Komandi kosningar – JÁ eða NEI? Sighvatur Björgvinsson skrifar 11. október 2012 00:00 Bandaríska stjórnarskráin er orðin tvö hundruð tuttugu og fjögurra ára gömul og er að megininntaki óbreytt þó samþykktar hafi verið breytingar og viðbætur tuttugu og sjö sinnum. Á líftíma bandarísku stjórnarskrárinnar hafa margvíslegar hremmingar riðið yfir bandarísku þjóðina – miklar og stórar kreppur – en stjórnarskráin er ekki talin hafa valdið þeim. Íslenska stjórnarskráin er 138 ára gömul og er að megininntaki óbreytt þó samþykktar hafi verið viðbætur og breytingar alls sjö sinnum. Á líftíma íslensku stjórnarskrárinnar hafa margvíslegar hremmingar riðið yfir íslensku þjóðina – miklar og stórar kreppur – en stjórnarskráin er ekki talin hafa valdið þeim. Samt sem áður getur verið skynsamlegt að endurskoða íslensku stjórnarskrána frá grunni til breytinga – þó það geti vart talist vera lífsnauðsynlegt. Þjóðfundur og Stjórnlagaráð hafa unnið vel og komið fram með margar, góðar hugmyndir – en aðrar miður góðar. Nú á að fara að greiða atkvæði um tiltekna efnisþætti. Og hvað á fólk að gera? Þorvaldur Gylfason og fleiri Stjórnlagaráðsmenn segja, að þeir, sem segja JÁ við spurningunni um hvort leggja eigi tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar við meðferð Alþingis á málinu séu að lýsa fortakslausum stuðningi sínum við öll atriðin í tillögum ráðsins og þeim megi alþingismenn því á engan hátt breyta. Þá get ég ekki sagt JÁ, því þó ég sé sammála sumum tillögunum er ég ósammála öðrum. Reimar Pétursson og aðrir skoðanabræður hans segja að ef sagt sé NEI við sömu spurningu sé það höfnun á tillögum Stjórnlagaráðs og þá eigi að leggja tillögurnar til hliðar og ekki taka mark á þeim meir. Ég get þá ekki heldur sagt NEI, því þó ég sé ósammála sumum tillögunum er ég sammála öðrum og vil ekki að mikilli og góðri vinnu Þjóðfundarins og Stjórnlagaráðs verði hent út í hafsauga. Ég get því hvorki sagt JÁ né NEI eins og málið er kynnt fyrir þjóðinni og svo mun fleirum farið. Nú er það svo, að samkvæmt gildandi stjórnarskrá er stjórnarskrárgjafinn Alþingi. Þeim fyrirmælum verður að fylgja. Þarna verður Alþingi sem sé að kveða upp sinn dóm. Hver verða viðbrögð Alþingis við niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar? Telur Alþingi að ef meirihlutinn segi JÁ við umræddri spurningu sé Alþingi þar með óheimilt að hnika til eða breyta tillögum Stjórnlagaráðs? Telur Alþingi, að ef meirihlutinn segir NEI eigi Alþingi ekkert tillit að taka til tillagna Stjórnlagaráðsins og ekkert mið hafa af tillögum þess við framhaldsmeðferð málsins? Ég sé ekki hvernig hægt er að ganga til atkvæða á forsendum þeirra Þorvaldar og Reimars. Í lýðræðislandi má ekki og á ekki að efna til atkvæðagreiðslu um mikilvæg mál með jafn mikilli óvissu um hvað afstaða hvers og eins raunverulega þýðir. Æðsti lýðræðisvettvangur þjóðarinnar er Alþingi. Þaðan verður að koma leiðsögn um hvernig túlka ber afstöðu kjósenda í komandi kosningum og sú leiðsögn verður að koma áður en gengið er til kosninganna. Forseti Alþingis er rödd þjóðþingsins. Hvað segir sú rödd? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Skoðun Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Sjá meira
Bandaríska stjórnarskráin er orðin tvö hundruð tuttugu og fjögurra ára gömul og er að megininntaki óbreytt þó samþykktar hafi verið breytingar og viðbætur tuttugu og sjö sinnum. Á líftíma bandarísku stjórnarskrárinnar hafa margvíslegar hremmingar riðið yfir bandarísku þjóðina – miklar og stórar kreppur – en stjórnarskráin er ekki talin hafa valdið þeim. Íslenska stjórnarskráin er 138 ára gömul og er að megininntaki óbreytt þó samþykktar hafi verið viðbætur og breytingar alls sjö sinnum. Á líftíma íslensku stjórnarskrárinnar hafa margvíslegar hremmingar riðið yfir íslensku þjóðina – miklar og stórar kreppur – en stjórnarskráin er ekki talin hafa valdið þeim. Samt sem áður getur verið skynsamlegt að endurskoða íslensku stjórnarskrána frá grunni til breytinga – þó það geti vart talist vera lífsnauðsynlegt. Þjóðfundur og Stjórnlagaráð hafa unnið vel og komið fram með margar, góðar hugmyndir – en aðrar miður góðar. Nú á að fara að greiða atkvæði um tiltekna efnisþætti. Og hvað á fólk að gera? Þorvaldur Gylfason og fleiri Stjórnlagaráðsmenn segja, að þeir, sem segja JÁ við spurningunni um hvort leggja eigi tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar við meðferð Alþingis á málinu séu að lýsa fortakslausum stuðningi sínum við öll atriðin í tillögum ráðsins og þeim megi alþingismenn því á engan hátt breyta. Þá get ég ekki sagt JÁ, því þó ég sé sammála sumum tillögunum er ég ósammála öðrum. Reimar Pétursson og aðrir skoðanabræður hans segja að ef sagt sé NEI við sömu spurningu sé það höfnun á tillögum Stjórnlagaráðs og þá eigi að leggja tillögurnar til hliðar og ekki taka mark á þeim meir. Ég get þá ekki heldur sagt NEI, því þó ég sé ósammála sumum tillögunum er ég sammála öðrum og vil ekki að mikilli og góðri vinnu Þjóðfundarins og Stjórnlagaráðs verði hent út í hafsauga. Ég get því hvorki sagt JÁ né NEI eins og málið er kynnt fyrir þjóðinni og svo mun fleirum farið. Nú er það svo, að samkvæmt gildandi stjórnarskrá er stjórnarskrárgjafinn Alþingi. Þeim fyrirmælum verður að fylgja. Þarna verður Alþingi sem sé að kveða upp sinn dóm. Hver verða viðbrögð Alþingis við niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar? Telur Alþingi að ef meirihlutinn segi JÁ við umræddri spurningu sé Alþingi þar með óheimilt að hnika til eða breyta tillögum Stjórnlagaráðs? Telur Alþingi, að ef meirihlutinn segir NEI eigi Alþingi ekkert tillit að taka til tillagna Stjórnlagaráðsins og ekkert mið hafa af tillögum þess við framhaldsmeðferð málsins? Ég sé ekki hvernig hægt er að ganga til atkvæða á forsendum þeirra Þorvaldar og Reimars. Í lýðræðislandi má ekki og á ekki að efna til atkvæðagreiðslu um mikilvæg mál með jafn mikilli óvissu um hvað afstaða hvers og eins raunverulega þýðir. Æðsti lýðræðisvettvangur þjóðarinnar er Alþingi. Þaðan verður að koma leiðsögn um hvernig túlka ber afstöðu kjósenda í komandi kosningum og sú leiðsögn verður að koma áður en gengið er til kosninganna. Forseti Alþingis er rödd þjóðþingsins. Hvað segir sú rödd?
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar