf ofbeldisfullur, en hefur þó ekkert með persónur að gera. Ég man fjölmörg dæmi þess að bestu verkefnin sem tókust á við mikilvægustu atriðin hafi fengið mesta mótstöðu, en þau sem lítið að kvað fengu litla eða enga umfjöllun. Eftir hita leiksins var skálað í besta bróðerni, sérstaklega fyrir hugmyndum sem bragð var að og hægt að þrasa vel um og þannig komast lengra í þeirri rannsókn um hvern heim við sannarlega vildum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Næstum öll pólitík verður sýnileg í umhverfinu og mótar líf okkar um síðir. Afar lítið fer þó fyrir gagnrýninni opinberri samræðu um skipulagsmál á Íslandi miðað við aðra málaflokka, t.d. fjármál eða bókmenntir, og endar hún fljótt í skotgrafahernaði. Ástæðu má helsta nefna að engar heilar akademískar stöður eru til handa arkitektum og skipulagsfræðingum og þau sem ættu að hafa kunnáttu og aðstöðu til að stjórna umræðunni hafa sem oftast marga hatta. Þau forðast að koma með faglega gagnrýni sem gæti valdið því að þau missi aðra vinnu sem þau þarfnast til að eiga fyrir salti í grautinn. Gagnrýni þeirra á líka á hættu að verða hlutdræg til að eigin verk unnin fyrir aðra sleppi undan höggi. Auk þess eru þeir fáu einstaklingar sem um ræðir gersamlega yfirhlaðnir störfum í því risastóra „hlutastarfi" að vera kennarar og skipuleggjendur kennslu í þessum málaflokki sem er svo mikilvægur fyrir allt daglegt líf. Gagnrýni hlýtur líka oft að vera óþægileg fyrir stjórnmálamenn sem bera ábyrgð á pólitískum ákvörðunum sem endurspeglast í skipulagi bundnu í þung ferli. Þegar gagnrýni er beitt og hittir á veika punkta kann að vera vissast til að hindra pólitískt sjálfsmorð að klappa gagnrýnandanum á kollinn, róa niður stemminguna eða þegja fremur en rökræða kosti og galla, hvað þá að játa á sig mistök. Það getur því verið freistandi fyrir stjórnmálamenn að einskorða sig við notkun fjölmiðlanna (sem þeir virðast hafa miklu greiðari aðgang að en aðrir) sem auglýsingatækis fyrir skipulagsákvarðanir sem þegar er búið að berja í gegn og njörva niður í skipulagsráði, en sem tækis til samræðu áður en ákvarðanir eru teknar.Slæm hugmynd Þrátt fyrir þetta væri mjög slæm hugmynd að aflýsa opinberri umræðu um skipulagsmál. Lýðræðið missti þá af mikilvægu tæki sem vinnur á móti óstjórn og hefur einstakan mátt til að skapa umræðu um stjórnmál sem er öðruvísi en venjuleg pólitísk umræða sem ekki tengir hugmyndirnar við mótun umhverfisins. Myndir af framtíðarsýn eru áþreifanlegri og skiljanlegri mörgum en nokkur orð. Þetta verkfæri má nota bæði til að finna og sýna æskilega og góða framtíðarsýn og til að draga upp fyrirsjáanlega slæma sýn sem víti til varnaðar sem engir nema hönnuðir hefðu getað gert sér í hugarlund hvernig liti út í raunveruleikanum, nema af því hún var sýnd á mynd áður en skaðinn var skeður. Þjálfun til að myndgera svart á hvítu er einstök fyrir hönnunarfögin og því ætti þvert á móti að efla umræðu um manngert umhverfi og reyna að finna lausnir á því hvernig nýta má betur fagstéttir í þessum greinum, t.d. með fleiri fulllum stöðugildum og hæfilegum vettvangi þar sem kjörnir fulltrúar og fagfólk reifar málin fyrir opnum tjöldum og öllum má ljóst vera hvaða hagsmunir liggja undir áður en skipulagsákvarðanir eru teknar.Leið til betra skipulags Beinhörð gagnrýni og tilraunir til varnar skipulagshugmyndum sem eru gagnrýndar er leið til að gera skipulag og þar með daglegt líf þeirra sem búa í borginni betra. Í arkitektaskólum og öðrum menntastofnunum þar sem hönnun er kennd er þetta reyndar sjálf kennsluaðferðin. Nemendur kortleggja stöðuna og gera tillögur samkvæmt því sem þeir finna og telja mikilvægt. Þeir gera teikningar sem sýna þessar hugmyndir sem best og færa rök fyrir máli sínu fyrir framan stóran hóp. Síðan er það kennaranna og hinna nemendana að prófa hugmyndirnar með góðum mótrökum: Draga fram og bæta það góða sem er í þeim eða kippa stoðum undan vondum rökstuðningi. Stúdentinn tekur því sem að höndum ber og ver sig eftir kostum.Skálað í bróðerni Sterkar hugmyndir sem svo virtist sem kennararnir reyndu að rakka niður standa sterkari á eftir, en þar sem ekki stendur steinn yfir steini eftir gagnrýni byrjar stúdentinn, klókari eftir umræðurnar, aftur upp á nýtt. Fjölmargir Íslendingar sem lært hafa hönnun eru sérþjálfaðir eftir margra ára nám í að vinna með umhverfið á þennan hátt sem stundum getur á köflum virkað hálf ofbeldisfullur, en hefur þó ekkert með persónur að gera. Ég man fjölmörg dæmi þess að bestu verkefnin sem tókust á við mikilvægustu atriðin hafi fengið mesta mótstöðu, en þau sem lítið að kvað fengu litla eða enga umfjöllun. Eftir hita leiksins var skálað í besta bróðerni, sérstaklega fyrir hugmyndum sem bragð var að og hægt að þrasa vel um og þannig komast lengra í þeirri rannsókn um hvern heim við sannarlega vildum.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun