Sameining Garðabæjar og Álftaness María Grétarsdóttir skrifar 11. október 2012 00:00 Bæjarstjórnir Garðabæjar og Sveitarfélagsins Álftaness samþykktu á fundum sínum haustið 2010 skipan samstarfsnefndar á grundvelli heimildar í 90. gr. þágildandi sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998, með síðari breytingum. Hlutverk samstarfsnefndar var að kanna möguleika á sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Nefndin samþykkti að leita til R3-Ráðgjafar ehf. (R3) um sérfræðiráðgjöf í undirbúningsvinnunni og liggur nú fyrir skýrsla sem við hvetjum alla Garðbæinga til að kynna sér og er birt á vefnum okkarval.is. Ef til sameiningar sveitarfélaganna kemur mun Garðabær yfirtaka sem nemur um 1,8 milljörðum króna umfram þær skuldir sem eru á íbúa í Garðabæ. Þetta þýðir að skuldir í sameinuðu sveitarfélagi verða um 130 þúsund krónum hærri á íbúa en nú er í Garðabæ, fara úr um 520 þúsund krónum á íbúa í um 650 þúsund krónur á íbúa, hækkun sem nemur um 25%. Ákjósanlegt hefði verið að leggja upp með jafnræði í skuldastöðu sveitarfélaganna en eftir samningaviðræður við lánardrottna Álftaness og ríkið er niðurstaðan þessi. Í skýrslu R3 kemur fram að hjá sveitarfélaginu Álftanesi séu málaferli í gangi vegna tveggja ágreiningsmála en engin í Garðabæ. Einnig kemur fram að ráðast þurfi í framkvæmdir í fráveitumálum á Álftanesi sem áætlað er að nemi allt að 270 milljónum króna. Gert er ráð fyrir sömu skattlagningu og þjónustu í sameinuðu sveitarfélagi og nú er í Garðabæ. Aftast í skýrslu R3 eru settar fram áætlaðar lykiltölur sem taka mið af sameiningu sveitarfélaganna og þær bornar saman við áætlaðar lykiltölur sveitarfélaganna án sameiningar. Áætlað er að hagræðing náist í rekstri sameinaðs sveitarfélags um 120 milljónir króna á ári en á móti komi kostnaðaraukning upp á 150 milljónir króna vegna jöfnunar á skattheimtu og endurgreiðslum sem nú eru í Garðabæ og Álftnesingar muni njóta í sameinuðu sveitarfélagi. Áætluð hagræðing gerir ráð fyrir að ráðist verði í verulega fækkun nefnda hjá sameinuðu sveitarfélagi. Á vefnum www.okkarval.is kemur fram að engar ákvarðanir hafi verið teknar um fækkun nefnda þannig að slá þarf varnagla við þessari tölu. Gert er ráð fyrir að kostnaðaraukinn við bætta þjónustu/auknar niðurgreiðslur til Álftnesinga muni nema um 23 milljónum króna árlega og samræming á útsvarsprósentu minnkar tekjur frá íbúum Álftaness um 124 milljónir króna árlega. Útsvarstekjur á íbúa á árinu 2011 voru 392 þúsund krónur í Garðabæ en 375 þúsund krónur á Álftanesi eða um 4% lægri en í Garðabæ. Ef útsvarsprósenta Álftnesinga á árinu 2011 hefði verið sú sama og í Garðabæ, eða 13,66% í stað 15,20%, þá hefðu útsvarstekjurnar verið 15% lægri á íbúa á Álftanesi en í Garðabæ. Samkvæmt 11. gr. nýrra sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, skal fjöldi aðalmanna í sveitarstjórn vera 11-15 talsins í sveitarfélögum með 10.000-49.999 íbúa. Samkvæmt ákvæði til bráðabirgða í nýjum sveitarstjórnarlögum þarf þó ekki að koma til fjölgunar á fulltrúum í sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags fyrr en við sveitarstjórnarkosningar 2018. Tekið er fram í skýrslu R3 að við sameiningu sveitarfélaganna sé hægt að ákveða að fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn við kosningar árið 2014 verði óbreyttur, eða sjö. Í næstu kosningum eða árið 2018 þarf þó fjöldi fulltrúa að vera kominn í 11-15 eins og að framan segir, algjörlega óháð því hvort til sameiningar komi eða ekki fyrir Garðabæ. Þess er getið í skýrslunni að rétt þyki ef til sameiningar komi að hafa sama fulltrúafjölda í nefndum líkt og nú er hjá Garðabæ þ.e. fimm fulltrúa, þó þannig að Fræðslunefnd verði sameinuð nefnd grunnskóla-, leikskóla- og tónlistarskólamála sem í væru sjö fulltrúar til að tryggja sem mesta breidd sjónarmiða. Meðal kostnaðarhagræðingar sem lögð er til í skýrslunni er gert ráð fyrir verulegri fækkun nefnda í sameinuðu sveitarfélagi eða í sex. FÓLKIÐ- í bænum telur mikilvægt að ef til sameiningar kemur að ráðist verði í rekstrarhagræðingu að lágmarki eins og lagt er upp með í skýrslu R3 en samhliða verði þó gætt lýðræðis í stjórnskipuninni þannig að allir flokkar sem eiga bæjarfulltrúa, eigi fulltrúa í nefndum og ráðum bæjarins. FÓLKIÐ- í bænum hefur í sameiningarviðræðunum verið jákvætt í garð sameiningar en á sama tíma höfum við verið varkár og kallað eftir ítarlegum upplýsingum til að fá sem heildstæðasta mynd af stöðunni. Við hvetjum ykkur bæjarbúar til að huga vel að kostum og göllum sameiningar og mæta á kjörstað til að tjá hug ykkar til sameiningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Halldór 05.04.2025 Halldór Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Bæjarstjórnir Garðabæjar og Sveitarfélagsins Álftaness samþykktu á fundum sínum haustið 2010 skipan samstarfsnefndar á grundvelli heimildar í 90. gr. þágildandi sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998, með síðari breytingum. Hlutverk samstarfsnefndar var að kanna möguleika á sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Nefndin samþykkti að leita til R3-Ráðgjafar ehf. (R3) um sérfræðiráðgjöf í undirbúningsvinnunni og liggur nú fyrir skýrsla sem við hvetjum alla Garðbæinga til að kynna sér og er birt á vefnum okkarval.is. Ef til sameiningar sveitarfélaganna kemur mun Garðabær yfirtaka sem nemur um 1,8 milljörðum króna umfram þær skuldir sem eru á íbúa í Garðabæ. Þetta þýðir að skuldir í sameinuðu sveitarfélagi verða um 130 þúsund krónum hærri á íbúa en nú er í Garðabæ, fara úr um 520 þúsund krónum á íbúa í um 650 þúsund krónur á íbúa, hækkun sem nemur um 25%. Ákjósanlegt hefði verið að leggja upp með jafnræði í skuldastöðu sveitarfélaganna en eftir samningaviðræður við lánardrottna Álftaness og ríkið er niðurstaðan þessi. Í skýrslu R3 kemur fram að hjá sveitarfélaginu Álftanesi séu málaferli í gangi vegna tveggja ágreiningsmála en engin í Garðabæ. Einnig kemur fram að ráðast þurfi í framkvæmdir í fráveitumálum á Álftanesi sem áætlað er að nemi allt að 270 milljónum króna. Gert er ráð fyrir sömu skattlagningu og þjónustu í sameinuðu sveitarfélagi og nú er í Garðabæ. Aftast í skýrslu R3 eru settar fram áætlaðar lykiltölur sem taka mið af sameiningu sveitarfélaganna og þær bornar saman við áætlaðar lykiltölur sveitarfélaganna án sameiningar. Áætlað er að hagræðing náist í rekstri sameinaðs sveitarfélags um 120 milljónir króna á ári en á móti komi kostnaðaraukning upp á 150 milljónir króna vegna jöfnunar á skattheimtu og endurgreiðslum sem nú eru í Garðabæ og Álftnesingar muni njóta í sameinuðu sveitarfélagi. Áætluð hagræðing gerir ráð fyrir að ráðist verði í verulega fækkun nefnda hjá sameinuðu sveitarfélagi. Á vefnum www.okkarval.is kemur fram að engar ákvarðanir hafi verið teknar um fækkun nefnda þannig að slá þarf varnagla við þessari tölu. Gert er ráð fyrir að kostnaðaraukinn við bætta þjónustu/auknar niðurgreiðslur til Álftnesinga muni nema um 23 milljónum króna árlega og samræming á útsvarsprósentu minnkar tekjur frá íbúum Álftaness um 124 milljónir króna árlega. Útsvarstekjur á íbúa á árinu 2011 voru 392 þúsund krónur í Garðabæ en 375 þúsund krónur á Álftanesi eða um 4% lægri en í Garðabæ. Ef útsvarsprósenta Álftnesinga á árinu 2011 hefði verið sú sama og í Garðabæ, eða 13,66% í stað 15,20%, þá hefðu útsvarstekjurnar verið 15% lægri á íbúa á Álftanesi en í Garðabæ. Samkvæmt 11. gr. nýrra sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, skal fjöldi aðalmanna í sveitarstjórn vera 11-15 talsins í sveitarfélögum með 10.000-49.999 íbúa. Samkvæmt ákvæði til bráðabirgða í nýjum sveitarstjórnarlögum þarf þó ekki að koma til fjölgunar á fulltrúum í sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags fyrr en við sveitarstjórnarkosningar 2018. Tekið er fram í skýrslu R3 að við sameiningu sveitarfélaganna sé hægt að ákveða að fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn við kosningar árið 2014 verði óbreyttur, eða sjö. Í næstu kosningum eða árið 2018 þarf þó fjöldi fulltrúa að vera kominn í 11-15 eins og að framan segir, algjörlega óháð því hvort til sameiningar komi eða ekki fyrir Garðabæ. Þess er getið í skýrslunni að rétt þyki ef til sameiningar komi að hafa sama fulltrúafjölda í nefndum líkt og nú er hjá Garðabæ þ.e. fimm fulltrúa, þó þannig að Fræðslunefnd verði sameinuð nefnd grunnskóla-, leikskóla- og tónlistarskólamála sem í væru sjö fulltrúar til að tryggja sem mesta breidd sjónarmiða. Meðal kostnaðarhagræðingar sem lögð er til í skýrslunni er gert ráð fyrir verulegri fækkun nefnda í sameinuðu sveitarfélagi eða í sex. FÓLKIÐ- í bænum telur mikilvægt að ef til sameiningar kemur að ráðist verði í rekstrarhagræðingu að lágmarki eins og lagt er upp með í skýrslu R3 en samhliða verði þó gætt lýðræðis í stjórnskipuninni þannig að allir flokkar sem eiga bæjarfulltrúa, eigi fulltrúa í nefndum og ráðum bæjarins. FÓLKIÐ- í bænum hefur í sameiningarviðræðunum verið jákvætt í garð sameiningar en á sama tíma höfum við verið varkár og kallað eftir ítarlegum upplýsingum til að fá sem heildstæðasta mynd af stöðunni. Við hvetjum ykkur bæjarbúar til að huga vel að kostum og göllum sameiningar og mæta á kjörstað til að tjá hug ykkar til sameiningar.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun