Bergrisi við Austurvöll Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 12. október 2012 00:00 Þegar bergrisi ákveður að taka til í kringum sig getum við hin átt fótum okkar fjör að launa. Nú ber við að bergrisinn við Austurvöll virðist í ham því draga skal úr fjárútlátum ríkissjóðs vegna kostnaðarþátttöku við lyfjameðferð við ADHD um ríflega 200 milljónir. Sjálfur er ég ekki sérfróður um vinnuferli við fjárlagagerð en fæ ekki betur séð en að þingnefnd hafi farið full stórum við undirbúning á þessum þætti fjárlagafrumvarpsins. Í drögum að fjárlögum má finna meinta tilvísun í klínískar leiðbeiningar Landlæknis þess efnis að metýlfenídatlyf (ADHD-lyf) séu einungis ætluð börnum. Þeim sem hafa kynnt sér málið er þó fulljóst að hér er vísað í gamla lyfjaskrá – í klínísku leiðbeiningunum er hins vegar kýrskýrt að lyfjagjöf er talin virka mjög vel á fullorðna sem börn. Starfsmaður velferðarráðuneytis segir þó einungis að um óheppilegt orðalag sé að ræða. Ráðherra bætti um betur í fréttum Stöðvar 2 þann 3/10 og ítrekaði að greiðsluþátttöku ríkissjóðs ætti að ná niður um tvo þriðjuhluta á einu ári. Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að sitja fund með 6 starfsmönnum velferðarráðuneytisins ásamt formanni og framkvæmdastjóra ADHD-samtakanna föstudaginn 5/10. Er að vísu stjórnarmaður í samtökunum en sat fundinn fyrst og fremst á eigin forsendum sem einstaklingur með ADHD. Sjálfur tók ég lyfin þann morguninn og var nokkuð skýr í kollinum. Áður en lengra er haldið skal hrósa því sem vel var gert – og kristallast best í fyrirsögn síðustu fréttar á vef ráðuneytisins þann 10/10: „Lyfjameðferð vegna ADHD og misnotkun fíkla á metýlfenídati eru óskyld mál." Um þetta voru allir fundarmenn sammála. Eftir fundinn var maður nokkuð bjartsýnn, þó reynslan kenni að fagna ekki of snemma. Ráðuneytið samþykkti að ganga frá nokkurs konar fundargerð til birtingar ásamt eigin frétt um málið á heimasíðu sinni. Fréttin birtist eftir hádegi 10/10 undir yfirskriftinni „Mikilvægar staðreyndir vegna umræðu um ofvirknilyf". Ráðuneytið áréttaði enn og aftur að ætlunin væri að lækka fjárframlög um ríflega tvo þriðjuhluta. Þessu til stuðnings var birt merkilegt súlurit sem sýndi hvernig lyfjanotkun einstaklinga eldri en 20 ára hefur stóraukist og er nú svo til jöfn notkun þeirra sem yngri eru. Þó var látið undir höfuð leggjast að tiltaka að yngri hópurinn telur um 6.000 einstaklinga á meðan í eldri hópurinn eru líklega allt að 10.000 manns. Eins er einungis „viðurkennt" að þessi lyf geti nýst fullorðnum einstaklingum en í engu getið að ADHD-greiningum hjá fullorðnum fer einfaldlega fjölgandi. Þetta heitir í mínum bókum að ljúga með tölum – að sleppa óþægilegum þáttum til að fegra eigin málstað. Sem fyrr er gert ráð fyrir að lækka megi lyfjakostnað úr 340 í 120 milljónir á einu ári. Til frekari upplýsinga bendir ráðuneytið „á umfjöllun í Læknablaðinu 02. tbl. 97. árg. 2011 um mikla notkun ADHD-lyfja hér á landi: Met í notkun ADHD-lyfja" þar sem rætt er við Kristin Tómasson, Pál Matthíasson og Geir Gunnlaugsson. Sú lesning er stórgóð og kemur skýrt fram að læknarnir telja að víða sé pottur brotinn og of algengt að kerfið sem slíkt bjóði upp á mistök og jafnvel misnotkun. Þar er líka að finna þessa ágætu tilvitnun: „Ef við reiknum með að sparnaður ríkisins vegna minnkandi notkunar lyfsins geti numið allt að 200 milljónum á ári er ljóst að fjárhagslegur ávinningur er umtalsverður. En mikilvægara er þó að tryggja með öruggum hætti að þeir sem þurfa lyfin fái þau, um leið og dregið verður úr misnotkun lyfjanna." Þessu virðast nefndarmenn Alþingis síðan hafa snúið upp í hinn fullkomna sannleik: Skera skal kostnað niður strax um ríflega 200 milljónir – svo á að sjá til hvort nýtt sérfræðiteymi geti mögulega útfært önnur úrræði. Hvur skrambinn – er hér aftur komið hið ónákvæma orðalag? Bergrisinn farinn að berja höfði við stein og mögulegi sparnaðurinn orðinn að heilögum sannleika! Ágætu ráðherrar fjármála og velferðarmála: Finnst ykkur þetta boðleg vinnubrögð fyrir Alþingi Íslendinga? Ég óska eftir að þið svarið þessu greinarkorni skilmerkilega á opinberum vettvangi. Eins bið ég þess skemmstra orða að jötnum þeim er nú virðast ríða húsum í sölum Alþingis verði veitt viðeigandi aðstoð – AHDH-samtökin gætu jafnvel veitt ráðgjöf þar að lútandi. Ónákvæmt orðalag er vinsamlegast afþakkað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Þegar bergrisi ákveður að taka til í kringum sig getum við hin átt fótum okkar fjör að launa. Nú ber við að bergrisinn við Austurvöll virðist í ham því draga skal úr fjárútlátum ríkissjóðs vegna kostnaðarþátttöku við lyfjameðferð við ADHD um ríflega 200 milljónir. Sjálfur er ég ekki sérfróður um vinnuferli við fjárlagagerð en fæ ekki betur séð en að þingnefnd hafi farið full stórum við undirbúning á þessum þætti fjárlagafrumvarpsins. Í drögum að fjárlögum má finna meinta tilvísun í klínískar leiðbeiningar Landlæknis þess efnis að metýlfenídatlyf (ADHD-lyf) séu einungis ætluð börnum. Þeim sem hafa kynnt sér málið er þó fulljóst að hér er vísað í gamla lyfjaskrá – í klínísku leiðbeiningunum er hins vegar kýrskýrt að lyfjagjöf er talin virka mjög vel á fullorðna sem börn. Starfsmaður velferðarráðuneytis segir þó einungis að um óheppilegt orðalag sé að ræða. Ráðherra bætti um betur í fréttum Stöðvar 2 þann 3/10 og ítrekaði að greiðsluþátttöku ríkissjóðs ætti að ná niður um tvo þriðjuhluta á einu ári. Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að sitja fund með 6 starfsmönnum velferðarráðuneytisins ásamt formanni og framkvæmdastjóra ADHD-samtakanna föstudaginn 5/10. Er að vísu stjórnarmaður í samtökunum en sat fundinn fyrst og fremst á eigin forsendum sem einstaklingur með ADHD. Sjálfur tók ég lyfin þann morguninn og var nokkuð skýr í kollinum. Áður en lengra er haldið skal hrósa því sem vel var gert – og kristallast best í fyrirsögn síðustu fréttar á vef ráðuneytisins þann 10/10: „Lyfjameðferð vegna ADHD og misnotkun fíkla á metýlfenídati eru óskyld mál." Um þetta voru allir fundarmenn sammála. Eftir fundinn var maður nokkuð bjartsýnn, þó reynslan kenni að fagna ekki of snemma. Ráðuneytið samþykkti að ganga frá nokkurs konar fundargerð til birtingar ásamt eigin frétt um málið á heimasíðu sinni. Fréttin birtist eftir hádegi 10/10 undir yfirskriftinni „Mikilvægar staðreyndir vegna umræðu um ofvirknilyf". Ráðuneytið áréttaði enn og aftur að ætlunin væri að lækka fjárframlög um ríflega tvo þriðjuhluta. Þessu til stuðnings var birt merkilegt súlurit sem sýndi hvernig lyfjanotkun einstaklinga eldri en 20 ára hefur stóraukist og er nú svo til jöfn notkun þeirra sem yngri eru. Þó var látið undir höfuð leggjast að tiltaka að yngri hópurinn telur um 6.000 einstaklinga á meðan í eldri hópurinn eru líklega allt að 10.000 manns. Eins er einungis „viðurkennt" að þessi lyf geti nýst fullorðnum einstaklingum en í engu getið að ADHD-greiningum hjá fullorðnum fer einfaldlega fjölgandi. Þetta heitir í mínum bókum að ljúga með tölum – að sleppa óþægilegum þáttum til að fegra eigin málstað. Sem fyrr er gert ráð fyrir að lækka megi lyfjakostnað úr 340 í 120 milljónir á einu ári. Til frekari upplýsinga bendir ráðuneytið „á umfjöllun í Læknablaðinu 02. tbl. 97. árg. 2011 um mikla notkun ADHD-lyfja hér á landi: Met í notkun ADHD-lyfja" þar sem rætt er við Kristin Tómasson, Pál Matthíasson og Geir Gunnlaugsson. Sú lesning er stórgóð og kemur skýrt fram að læknarnir telja að víða sé pottur brotinn og of algengt að kerfið sem slíkt bjóði upp á mistök og jafnvel misnotkun. Þar er líka að finna þessa ágætu tilvitnun: „Ef við reiknum með að sparnaður ríkisins vegna minnkandi notkunar lyfsins geti numið allt að 200 milljónum á ári er ljóst að fjárhagslegur ávinningur er umtalsverður. En mikilvægara er þó að tryggja með öruggum hætti að þeir sem þurfa lyfin fái þau, um leið og dregið verður úr misnotkun lyfjanna." Þessu virðast nefndarmenn Alþingis síðan hafa snúið upp í hinn fullkomna sannleik: Skera skal kostnað niður strax um ríflega 200 milljónir – svo á að sjá til hvort nýtt sérfræðiteymi geti mögulega útfært önnur úrræði. Hvur skrambinn – er hér aftur komið hið ónákvæma orðalag? Bergrisinn farinn að berja höfði við stein og mögulegi sparnaðurinn orðinn að heilögum sannleika! Ágætu ráðherrar fjármála og velferðarmála: Finnst ykkur þetta boðleg vinnubrögð fyrir Alþingi Íslendinga? Ég óska eftir að þið svarið þessu greinarkorni skilmerkilega á opinberum vettvangi. Eins bið ég þess skemmstra orða að jötnum þeim er nú virðast ríða húsum í sölum Alþingis verði veitt viðeigandi aðstoð – AHDH-samtökin gætu jafnvel veitt ráðgjöf þar að lútandi. Ónákvæmt orðalag er vinsamlegast afþakkað.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar