Skapandi greinar eru lóðið Össur Skarphéðinsson skrifar 26. október 2012 06:00 Gamla handboltahetjan Finnur Jóhannsson hjá True North tók mig eiginlega á tæknilegu rothöggi þegar hann kom til fundar við mig á sínum tíma. Hann afþakkaði sæti í ráðherrasófanum en skellti sér flötum beinum á gólfið. Þar hnyklaði hann tattóveraða vöðva og hélt innblásna ræðu um hversu ábatasamt og atvinnuskapandi það væri fyrir samfélagið að hækka endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Ríkisstjórnin samþykkti í kjölfarið tillögu mína um að hækka endurgreiðslurnar um næstum helming. Þær fóru upp í 20%. Finnur reyndist hafa rétt fyrir sér og hver stórmyndin hefur síðan rekið aðra. Alltof fáir skilja gildi skapandi greina fyrir hagkerfið. Alltof margir líta á stuðning við þær sem lúxus, jafnvel óþarfa. Nægir að minna á árlega síbylju ónefndrar ungliðahreyfingar gamalgróins stjórnmálaflokks. Staðreyndin er samt sú, að kraftmikil lista- og menningartengd sköpun á Íslandi er orðin mikilvægur þáttur í verðmætaframleiðslu á Íslandi. Rannsóknin, sem kennd er við 1. des., sýndi að nú starfa um tíu þúsund manns við það sem skilgreint er sem skapandi greinar á grundvelli aðferðafræði Unesco. Virðisaukaskattskyld velta þeirra er um 190 milljarðar á ársgrundvelli. Beinhörð útflutningsverðmæti eru 24 milljarðar króna. Það er álíka og loðnuvertíðin í fyrra, sem var þó býsna góð. Besta leiðin til að brjóta upp einhæfnina í alltof fábreyttu atvinnulífi Íslendinga er að efla skapandi greinar. Það þarf að örva þær með öflugu stuðningskerfi sem stenst því snúning sem aðrar greinar njóta. Það þarf „jafnræði atvinnugreina" þar sem skapandi iðja á kost á verkefnatengdum sjóðum eins og aðrar greinar til að örva frumkvæði einyrkja, og smáfyrirtæki sem dreymir um að stækka. Við þurfum meiri útflutning á vöru og þjónustu sem byggir á miðlun, hönnun, innsæi og ímyndunarafli – sem sagt alhliða sköpun. Í skapandi greinum dyljast mikil sóknarfæri inn í framtíðina. Við höfum horft fram hjá þeim of lengi. Nú þarf að nýta kröftugan efnahagsbata næstu ára til að búa þessum sóknargreinum jákvætt og örvandi umhverfi. Það er lóðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Gamla handboltahetjan Finnur Jóhannsson hjá True North tók mig eiginlega á tæknilegu rothöggi þegar hann kom til fundar við mig á sínum tíma. Hann afþakkaði sæti í ráðherrasófanum en skellti sér flötum beinum á gólfið. Þar hnyklaði hann tattóveraða vöðva og hélt innblásna ræðu um hversu ábatasamt og atvinnuskapandi það væri fyrir samfélagið að hækka endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Ríkisstjórnin samþykkti í kjölfarið tillögu mína um að hækka endurgreiðslurnar um næstum helming. Þær fóru upp í 20%. Finnur reyndist hafa rétt fyrir sér og hver stórmyndin hefur síðan rekið aðra. Alltof fáir skilja gildi skapandi greina fyrir hagkerfið. Alltof margir líta á stuðning við þær sem lúxus, jafnvel óþarfa. Nægir að minna á árlega síbylju ónefndrar ungliðahreyfingar gamalgróins stjórnmálaflokks. Staðreyndin er samt sú, að kraftmikil lista- og menningartengd sköpun á Íslandi er orðin mikilvægur þáttur í verðmætaframleiðslu á Íslandi. Rannsóknin, sem kennd er við 1. des., sýndi að nú starfa um tíu þúsund manns við það sem skilgreint er sem skapandi greinar á grundvelli aðferðafræði Unesco. Virðisaukaskattskyld velta þeirra er um 190 milljarðar á ársgrundvelli. Beinhörð útflutningsverðmæti eru 24 milljarðar króna. Það er álíka og loðnuvertíðin í fyrra, sem var þó býsna góð. Besta leiðin til að brjóta upp einhæfnina í alltof fábreyttu atvinnulífi Íslendinga er að efla skapandi greinar. Það þarf að örva þær með öflugu stuðningskerfi sem stenst því snúning sem aðrar greinar njóta. Það þarf „jafnræði atvinnugreina" þar sem skapandi iðja á kost á verkefnatengdum sjóðum eins og aðrar greinar til að örva frumkvæði einyrkja, og smáfyrirtæki sem dreymir um að stækka. Við þurfum meiri útflutning á vöru og þjónustu sem byggir á miðlun, hönnun, innsæi og ímyndunarafli – sem sagt alhliða sköpun. Í skapandi greinum dyljast mikil sóknarfæri inn í framtíðina. Við höfum horft fram hjá þeim of lengi. Nú þarf að nýta kröftugan efnahagsbata næstu ára til að búa þessum sóknargreinum jákvætt og örvandi umhverfi. Það er lóðið.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun