Loftrýmisgæslan og samstaða Össur Skarphéðinsson skrifar 6. nóvember 2012 06:00 Við Íslendingar gerum okkur ekki alltaf grein fyrir því hversu samstarf Norðurlandaríkjanna fimm á öllum sviðum er okkur dýrmætt. Það er helsta ástæðan fyrir því að Ísland, alveg eins og hin löndin fjögur, boxar alþjóðlega töluvert fyrir ofan sinn raunverulega þyngdarflokk. Ein af þeim lexíum sem ég hef dregið af ferli mínum sem utanríkisráðherra er að fátt er okkur mikilvægara en að efla og ýta undir þetta samstarf á öllum sviðum. Þessi samstaða birtist okkur best á myrkustu dögunum eftir hrunið þegar himnarnir hrundu. Það komu erfiðir dagar og nætur þegar mörgum, þar á meðal mér, fannst við Íslendingar standa aleinir – og jafnvel þeir bregðast sem við töldum þó að við hefðum staðið í hvað dýpstu vináttusambandi við. Það var lexía. Þeir sem þá réttu út höndina okkur til hjálpar og reyndust okkur best voru þeir sem stóðu okkur langnæst – Norðurlandaríkin. Þau, ekki síst Noregur, veittu íslensku þjóðinni ekki aðeins móralskan styrk, heldur reiddu fram ásamt Pólverjum helminginn af þeim gjaldeyrislánum sem voru undirstaða efnahagsáætlunarinnar sem við gerðum í samvinnu við AGS. Það var ekki jafnsjálfsagt og mörgum Íslendingum þótti þegar heimspressan afgreiddi Ísland nánast sem hrunið ríki. En upp úr því fór Ísland að rísa úr ösku bankabálsins. Vilji Svía og Finna til þátttöku í loftrýmisgæslu við Ísland – sem sums staðar er umdeild – er stórpólitísk ákvörðun því í henni felst enn eitt styrkleikatáknið um samstöðu Norðurlandaríkjanna í blíðu og stríðu. Hún hrindir í framkvæmd einni af tillögunum um aukið samstarf Norðurlandaríkjanna sem er að finna í hinni stórmerku skýrslu sem Thorvald Stoltenberg afhenti okkur norrænum utanríkisráðherrum í febrúar 2009. Það var fyrsti fundurinn sem ég sat í þeirra hópi. Áhugi frændþjóðanna tveggja kemur líka í kjölfar yfirlýsingar sem Norðurlandaríkin gerðu með sér árið 2011 um samstöðu til að mæta óförum, bæði náttúrulegum og af manna völdum, á sviði utanríkis- og öryggismála. Ákvörðun Svía og Finna færir ekkert landanna þriggja nær eða fjær Atlantshafsbandalaginu. Hún er hins vegar sterk, táknræn yfirlýsing um að norræna stórfjölskyldan stendur saman og gætir hver annars eftir mætti, hvað sem á dynur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar gerum okkur ekki alltaf grein fyrir því hversu samstarf Norðurlandaríkjanna fimm á öllum sviðum er okkur dýrmætt. Það er helsta ástæðan fyrir því að Ísland, alveg eins og hin löndin fjögur, boxar alþjóðlega töluvert fyrir ofan sinn raunverulega þyngdarflokk. Ein af þeim lexíum sem ég hef dregið af ferli mínum sem utanríkisráðherra er að fátt er okkur mikilvægara en að efla og ýta undir þetta samstarf á öllum sviðum. Þessi samstaða birtist okkur best á myrkustu dögunum eftir hrunið þegar himnarnir hrundu. Það komu erfiðir dagar og nætur þegar mörgum, þar á meðal mér, fannst við Íslendingar standa aleinir – og jafnvel þeir bregðast sem við töldum þó að við hefðum staðið í hvað dýpstu vináttusambandi við. Það var lexía. Þeir sem þá réttu út höndina okkur til hjálpar og reyndust okkur best voru þeir sem stóðu okkur langnæst – Norðurlandaríkin. Þau, ekki síst Noregur, veittu íslensku þjóðinni ekki aðeins móralskan styrk, heldur reiddu fram ásamt Pólverjum helminginn af þeim gjaldeyrislánum sem voru undirstaða efnahagsáætlunarinnar sem við gerðum í samvinnu við AGS. Það var ekki jafnsjálfsagt og mörgum Íslendingum þótti þegar heimspressan afgreiddi Ísland nánast sem hrunið ríki. En upp úr því fór Ísland að rísa úr ösku bankabálsins. Vilji Svía og Finna til þátttöku í loftrýmisgæslu við Ísland – sem sums staðar er umdeild – er stórpólitísk ákvörðun því í henni felst enn eitt styrkleikatáknið um samstöðu Norðurlandaríkjanna í blíðu og stríðu. Hún hrindir í framkvæmd einni af tillögunum um aukið samstarf Norðurlandaríkjanna sem er að finna í hinni stórmerku skýrslu sem Thorvald Stoltenberg afhenti okkur norrænum utanríkisráðherrum í febrúar 2009. Það var fyrsti fundurinn sem ég sat í þeirra hópi. Áhugi frændþjóðanna tveggja kemur líka í kjölfar yfirlýsingar sem Norðurlandaríkin gerðu með sér árið 2011 um samstöðu til að mæta óförum, bæði náttúrulegum og af manna völdum, á sviði utanríkis- og öryggismála. Ákvörðun Svía og Finna færir ekkert landanna þriggja nær eða fjær Atlantshafsbandalaginu. Hún er hins vegar sterk, táknræn yfirlýsing um að norræna stórfjölskyldan stendur saman og gætir hver annars eftir mætti, hvað sem á dynur.
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar