Bréf til föðurins Jón Yngvi Jóhannsson skrifar 24. nóvember 2012 15:00 Boxarinn eftir Úlfar Þormóðsson. Bækur. Boxarinn. Úlfar Þormóðsson. Veröld. Úlfar Þormóðsson hefur marga fjöruna sopið í bókmenntaheiminum allt frá því fyrsta skáldsaga hans kom út fyrir tæpum fimmtíu árum. Skáldsögurnar eru orðnar þó nokkrar og býsna fjölbreyttar. Flestar skáldsagna Úlfars eru sögulegar, byggðar á rannsókn og túlkun heimilda, en hann hefur líka skrifað bækur um samtímaatburði og ástand með aðferðum blaðamennskunnar. Hann hefur löngum verið áberandi sem pistlahöfundur og blaðamaður, en er kannski þegar allt kemur til alls þekkastur fyrir það að vera eini núlifandi Íslendingurinn sem hefur verið dæmdur fyrir guðlast (fyrir það ætti að sjálfsögðu að vera löngu búið að reisa af honum veglega styttu). En því geri ég manninn sjálfan að umtalsefni að nýjasta bók Úlfars, Boxarinn, er á einhvern hátt sjálfsævisöguleg. Lýsir æsku hans og uppvexti á óvenjulegan og býsna frumlegan hátt. Í fyrra sendi Úlfar frá sér bókina Farandskugga þar sem hann fjallaði um lífshlaup móður sinnar með svipaðri aðferð. Í Boxaranum víkur sögunni að föðurnum. Frásögnin er í annarri persónu, líkt og langt bréf eða samtal við föðurinn. Þessi aðferð er vandmeðfarin, það getur verið stutt í öfgar beggja vegna, tilfinningasemi eða dómhörku. Og það er kannski fyrst og fremst það hversu glæsilega Úlfar þræðir einstigið þar á milli sem gerir þessa bók jafn frábæra og raun ber vitni. Úlfari tekst að vera einlægur og draga upp sannfærandi og flókna mynd af manninum án þess að misstíga sig nokkurn tíma. Sú mannlýsing sem dregin er upp í Boxaranum er af breyskum manni, manni sem fer á bak við fjölskyldu sína og svíkur bæði eiginkonu sína og ástkonur á margvíslega vegu. Fjölskyldusagan sem þessi bók og Farandskuggar, bókin um móðurina, teikna upp er vissulega nöturleg, óhamingjusamt hjónaband, drykkja, framhjáhald og afleiðingarnar sem oft koma í ljós löngu síðar, yfirgefin börn sem kynnast hálfsystkinum sínum á fullorðinsárum, allt myndar þetta átakanlega sögu en þó eru fáar íslenskar fjölskyldur sem ekki myndu þekkja einhverja drætti hennar í sinni eigin. Sjálfsævisögulegar skáldsögur eru áberandi í bókmenntum samtímans, bæði hér á landi og erlendis. Sögur Úlfars eru sjálfstætt og frumlegt framlag til þeirrar bókmenntahreyfingar. Þegar líður á bókina og sögumaður fullorðnast verður lýsingin mildari og örlar á sátt við föðurinn þótt sársaukinn skíni líka í gegn. Í seinni hlutanum verður sögumaður sjálfur líka meira áberandi, hann ber sjálfan sig saman við föðurinn, finnur líkindi en lýsir því líka hvernig hann velur aðrar leiðir í lífinu. Einlægni er vandmeðfarin í skáldskap og það eru miklar og sárar tilfinningar líka. Við lestur Boxarans komu mér oftar en einu sinni í hug orð Sigfúsar Daðasonar: „Bein túlkun sannrar reynslu, það er nútímaskáldskapur, það er þetta lítt tempraða óp." Af einhverjum ástæðum finnast mér þau lýsa þessari bók Úlfars fullkomlega. Niðurstaða: Glæsileg úrvinnsla á vandmeðförnu efni. Gagnrýni Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bækur. Boxarinn. Úlfar Þormóðsson. Veröld. Úlfar Þormóðsson hefur marga fjöruna sopið í bókmenntaheiminum allt frá því fyrsta skáldsaga hans kom út fyrir tæpum fimmtíu árum. Skáldsögurnar eru orðnar þó nokkrar og býsna fjölbreyttar. Flestar skáldsagna Úlfars eru sögulegar, byggðar á rannsókn og túlkun heimilda, en hann hefur líka skrifað bækur um samtímaatburði og ástand með aðferðum blaðamennskunnar. Hann hefur löngum verið áberandi sem pistlahöfundur og blaðamaður, en er kannski þegar allt kemur til alls þekkastur fyrir það að vera eini núlifandi Íslendingurinn sem hefur verið dæmdur fyrir guðlast (fyrir það ætti að sjálfsögðu að vera löngu búið að reisa af honum veglega styttu). En því geri ég manninn sjálfan að umtalsefni að nýjasta bók Úlfars, Boxarinn, er á einhvern hátt sjálfsævisöguleg. Lýsir æsku hans og uppvexti á óvenjulegan og býsna frumlegan hátt. Í fyrra sendi Úlfar frá sér bókina Farandskugga þar sem hann fjallaði um lífshlaup móður sinnar með svipaðri aðferð. Í Boxaranum víkur sögunni að föðurnum. Frásögnin er í annarri persónu, líkt og langt bréf eða samtal við föðurinn. Þessi aðferð er vandmeðfarin, það getur verið stutt í öfgar beggja vegna, tilfinningasemi eða dómhörku. Og það er kannski fyrst og fremst það hversu glæsilega Úlfar þræðir einstigið þar á milli sem gerir þessa bók jafn frábæra og raun ber vitni. Úlfari tekst að vera einlægur og draga upp sannfærandi og flókna mynd af manninum án þess að misstíga sig nokkurn tíma. Sú mannlýsing sem dregin er upp í Boxaranum er af breyskum manni, manni sem fer á bak við fjölskyldu sína og svíkur bæði eiginkonu sína og ástkonur á margvíslega vegu. Fjölskyldusagan sem þessi bók og Farandskuggar, bókin um móðurina, teikna upp er vissulega nöturleg, óhamingjusamt hjónaband, drykkja, framhjáhald og afleiðingarnar sem oft koma í ljós löngu síðar, yfirgefin börn sem kynnast hálfsystkinum sínum á fullorðinsárum, allt myndar þetta átakanlega sögu en þó eru fáar íslenskar fjölskyldur sem ekki myndu þekkja einhverja drætti hennar í sinni eigin. Sjálfsævisögulegar skáldsögur eru áberandi í bókmenntum samtímans, bæði hér á landi og erlendis. Sögur Úlfars eru sjálfstætt og frumlegt framlag til þeirrar bókmenntahreyfingar. Þegar líður á bókina og sögumaður fullorðnast verður lýsingin mildari og örlar á sátt við föðurinn þótt sársaukinn skíni líka í gegn. Í seinni hlutanum verður sögumaður sjálfur líka meira áberandi, hann ber sjálfan sig saman við föðurinn, finnur líkindi en lýsir því líka hvernig hann velur aðrar leiðir í lífinu. Einlægni er vandmeðfarin í skáldskap og það eru miklar og sárar tilfinningar líka. Við lestur Boxarans komu mér oftar en einu sinni í hug orð Sigfúsar Daðasonar: „Bein túlkun sannrar reynslu, það er nútímaskáldskapur, það er þetta lítt tempraða óp." Af einhverjum ástæðum finnast mér þau lýsa þessari bók Úlfars fullkomlega. Niðurstaða: Glæsileg úrvinnsla á vandmeðförnu efni.
Gagnrýni Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira