Einstakt og sögulegt tækifæri Ólína Þorvarðardóttir skrifar 16. október 2012 06:00 Þjóð sem vaknar upp við afleiðingar spillingar, leyndarhyggju og stjórnsýsluleti, líkt og við Íslendingar gerðum haustið 2008 – þjóð sem vaknar upp við það að löggjöf landsins og stjórnarskrá eru ekki þess megnug að veita spillingar- og græðgisöflum viðnám – sú þjóð hlýtur að kalla eftir nýjum samfélagssáttmála. Það hafa aðrar þjóðir gert í svipuðum sporum, þær hafa sett sér nýjar stjórnarskrár. Og fólkið krafðist nýrrar stjórnarskrár eftir hrunið 2008. Í sama streng tók Rannsóknarnefnd Alþingis er hún lagði til endurritun stjórnarskrárinnar til þess að „skýra betur meginskyldur, ábyrgð og hlutverk valdhafa“. Alþingi hlustaði, og svaraði kallinu. Að vísu gekk það ekki snurðulaust, eins og margir muna. Upp risu öfl á Alþingi sem vilja ekki nýjan samfélagssáttmála, heldur standa vörð um óbreytt ástand. Það eru fulltrúar þeirra sem sáu ekkert athugavert við það að tveir menn tækju einhliða ákvörðun, án samráðs við Alþingi, hvað þá samfélagið allt, um að gera Ísland óbeinan aðila að Íraksstríðinu. Það eru öflin sem vilja að fámenn stétt manna höndli með þjóðarauðlindir og skili helst engu til samfélagsins. Öflin sem amast við því að almenningur sé upplýstur um mikilvæg mál, aðsteðjandi umhverfisvá eða mengunarhættu. Öflin sem vilja ganga um náttúru Íslands af sama skeytingarleysi og gengið var um fjárhirslur bankastofnana, lífeyrissjóða og ríkissjóðs í aðdraganda hrunsins, þ.e. sem ótæmandi kistu sem óþarfi sé að fylla á ný. Öflin sem gripið hafa huliðshendi um leynda valdaþræði og vilja halda þeim, vilja stjórna í krafti leyndar og ógagnsæis. Það eru þessi öfl sem hamast nú gegn þjóðaratkvæðagreiðslunni um inntak nýrrar stjórnarskrár þann 20. október. Helsti málsvari þeirra, ritstjóri Morgunblaðsins, fer mikinn. Sömuleiðis ýmsir þingmenn og frambjóðendur, sem reyna nú að snúa kosningunni upp í flokkspólitísk átök milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Einn gekk svo langt að tala um að stjórnarskráin innihéldi „pólitísk stefnumál flokkanna“ og myndi „skapa óróleika og uppnám“ í samfélaginu. Þess vegna væri brýnt fyrir landsmenn „að rísa gegn“ breytingum á stjórnarskránni. Þetta er svo fráleitur og rakalaus málflutningur að fátítt hlýtur að teljast. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni munu kjósendur taka afstöðu til niðurstöðu 950 manna þjóðfundar sem lagði grunngildin að því plaggi sem stjórnlagaráð hefur nú lagt fram og Alþingi hefur ákveðið að leggja fyrir þjóðina. Það verður þjóðin sem segir af eða á varðandi þau álitamál sem uppi eru, þ.e. um hvort stjórnarskráin skuli innihalda ákvæði um þjóðkirkju, auðlindir í þjóðareigu, stöðu náttúrunnar, upplýsingaskyldu stjórnvalda til almennings og jafnt atkvæðavægi. Atkvæðagreiðslan verður ekki flókin. Fólk er spurt hvort það vilji að tillögur stjórnlagaráðs liggi til grundvallar þegar Alþingi útbýr endanlega gerð frumvarps að nýrri stjórnarskrá, eins og lög kveða á um. Auk þess gefst fólki kostur á að svara fimm spurningum um einstök ákvæði sem skiptar skoðanir hafa verið um. Það þýðir að þingið muni taka við ráðgjöf þjóðarinnar varðandi þau fimm atriði. Fari svo ólíklega að þeim verði hafnað í atkvæðagreiðslunni, standa önnur 109 atriði frumvarpsins óhögguð ef meginþorri kjósenda segir já við fyrstu spurningunni. Svo einfalt er það. Auðséð er á tillögum stjórnlagaráðs að þær eru samdar af ríkri virðingu fyrir gildandi stjórnarskrá. Öll helgustu vé núgildandi stjórnarskrár er að finna í nýju tillögunum. Viðbæturnar lúta að viðfangsefnum sem knúið hafa dyra eftir 1944, eftir því sem samfélag okkar hefur þróast. Nú liggur upplýsingarit inni á heimilum landsmanna, þar sem gerð er góð grein fyrir stjórnarskrármálinu, aðdraganda þess og framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Þetta rit gefur foreldrum kærkomið tilefni til þess að ræða málið við ungmennin á heimilunum, ekki síst þau sem eru að fá kosningarétt. Ritið opnar stjórnarskrá Íslands fyrir almenningi og er gott verkfæri fyrir hvern og einn að rifja upp þau grunngildi sem við Íslendingar viljum standa fyrir og halda í heiðri. Er við göngum að kjörborði þann 20. eigum við þess kost að leggja okkar af mörkum til þess að skapa þá grunngerð sem stjórnvöldum og helstu stofnunum samfélagsins, líkt og almenningi, ber að fara eftir. Þetta er einstakt og sögulegt tækifæri sem við hljótum að taka fagnandi og af þeirri samfélagslegu ábyrgð sem felst í því að taka þátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Þjóð sem vaknar upp við afleiðingar spillingar, leyndarhyggju og stjórnsýsluleti, líkt og við Íslendingar gerðum haustið 2008 – þjóð sem vaknar upp við það að löggjöf landsins og stjórnarskrá eru ekki þess megnug að veita spillingar- og græðgisöflum viðnám – sú þjóð hlýtur að kalla eftir nýjum samfélagssáttmála. Það hafa aðrar þjóðir gert í svipuðum sporum, þær hafa sett sér nýjar stjórnarskrár. Og fólkið krafðist nýrrar stjórnarskrár eftir hrunið 2008. Í sama streng tók Rannsóknarnefnd Alþingis er hún lagði til endurritun stjórnarskrárinnar til þess að „skýra betur meginskyldur, ábyrgð og hlutverk valdhafa“. Alþingi hlustaði, og svaraði kallinu. Að vísu gekk það ekki snurðulaust, eins og margir muna. Upp risu öfl á Alþingi sem vilja ekki nýjan samfélagssáttmála, heldur standa vörð um óbreytt ástand. Það eru fulltrúar þeirra sem sáu ekkert athugavert við það að tveir menn tækju einhliða ákvörðun, án samráðs við Alþingi, hvað þá samfélagið allt, um að gera Ísland óbeinan aðila að Íraksstríðinu. Það eru öflin sem vilja að fámenn stétt manna höndli með þjóðarauðlindir og skili helst engu til samfélagsins. Öflin sem amast við því að almenningur sé upplýstur um mikilvæg mál, aðsteðjandi umhverfisvá eða mengunarhættu. Öflin sem vilja ganga um náttúru Íslands af sama skeytingarleysi og gengið var um fjárhirslur bankastofnana, lífeyrissjóða og ríkissjóðs í aðdraganda hrunsins, þ.e. sem ótæmandi kistu sem óþarfi sé að fylla á ný. Öflin sem gripið hafa huliðshendi um leynda valdaþræði og vilja halda þeim, vilja stjórna í krafti leyndar og ógagnsæis. Það eru þessi öfl sem hamast nú gegn þjóðaratkvæðagreiðslunni um inntak nýrrar stjórnarskrár þann 20. október. Helsti málsvari þeirra, ritstjóri Morgunblaðsins, fer mikinn. Sömuleiðis ýmsir þingmenn og frambjóðendur, sem reyna nú að snúa kosningunni upp í flokkspólitísk átök milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Einn gekk svo langt að tala um að stjórnarskráin innihéldi „pólitísk stefnumál flokkanna“ og myndi „skapa óróleika og uppnám“ í samfélaginu. Þess vegna væri brýnt fyrir landsmenn „að rísa gegn“ breytingum á stjórnarskránni. Þetta er svo fráleitur og rakalaus málflutningur að fátítt hlýtur að teljast. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni munu kjósendur taka afstöðu til niðurstöðu 950 manna þjóðfundar sem lagði grunngildin að því plaggi sem stjórnlagaráð hefur nú lagt fram og Alþingi hefur ákveðið að leggja fyrir þjóðina. Það verður þjóðin sem segir af eða á varðandi þau álitamál sem uppi eru, þ.e. um hvort stjórnarskráin skuli innihalda ákvæði um þjóðkirkju, auðlindir í þjóðareigu, stöðu náttúrunnar, upplýsingaskyldu stjórnvalda til almennings og jafnt atkvæðavægi. Atkvæðagreiðslan verður ekki flókin. Fólk er spurt hvort það vilji að tillögur stjórnlagaráðs liggi til grundvallar þegar Alþingi útbýr endanlega gerð frumvarps að nýrri stjórnarskrá, eins og lög kveða á um. Auk þess gefst fólki kostur á að svara fimm spurningum um einstök ákvæði sem skiptar skoðanir hafa verið um. Það þýðir að þingið muni taka við ráðgjöf þjóðarinnar varðandi þau fimm atriði. Fari svo ólíklega að þeim verði hafnað í atkvæðagreiðslunni, standa önnur 109 atriði frumvarpsins óhögguð ef meginþorri kjósenda segir já við fyrstu spurningunni. Svo einfalt er það. Auðséð er á tillögum stjórnlagaráðs að þær eru samdar af ríkri virðingu fyrir gildandi stjórnarskrá. Öll helgustu vé núgildandi stjórnarskrár er að finna í nýju tillögunum. Viðbæturnar lúta að viðfangsefnum sem knúið hafa dyra eftir 1944, eftir því sem samfélag okkar hefur þróast. Nú liggur upplýsingarit inni á heimilum landsmanna, þar sem gerð er góð grein fyrir stjórnarskrármálinu, aðdraganda þess og framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Þetta rit gefur foreldrum kærkomið tilefni til þess að ræða málið við ungmennin á heimilunum, ekki síst þau sem eru að fá kosningarétt. Ritið opnar stjórnarskrá Íslands fyrir almenningi og er gott verkfæri fyrir hvern og einn að rifja upp þau grunngildi sem við Íslendingar viljum standa fyrir og halda í heiðri. Er við göngum að kjörborði þann 20. eigum við þess kost að leggja okkar af mörkum til þess að skapa þá grunngerð sem stjórnvöldum og helstu stofnunum samfélagsins, líkt og almenningi, ber að fara eftir. Þetta er einstakt og sögulegt tækifæri sem við hljótum að taka fagnandi og af þeirri samfélagslegu ábyrgð sem felst í því að taka þátt.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar