Svo margt sameiginlegt Stefan Füle skrifar 11. október 2012 00:00 Þegar ég hitti Íslendinga er ég gjarnan spurður sömu tveggja spurninganna: Af hverju ættum við að ganga til liðs við Evrópusambandið á erfiðleikatímum? Og hvaða raunverulegi ávinningur fæst fyrir báða aðila ef Ísland gengur í sambandið? Þessar spurningar krefjast skýrra og heiðarlegra svara því þær ná inn að innsta kjarna sambands okkar sem byggir á sameiginlegum og óhagganlegum grunni. Til að byrja með þá deilum við sömu gildum. Samfélög okkar byggja á sömu grundvallarreglum um lýðræði og frelsi. Alþingi, elsta starfandi þing í heimi, er til marks um það. Ég einblíni á gildin vegna þess að þau móta sýn okkar á heiminn og viðbrögð okkar við hnattrænum áskorunum. Slíkar áskoranir, og viðbrögð við þeim, eru í síauknum mæli viðfangsefni bæði Íslands og ESB. Leyfið mér að orða það svona: Við erum eins og nágrannar sem búa hlið við hlið. Þrátt fyrir að stundum komi upp erjur erum við ávallt sammála í lykilmálum. Við deilum ekki einungis sameiginlegum gildum, áhugamálum og áskorunum heldur einnig sameiginlegum lausnum. Efnahagur okkar er nátengdur: ESB er langstærsti viðskiptaaðili Íslands, en þrír fjórðungar af útflutningi Íslands fara til landa ESB. Þá eigum við sameiginlegra hagsmuna að gæta hvað varðar sjálfbæran sjávarútveg og málefni norðurslóða, sem gegna stöðugt mikilvægara hlutverki. Með aðild að Schengen-samkomulaginu njóta Íslendingar þess að ferðast án vegabréfs til flestra landa ESB. Ísland er öflugur og virkur þátttakandi í rannsóknum sem fjármagnaðar eru af ESB. Fleiri en 2.100 íslenskir nemar hafa tekið þátt í Erasmus skiptinemaáætluninni frá 2007. Og síðast en ekki síst eru lög okkar að ákveðnum hluta sameiginleg, þökk sé aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Því er að sjálfsögðu ekki að neita að ESB er í kreppu en ég efast þó ekki um að sambandið nái sér á strik. Erfiðleikar – hvort sem þeir eru af efnahagslegum, pólitískum eða náttúrulegum toga – eru staðreynd lífsins. Það þarf ekki að sannfæra ykkur um það, sem hafið nýverið upplifað og jafnað ykkur á efnahagslegum og náttúrulegum hamförum. Bæði Ísland og ESB munu þurfa að kljást við aðra erfiðleika í framtíðinni. Það að kljást við er í raun lykilatriði. ESB hefur í gegnum tíðina sýnt merkilega hæfni til aðlögunar og til að takast á við erfiðleika, og jafnvel komið út sterkari fyrir vikið. Þetta er nokkuð sem við sjáum gerast núna. Þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í til að takast á við núverandi ástand eru teknar að móta nýja, bætta, samhæfðari og sterkari Evrópu. Í framtíðinni munu Ísland og ESB takast á við nýjar hnattrænar áskoranir. Það er mat mitt að bæði Ísland og ESB verði betur í stakk búin að takast á við þessar áskoranir í sameiningu. Þið verðið í aðstöðu til að móta stefnumál hjá leiðandi viðskiptabandalagi á heimsvísu og þungavigtaraðila á alþjóða vettvangi. ESB mun einnig njóta góðs af frumkvöðlakrafti Íslendinga og hæfileika þeirra til að yfirstíga hindranir. Þegar þið veltið fyrir ykkur framtíðarmöguleikum þá hvet ég ykkur eindregið til að horfa á það sem við eigum sameiginlegt, sér í lagi þegar samningar hafa náð mikilvægu stigi. Ég fagna þeirri opnu umræðu sem ég hef orðið vitni að hingað til og hvet alla Íslendinga til að taka þátt í þeirri umræðu. Ég er fullviss um að undir lok viðræðna getum við kynnt samning sem tekur tillit til sérstöðu Íslands og tryggir grundvallarreglur ESB. Hann mun gera ykkur, íslensku þjóðinni, kleift að taka ákvörðun. Greinin er birt í tilefni af útgáfu framvinduskýrslu framkvæmdastjórnar ESB um Ísland, 10. október 2012. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég hitti Íslendinga er ég gjarnan spurður sömu tveggja spurninganna: Af hverju ættum við að ganga til liðs við Evrópusambandið á erfiðleikatímum? Og hvaða raunverulegi ávinningur fæst fyrir báða aðila ef Ísland gengur í sambandið? Þessar spurningar krefjast skýrra og heiðarlegra svara því þær ná inn að innsta kjarna sambands okkar sem byggir á sameiginlegum og óhagganlegum grunni. Til að byrja með þá deilum við sömu gildum. Samfélög okkar byggja á sömu grundvallarreglum um lýðræði og frelsi. Alþingi, elsta starfandi þing í heimi, er til marks um það. Ég einblíni á gildin vegna þess að þau móta sýn okkar á heiminn og viðbrögð okkar við hnattrænum áskorunum. Slíkar áskoranir, og viðbrögð við þeim, eru í síauknum mæli viðfangsefni bæði Íslands og ESB. Leyfið mér að orða það svona: Við erum eins og nágrannar sem búa hlið við hlið. Þrátt fyrir að stundum komi upp erjur erum við ávallt sammála í lykilmálum. Við deilum ekki einungis sameiginlegum gildum, áhugamálum og áskorunum heldur einnig sameiginlegum lausnum. Efnahagur okkar er nátengdur: ESB er langstærsti viðskiptaaðili Íslands, en þrír fjórðungar af útflutningi Íslands fara til landa ESB. Þá eigum við sameiginlegra hagsmuna að gæta hvað varðar sjálfbæran sjávarútveg og málefni norðurslóða, sem gegna stöðugt mikilvægara hlutverki. Með aðild að Schengen-samkomulaginu njóta Íslendingar þess að ferðast án vegabréfs til flestra landa ESB. Ísland er öflugur og virkur þátttakandi í rannsóknum sem fjármagnaðar eru af ESB. Fleiri en 2.100 íslenskir nemar hafa tekið þátt í Erasmus skiptinemaáætluninni frá 2007. Og síðast en ekki síst eru lög okkar að ákveðnum hluta sameiginleg, þökk sé aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Því er að sjálfsögðu ekki að neita að ESB er í kreppu en ég efast þó ekki um að sambandið nái sér á strik. Erfiðleikar – hvort sem þeir eru af efnahagslegum, pólitískum eða náttúrulegum toga – eru staðreynd lífsins. Það þarf ekki að sannfæra ykkur um það, sem hafið nýverið upplifað og jafnað ykkur á efnahagslegum og náttúrulegum hamförum. Bæði Ísland og ESB munu þurfa að kljást við aðra erfiðleika í framtíðinni. Það að kljást við er í raun lykilatriði. ESB hefur í gegnum tíðina sýnt merkilega hæfni til aðlögunar og til að takast á við erfiðleika, og jafnvel komið út sterkari fyrir vikið. Þetta er nokkuð sem við sjáum gerast núna. Þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í til að takast á við núverandi ástand eru teknar að móta nýja, bætta, samhæfðari og sterkari Evrópu. Í framtíðinni munu Ísland og ESB takast á við nýjar hnattrænar áskoranir. Það er mat mitt að bæði Ísland og ESB verði betur í stakk búin að takast á við þessar áskoranir í sameiningu. Þið verðið í aðstöðu til að móta stefnumál hjá leiðandi viðskiptabandalagi á heimsvísu og þungavigtaraðila á alþjóða vettvangi. ESB mun einnig njóta góðs af frumkvöðlakrafti Íslendinga og hæfileika þeirra til að yfirstíga hindranir. Þegar þið veltið fyrir ykkur framtíðarmöguleikum þá hvet ég ykkur eindregið til að horfa á það sem við eigum sameiginlegt, sér í lagi þegar samningar hafa náð mikilvægu stigi. Ég fagna þeirri opnu umræðu sem ég hef orðið vitni að hingað til og hvet alla Íslendinga til að taka þátt í þeirri umræðu. Ég er fullviss um að undir lok viðræðna getum við kynnt samning sem tekur tillit til sérstöðu Íslands og tryggir grundvallarreglur ESB. Hann mun gera ykkur, íslensku þjóðinni, kleift að taka ákvörðun. Greinin er birt í tilefni af útgáfu framvinduskýrslu framkvæmdastjórnar ESB um Ísland, 10. október 2012.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun