Kynbundið ofbeldi er glæpur gegn mannkyninu Eygló Árnadóttir skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Stór hluti kvenna í heiminum verður fyrir kynbundnu ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. Og ekki bara í Langtíburtistan. Í lok ársins 2010 voru birtar niðurstöður viðamikillar rannsóknar, sem unnin var fyrir félags- og tryggingamálaráðuneytið, sem gefa til kynna að yfir 40% íslenskra kvenna hafi einhvern tímann á ævinni orðið fyrir ofbeldi af höndum karlmanns. 4% svarenda sögðust svo hafa orðið fyrir einhvers konar ofbeldi, kynferðislegu og líkamlegu, af höndum karlmanns á þeim tólf mánuðum áður en rannsóknin var framkvæmd. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að þessar tölur jafngildi því að 44.097-48.716 konur á landsvísu hafi orðið fyrir ofbeldi einhvern tíma frá 16 ára aldri. Þegar litið er til þessara talna er erfitt að neita því að ofbeldi gegn konum sé kerfisbundið vandamál hér á landi. Þegar fjögur prósent kvenna segjast hafa orðið fyrir ofbeldi á árinu og hátt í helmingur verður fyrir ofbeldi á ævinni, þá er ekki hægt að halda því fram að ofbeldi gegn konum sé einstakur og afmarkaður glæpur einstaklings gegn einstaklingi. Nei, þessar tölur benda til þess að vandamálið sé kerfisbundið, að við búum í samfélagi þar sem einn helmingur þegnanna er reglulega beittur ofbeldi af hinum helmingnum. Þegar við lítum til kerfisbundins ofbeldis karla gegn konum læðist að okkur sá grunur að konum sé refsað fyrir að vera konur. Kona verður fyrir ofbeldi einungis af því að hún er kona. Víða er ofbeldi gegn konum ekki einu sinni skilgreint sem ofbeldi. Sums staðar er kynbundið ofbeldi gegn konum meira að segja talinn sjálfsagður réttur karlmanna – þeir hafa fullt frelsi til að gera það sem þeim sýnist við konur. Konur hafa engin völd eða rétt yfir eigin líkama og lífi. Og sums staðar er kynbundið ofbeldi gegn konum skilgreint sem ofbeldi, ekki gegn konunni sem fyrir því verður, heldur gegn körlunum sem hún tilheyrir. Með að vera nauðgað setur kona smánarblett á föður sinn, bræður og frændur. Stundum ákveða ættingjarnir að eina leiðin til að losna við smánarblettinn sé að losa sig við hina saurguðu konu, að drepa dætur sínar eða systur sem urðu brotaþolar nauðgara. Heiður fjölskyldunnar er ritaður á líkama kvenna. Og stundum er kynbundnu ofbeldi karla gegn konum beitt skipulega í stríði. Og þetta vopn er engu öðru líkt. Í fyrsta lagi vegna þess að því er ekki ætlað að drepa, eins og nánast öll önnur stríðsvopn sem eru hönnuð til að grisja óvinagarðinn. Í öðru lagi vegna þess að vopninu er ekki beint gegn líkömum þeirra sem ætlað er að verða fyrir högginu, körlunum í stríðinu. Í stað þess að drepa mótherjana, eru þeir svívirtir með því að nauðga konunum þeirra. Líkami kvenna verður vígvöllur í stríði karlmanna, og enginn pælir í manneskjunni sem í raun verður fyrir ofbeldinu. Ekki á meðan sú manneskja er kona. Allt ofbeldi er óásættanlegt, ómannúðlegt, alvarlegt og ömurlegt. En kerfisbundið kynbundið ofbeldi karla gegn konum er glæpur gegn mannkyninu. Daglega eru konur um allan heim beittar ofbeldi fyrir þá einu sök að þær eru konur, einungis vegna þess að þær hafa minni völd og minni tilverurétt en karlmenn í þeirri veröld sem við höfum skapað okkur. Kynbundið ofbeldi er einfaldlega allra augljósasta og grimmasta merki þess að konur þykja ómerkari verur en karlmenn. Kynbundið ofbeldi er eitt helsta efni jafnréttisbaráttunnar og helsti þröskuldur á vegi okkar í átt að réttlátum heimi og friði á jörð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Stór hluti kvenna í heiminum verður fyrir kynbundnu ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. Og ekki bara í Langtíburtistan. Í lok ársins 2010 voru birtar niðurstöður viðamikillar rannsóknar, sem unnin var fyrir félags- og tryggingamálaráðuneytið, sem gefa til kynna að yfir 40% íslenskra kvenna hafi einhvern tímann á ævinni orðið fyrir ofbeldi af höndum karlmanns. 4% svarenda sögðust svo hafa orðið fyrir einhvers konar ofbeldi, kynferðislegu og líkamlegu, af höndum karlmanns á þeim tólf mánuðum áður en rannsóknin var framkvæmd. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að þessar tölur jafngildi því að 44.097-48.716 konur á landsvísu hafi orðið fyrir ofbeldi einhvern tíma frá 16 ára aldri. Þegar litið er til þessara talna er erfitt að neita því að ofbeldi gegn konum sé kerfisbundið vandamál hér á landi. Þegar fjögur prósent kvenna segjast hafa orðið fyrir ofbeldi á árinu og hátt í helmingur verður fyrir ofbeldi á ævinni, þá er ekki hægt að halda því fram að ofbeldi gegn konum sé einstakur og afmarkaður glæpur einstaklings gegn einstaklingi. Nei, þessar tölur benda til þess að vandamálið sé kerfisbundið, að við búum í samfélagi þar sem einn helmingur þegnanna er reglulega beittur ofbeldi af hinum helmingnum. Þegar við lítum til kerfisbundins ofbeldis karla gegn konum læðist að okkur sá grunur að konum sé refsað fyrir að vera konur. Kona verður fyrir ofbeldi einungis af því að hún er kona. Víða er ofbeldi gegn konum ekki einu sinni skilgreint sem ofbeldi. Sums staðar er kynbundið ofbeldi gegn konum meira að segja talinn sjálfsagður réttur karlmanna – þeir hafa fullt frelsi til að gera það sem þeim sýnist við konur. Konur hafa engin völd eða rétt yfir eigin líkama og lífi. Og sums staðar er kynbundið ofbeldi gegn konum skilgreint sem ofbeldi, ekki gegn konunni sem fyrir því verður, heldur gegn körlunum sem hún tilheyrir. Með að vera nauðgað setur kona smánarblett á föður sinn, bræður og frændur. Stundum ákveða ættingjarnir að eina leiðin til að losna við smánarblettinn sé að losa sig við hina saurguðu konu, að drepa dætur sínar eða systur sem urðu brotaþolar nauðgara. Heiður fjölskyldunnar er ritaður á líkama kvenna. Og stundum er kynbundnu ofbeldi karla gegn konum beitt skipulega í stríði. Og þetta vopn er engu öðru líkt. Í fyrsta lagi vegna þess að því er ekki ætlað að drepa, eins og nánast öll önnur stríðsvopn sem eru hönnuð til að grisja óvinagarðinn. Í öðru lagi vegna þess að vopninu er ekki beint gegn líkömum þeirra sem ætlað er að verða fyrir högginu, körlunum í stríðinu. Í stað þess að drepa mótherjana, eru þeir svívirtir með því að nauðga konunum þeirra. Líkami kvenna verður vígvöllur í stríði karlmanna, og enginn pælir í manneskjunni sem í raun verður fyrir ofbeldinu. Ekki á meðan sú manneskja er kona. Allt ofbeldi er óásættanlegt, ómannúðlegt, alvarlegt og ömurlegt. En kerfisbundið kynbundið ofbeldi karla gegn konum er glæpur gegn mannkyninu. Daglega eru konur um allan heim beittar ofbeldi fyrir þá einu sök að þær eru konur, einungis vegna þess að þær hafa minni völd og minni tilverurétt en karlmenn í þeirri veröld sem við höfum skapað okkur. Kynbundið ofbeldi er einfaldlega allra augljósasta og grimmasta merki þess að konur þykja ómerkari verur en karlmenn. Kynbundið ofbeldi er eitt helsta efni jafnréttisbaráttunnar og helsti þröskuldur á vegi okkar í átt að réttlátum heimi og friði á jörð.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun