Stuðningsgrein: Árna Pál til forystu 7. nóvember 2012 06:00 Samfylkingin er stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Hún hefur verið í forystu undanfarin ár í tiltektinni eftir hrunið og á þessum erfiðu tímum hafa jafnaðarmenn sýnt og sannað að það skiptir máli hverjir stjórna. Þrátt fyrir samdrátt í efnahagsmálum og skuldaaukningu ríkissjóðs hefur jafnaðarmönnum tekist að dreifa byrðunum og hlífa þeim sem minnst mega sín í íslensku samfélagi. Nú þegar rofar til skiptir máli að jafnaðarmenn fái áframhaldandi umboð kjósenda til þess að byggja enn frekar upp sterkara samfélag. Pólitísk breidd Jafnaðarmannaflokkar hafa leitt uppbyggingu samfélags jafnaðar og réttlætis og á Norðurlöndum hafa þeir verið sterkastir. Jafnaðarmannaflokkar hafa mikla pólitíska breidd og rými fyrir ólík sjónarmið. Þannig vinna systurflokkar okkar á Norðurlöndunum og þannig á Samfylking jafnaðarmanna á Íslandi að vinna. Til þess að kjósendur sýni Samfylkingu jafnaðarmanna það traust að vera leiðandi flokkur í íslenskum stjórnmálum skiptir öflug forysta höfuðmáli. Hugmyndaríkur og áræðinn Við treystum Árna Páli Árnasyni best til þess að leiða Samfylkinguna til móts við nýja tíma. Hann er rétti maðurinn núna. Árni Páll talar til breiðs hóps kjósenda, hann er sannur jafnaðarmaður og heiðrar og virðir gildi jafnaðarstefnunnar. Árni Páll er hugmyndaríkur og áræðinn stjórnmálamaður, hefur skýra pólitíska sýn og hlustar á raddir fólksins bæði innan flokks og utan. Eiginleikar forystumanns Við sem erum í forystu hér í Kópavogi höfum átt góðan bandamann í Árna Páli þessi síðustu misseri bæði í meðbyr og mótbyr. Hann er duglegur að hitta félagsmenn á reglulegum fundum okkar og í ófá skipti hefur hann talað í okkur kjark þegar á brattann sækir. Árni Páll hefur þá eiginleika sem þarf til að prýða sterkan forystumann, að tala til félaga sinna og blása til sóknar af eldmóði þess sem talar fyrir góðum málstað. 1. Þingmaður SV-kjördæmis Árni Páll hefur verið í forystu í einu sterkasta vígi Samfylkingarinnar allt síðastliðið kjörtímabil. Hann leiddi jafnaðarmenn þegar þeir í fyrsta skipti í sögunni unnu 1. þingmann kjördæmisins. Árni Páll hefur tekist á við þau verkefni sem honum hafa verið falin af auðmýkt og þeirri elju og dugnaði sem einkennir hann. Hann fer óhræddur nýjar leiðir og stendur við erfiðar og umdeildar ákvarðanir án þess að falla í þá gryfju að kaupa sér vinsældir með röngum ákvörðunum. Það þarf nefnilega sterk bein til þess að standa við erfiðar ákvarðanir þótt nauðsynlegar séu. Þau sterku bein hefur Árni Páll. Árni Páll er maðurinn Um næstu helgi verður framvarðasveit Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi skipuð fyrir kosningarnar sem fram undan eru í vor. Kosningar þar sem þjóðin fær að velja á milli einangraðs eða opins samfélags. Heildarhagsmuna eða sérhagsmuna. Jafnaðar eða ójafnaðar. Árni Páll sem oddviti Suðvesturkjördæmis og formaður Samfylkingarinnar er maðurinn til að leiða flokkinn til sigurs í þeim kosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin er stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Hún hefur verið í forystu undanfarin ár í tiltektinni eftir hrunið og á þessum erfiðu tímum hafa jafnaðarmenn sýnt og sannað að það skiptir máli hverjir stjórna. Þrátt fyrir samdrátt í efnahagsmálum og skuldaaukningu ríkissjóðs hefur jafnaðarmönnum tekist að dreifa byrðunum og hlífa þeim sem minnst mega sín í íslensku samfélagi. Nú þegar rofar til skiptir máli að jafnaðarmenn fái áframhaldandi umboð kjósenda til þess að byggja enn frekar upp sterkara samfélag. Pólitísk breidd Jafnaðarmannaflokkar hafa leitt uppbyggingu samfélags jafnaðar og réttlætis og á Norðurlöndum hafa þeir verið sterkastir. Jafnaðarmannaflokkar hafa mikla pólitíska breidd og rými fyrir ólík sjónarmið. Þannig vinna systurflokkar okkar á Norðurlöndunum og þannig á Samfylking jafnaðarmanna á Íslandi að vinna. Til þess að kjósendur sýni Samfylkingu jafnaðarmanna það traust að vera leiðandi flokkur í íslenskum stjórnmálum skiptir öflug forysta höfuðmáli. Hugmyndaríkur og áræðinn Við treystum Árna Páli Árnasyni best til þess að leiða Samfylkinguna til móts við nýja tíma. Hann er rétti maðurinn núna. Árni Páll talar til breiðs hóps kjósenda, hann er sannur jafnaðarmaður og heiðrar og virðir gildi jafnaðarstefnunnar. Árni Páll er hugmyndaríkur og áræðinn stjórnmálamaður, hefur skýra pólitíska sýn og hlustar á raddir fólksins bæði innan flokks og utan. Eiginleikar forystumanns Við sem erum í forystu hér í Kópavogi höfum átt góðan bandamann í Árna Páli þessi síðustu misseri bæði í meðbyr og mótbyr. Hann er duglegur að hitta félagsmenn á reglulegum fundum okkar og í ófá skipti hefur hann talað í okkur kjark þegar á brattann sækir. Árni Páll hefur þá eiginleika sem þarf til að prýða sterkan forystumann, að tala til félaga sinna og blása til sóknar af eldmóði þess sem talar fyrir góðum málstað. 1. Þingmaður SV-kjördæmis Árni Páll hefur verið í forystu í einu sterkasta vígi Samfylkingarinnar allt síðastliðið kjörtímabil. Hann leiddi jafnaðarmenn þegar þeir í fyrsta skipti í sögunni unnu 1. þingmann kjördæmisins. Árni Páll hefur tekist á við þau verkefni sem honum hafa verið falin af auðmýkt og þeirri elju og dugnaði sem einkennir hann. Hann fer óhræddur nýjar leiðir og stendur við erfiðar og umdeildar ákvarðanir án þess að falla í þá gryfju að kaupa sér vinsældir með röngum ákvörðunum. Það þarf nefnilega sterk bein til þess að standa við erfiðar ákvarðanir þótt nauðsynlegar séu. Þau sterku bein hefur Árni Páll. Árni Páll er maðurinn Um næstu helgi verður framvarðasveit Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi skipuð fyrir kosningarnar sem fram undan eru í vor. Kosningar þar sem þjóðin fær að velja á milli einangraðs eða opins samfélags. Heildarhagsmuna eða sérhagsmuna. Jafnaðar eða ójafnaðar. Árni Páll sem oddviti Suðvesturkjördæmis og formaður Samfylkingarinnar er maðurinn til að leiða flokkinn til sigurs í þeim kosningum.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar