Árangur ríkissjóðs – frá vöxtum í velferð Katrín Júlíusdóttir skrifar 8. nóvember 2012 06:00 Það eru orð að sönnu að sú tíð er liðin að vinstri stjórnir eyði meiru en hægri stjórnir. Hafi það nokkurn tímann verið annað en áróðursfullyrðing að hægri menn væru gætnari í meðferð opinberra fjármuna en vinstri menn. Hvarvetna austan hafs sem vestan er hafin tiltekt eftir óráðsíu nýfrjálshyggjunnar á undanförnum áratugum. Endurreisnin gengur best þar sem leikurinn er jafnaður. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem nú er á sínu fjórða ári, hóf sína vegferð í samráði við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og færustu hagfræðinga Íslands. Hún valdi í samræmi við pólitískar hugsjónir jafnaðarmanna blandaða leið sem reynst hefur farsæl. Nauðsynlegt var að skera niður ríkisútgjöld. Við eyddum meira en við öfluðum. Um leið voru skattar hækkaðir á þeim sem höfðu bak til að bera auknar byrðar. Þeim var hlíft eftir mætti sem höllum fæti stóðu. Þá var reynt að halda uppi kaupmætti lágtekju- og millitekjufólks þannig að heildareftirspurn í hagkerfinu legði grunn að hagvexti. Þessi stefna hefur gengið upp. Á Íslandi hefur hagkerfið vaxið á meðan víða annars staðar, þar sem kreppan hefur verið látin bitna á almenningi, er viðvarandi samdráttur. Við erum á réttri leið með því að lækka skuldabyrði ríkissjóðs sem hlutfall af framleiðslu landsins af vöru og þjónustu (VLF). Það er mikilvægt. Staða Íslands er þó enn mjög alvarleg. Heildarskuldir munu nema í lok árs um 1.497 milljörðum króna sem er um 85% af VLF og hafa lækkað um 5% frá fyrra ári. Kostnaður af lántöku til þess að styrkja gjaldeyrisforðann, gjaldið fyrir endurreisn fjármálakerfisins og veiking skattstofna ríkisins hafa leitt okkur í þessa stöðu. Ef litið er hins vegar á hreina skuldastöðu ríkissjóðs Íslands, en þar er tekið mið af veittum lánum, kröfum ríkissjóðs, handbæru fé og gjaldeyrisvaraforða, þá er áætlað að hún nemi 794 milljörðum króna í lok þessa árs sem jafngildir um 45% af VLF. Hvernig sem litið er á málin verðum við að gæta ítrustu varúðar í útgjöldum þótt rofað hafi til. Við verðum að temja okkur aðhaldssemi og varkárni í ráðstöfun opinbers fjár. Nú er okkur að takast að loka fjárlagagatinu sem skall á okkur eftir hrun, svo við getum farið að greiða niður skuldir og breyta alltof háum vaxtagreiðslum í velferð. Við þurfum að sameinast um það sem er nauðsynlegt eins og tækjakaup til Landspítalans og fjórðungssjúkrahúsa sem varðar þjóðarhag, en láta annað bíða betri tíma. Samanburður á milli ríkja sýnir að ábyrgð er mest í fjármálastjórn hins opinbera þar sem jafnaðarmenn hafa haft langvarandi ítök. Norðurlöndin eru meðal stöðugustu og samkeppnishæfustu ríkja heims. Í þeirra hópi eigum við að vera. Við tökum mið af þeim og hvikum ekki frá norrænni velferðarstefnu í stjórn fjármála ríkisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Sjá meira
Það eru orð að sönnu að sú tíð er liðin að vinstri stjórnir eyði meiru en hægri stjórnir. Hafi það nokkurn tímann verið annað en áróðursfullyrðing að hægri menn væru gætnari í meðferð opinberra fjármuna en vinstri menn. Hvarvetna austan hafs sem vestan er hafin tiltekt eftir óráðsíu nýfrjálshyggjunnar á undanförnum áratugum. Endurreisnin gengur best þar sem leikurinn er jafnaður. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem nú er á sínu fjórða ári, hóf sína vegferð í samráði við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og færustu hagfræðinga Íslands. Hún valdi í samræmi við pólitískar hugsjónir jafnaðarmanna blandaða leið sem reynst hefur farsæl. Nauðsynlegt var að skera niður ríkisútgjöld. Við eyddum meira en við öfluðum. Um leið voru skattar hækkaðir á þeim sem höfðu bak til að bera auknar byrðar. Þeim var hlíft eftir mætti sem höllum fæti stóðu. Þá var reynt að halda uppi kaupmætti lágtekju- og millitekjufólks þannig að heildareftirspurn í hagkerfinu legði grunn að hagvexti. Þessi stefna hefur gengið upp. Á Íslandi hefur hagkerfið vaxið á meðan víða annars staðar, þar sem kreppan hefur verið látin bitna á almenningi, er viðvarandi samdráttur. Við erum á réttri leið með því að lækka skuldabyrði ríkissjóðs sem hlutfall af framleiðslu landsins af vöru og þjónustu (VLF). Það er mikilvægt. Staða Íslands er þó enn mjög alvarleg. Heildarskuldir munu nema í lok árs um 1.497 milljörðum króna sem er um 85% af VLF og hafa lækkað um 5% frá fyrra ári. Kostnaður af lántöku til þess að styrkja gjaldeyrisforðann, gjaldið fyrir endurreisn fjármálakerfisins og veiking skattstofna ríkisins hafa leitt okkur í þessa stöðu. Ef litið er hins vegar á hreina skuldastöðu ríkissjóðs Íslands, en þar er tekið mið af veittum lánum, kröfum ríkissjóðs, handbæru fé og gjaldeyrisvaraforða, þá er áætlað að hún nemi 794 milljörðum króna í lok þessa árs sem jafngildir um 45% af VLF. Hvernig sem litið er á málin verðum við að gæta ítrustu varúðar í útgjöldum þótt rofað hafi til. Við verðum að temja okkur aðhaldssemi og varkárni í ráðstöfun opinbers fjár. Nú er okkur að takast að loka fjárlagagatinu sem skall á okkur eftir hrun, svo við getum farið að greiða niður skuldir og breyta alltof háum vaxtagreiðslum í velferð. Við þurfum að sameinast um það sem er nauðsynlegt eins og tækjakaup til Landspítalans og fjórðungssjúkrahúsa sem varðar þjóðarhag, en láta annað bíða betri tíma. Samanburður á milli ríkja sýnir að ábyrgð er mest í fjármálastjórn hins opinbera þar sem jafnaðarmenn hafa haft langvarandi ítök. Norðurlöndin eru meðal stöðugustu og samkeppnishæfustu ríkja heims. Í þeirra hópi eigum við að vera. Við tökum mið af þeim og hvikum ekki frá norrænni velferðarstefnu í stjórn fjármála ríkisins.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar