Keyrt til Krýsuvíkur Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 8. nóvember 2012 00:01 Mynd Peters Strickland er sérhæfð, óræð og artí en mun finna sinn markhóp, að mati gagnrýnanda Fréttablaðsins. Berberian Sound Studio Leikstjórn: Peter Strickland. Leikarar: Toby Jones, Cosimo Fusco, Tonia Sotiropoulou, Susanna Cappellaro, Antonio Mancino Þessi óvenjulega hrollvekja segir frá Gilderoy, miðaldra breskum hljóðmanni sem ferðast til Ítalíu til að hljóðsetja kvikmynd. Starfsmenn Berberian-hljóðversins eru stórfurðulegir og eigandinn sjálfur er sérstaklega óvinsamlegur. En Gilderoy er fagmaður og ákveður því að staldra við og klára verkið. Það er nærri ómögulegt að segja nánar frá söguþræðinum, en mörk alvöru og ímyndunar verða óskýrari eftir því sem líða tekur á myndina. Er Gilderoy geðveikur eða er hann ef til vill staddur í helvíti? Toby Jones fer með hlutverk hans og heldur uppi mestum þunga myndarinnar á eigin spýtur. Frábær leikari sem ég hef aldrei fyrr séð í aðalhlutverki. Sjónrænar og hljóðrænar tilvísanir í ítalskar hrollvekjur 8. áratugarins eru óteljandi og við fáum meira að segja að heyra í öldruðu giallo-drottningunni Suzy Kendall í nokkrum stuttum atriðum. Tónlistin er samin af ensku indie-sveitinni Broadcast og tekst henni að skapa magnaðan hljóðheim sem byggir að miklu leyti á gamalli kvikmyndatónlist, en er þó miklu meira en bara eitthvað retró-hjakk. Það er nær ómögulegt að afgreiða Berberian Sound Studio með stjörnugjöf. Hún fer með áhorfandann í ferðalag en keyrir svo til Krýsuvíkur og skilur hann eftir. Hún er sérhæfð, óræð og artí. En hún mun finna sinn markhóp. Ég er handviss um það. Niðurstaða: Ein forvitnilegasta mynd ársins. Gagnrýni Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Berberian Sound Studio Leikstjórn: Peter Strickland. Leikarar: Toby Jones, Cosimo Fusco, Tonia Sotiropoulou, Susanna Cappellaro, Antonio Mancino Þessi óvenjulega hrollvekja segir frá Gilderoy, miðaldra breskum hljóðmanni sem ferðast til Ítalíu til að hljóðsetja kvikmynd. Starfsmenn Berberian-hljóðversins eru stórfurðulegir og eigandinn sjálfur er sérstaklega óvinsamlegur. En Gilderoy er fagmaður og ákveður því að staldra við og klára verkið. Það er nærri ómögulegt að segja nánar frá söguþræðinum, en mörk alvöru og ímyndunar verða óskýrari eftir því sem líða tekur á myndina. Er Gilderoy geðveikur eða er hann ef til vill staddur í helvíti? Toby Jones fer með hlutverk hans og heldur uppi mestum þunga myndarinnar á eigin spýtur. Frábær leikari sem ég hef aldrei fyrr séð í aðalhlutverki. Sjónrænar og hljóðrænar tilvísanir í ítalskar hrollvekjur 8. áratugarins eru óteljandi og við fáum meira að segja að heyra í öldruðu giallo-drottningunni Suzy Kendall í nokkrum stuttum atriðum. Tónlistin er samin af ensku indie-sveitinni Broadcast og tekst henni að skapa magnaðan hljóðheim sem byggir að miklu leyti á gamalli kvikmyndatónlist, en er þó miklu meira en bara eitthvað retró-hjakk. Það er nær ómögulegt að afgreiða Berberian Sound Studio með stjörnugjöf. Hún fer með áhorfandann í ferðalag en keyrir svo til Krýsuvíkur og skilur hann eftir. Hún er sérhæfð, óræð og artí. En hún mun finna sinn markhóp. Ég er handviss um það. Niðurstaða: Ein forvitnilegasta mynd ársins.
Gagnrýni Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp