Eftirsjá og sársauki Trausti Júlíusson skrifar 8. nóvember 2012 00:01 Valdimar Um stund Eigin útgáfa Hljómsveitin Valdimar vakti mikla athygli fyrir fyrstu plötuna sína, Undraland, sem kom út fyrir tveimur árum. Hljómsveitin heitir Valdimar eins og söngvari hennar, sem er Guðmundsson og er frábær, einn af þeim bestu í poppinu hér á landinu. Það hefur stundum reynst hljómsveitum sem slá í gegn með sinni fyrstu plötu erfitt að koma frá sér plötu númer tvö. Þetta vandamál á klárlega ekki við um Valdimar. Um stund er frábær plata. Lagasmíðarnar á henni eru traustar, textarnir góðir og flutningur og hljómur til fyrirmyndar. Og svo syngur Valdimar líka alltaf jafn vel. Hljómsveitin hefur líka sinn eigin stíl. Valdimar er ekki eins og nein önnur hljómsveit, þó að áhrif megi heyra víða að, til dæmis frá hljómsveitunum Radiohead og Arcade Fire. Textarnir á Um stund eru svolítið niðurdregnir. Það er þungt yfir mönnum; engu líkara en textahöfundarnir fjórir séu allir að skrifa sig í gegnum sambandsslit eða aðra erfiða lífsreynslu. Þetta skemmir þó plötuna engan veginn, eftirsjáin og sársaukinn fara tónlistinni og rödd Valdimars vel. Á heildina litið er Um stund flott plata frá vaxandi hljómsveit. Niðurstaða: Valdimar klárar plötu númer tvö með stæl. <p<„Það er þungt yfir mönnum; engu líkara en textahöfundarnir fjórir séu allir að skrifa sig í gegnum sambandsslit eða aðra erfiða lífsreynslu,“ segir í gagnrýni um aðra plötu hljómsveitarinnar Valdimars.mynd/guðmundur vigfússon Gagnrýni Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Valdimar Um stund Eigin útgáfa Hljómsveitin Valdimar vakti mikla athygli fyrir fyrstu plötuna sína, Undraland, sem kom út fyrir tveimur árum. Hljómsveitin heitir Valdimar eins og söngvari hennar, sem er Guðmundsson og er frábær, einn af þeim bestu í poppinu hér á landinu. Það hefur stundum reynst hljómsveitum sem slá í gegn með sinni fyrstu plötu erfitt að koma frá sér plötu númer tvö. Þetta vandamál á klárlega ekki við um Valdimar. Um stund er frábær plata. Lagasmíðarnar á henni eru traustar, textarnir góðir og flutningur og hljómur til fyrirmyndar. Og svo syngur Valdimar líka alltaf jafn vel. Hljómsveitin hefur líka sinn eigin stíl. Valdimar er ekki eins og nein önnur hljómsveit, þó að áhrif megi heyra víða að, til dæmis frá hljómsveitunum Radiohead og Arcade Fire. Textarnir á Um stund eru svolítið niðurdregnir. Það er þungt yfir mönnum; engu líkara en textahöfundarnir fjórir séu allir að skrifa sig í gegnum sambandsslit eða aðra erfiða lífsreynslu. Þetta skemmir þó plötuna engan veginn, eftirsjáin og sársaukinn fara tónlistinni og rödd Valdimars vel. Á heildina litið er Um stund flott plata frá vaxandi hljómsveit. Niðurstaða: Valdimar klárar plötu númer tvö með stæl. <p<„Það er þungt yfir mönnum; engu líkara en textahöfundarnir fjórir séu allir að skrifa sig í gegnum sambandsslit eða aðra erfiða lífsreynslu,“ segir í gagnrýni um aðra plötu hljómsveitarinnar Valdimars.mynd/guðmundur vigfússon
Gagnrýni Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira