Eru allir öryrkjar fatlaðir? Helga Björk Grétudóttir skrifar 11. október 2012 00:00 Nokkrir félagar úr Aðgerðahópi háttvirtra öryrkja hafa að undanförnu hist vikulega til að ræða ýmis hagsmunamál öryrkja. Eitt af því sem verið hefur í brennidepli er spurningin hvort allir þeir sem fengið hafa 75% örorkumat teljist fatlaðir og falli þar með undir lög um málefni fatlaðs fólks og lög um réttindagæslumann fatlaðs fólks. Hugtakið fatlaður eða fatlað fólk er vandmeðfarið, ekki síst þegar að lagasetningu kemur. Þegar rætt er um fatlaðan einstakling kemur upp í huga margra mynd af líkamlega fötluðum einstaklingi, jafnvel einhverjum sem situr í hjólastól eða einstaklingi sem er fæddur með fötlun, t.d. þroskaskerðingu. Færri gera sér grein fyrir því að fötlun getur verið afleiðing slysa eða veikinda og getur verið bæði líkamlegs og andlegs eðlis. Samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks frá 1992 nr. 59 2. júní 2. grein hljóðar skilgreiningin á fötlun svo: Einstaklingur á rétt á þjónustu samkvæmt lögum þessum sé hann með andlega eða líkamlega fötlun og þarfnist sérstakrar þjónustu og stuðnings af þeim sökum. Hér er átt við þroskahömlun, geðfötlun, hreyfihömlun, sjón- og heyrnarskerðingu. Enn fremur getur fötlun verið afleiðing af langvarandi veikindum, svo og slysum. Einnig má benda á skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna, en samkvæmt henni getur fólk verið fatlað á margan hátt: á líkamlegan eða andlegan hátt, vegna taugalegs skaða, læknisfræðilegra aðstæðna eða vandamála af geðrænum toga. Á skilgreiningin við um tímabundið jafnt sem viðvarandi ástand. Við lestur þessara skilgreininga vaknar óhjákvæmilega upp sú spurning hvort öryrkjar falli undir lög um málefni fatlaðs fólks, þar sem skilgreining laganna nær yfir allar meginorsakir þess að fólk fær örorkumat. Það er að okkar mati mikilvægt að hafa þessa skilgreiningu á hreinu, því lög um málefni fatlaðs fólks eiga að tryggja fötluðu fólki ýmis réttindi og lögbundna þjónustu. Hins vegar er hægt að velta því fyrir sér hvort löggjafinn hafi haft ákveðna hópa í huga fremur en aðra þegar lögin voru samin og hvort lögbundin þjónusta sé miðuð við þarfir þessara hópa. Að okkar mati hallar á þá sem eiga við geðsjúkdóma að stríða, þegar kemur að réttindum og þjónustu við fatlað fólk. Einnig þá sem fengið hafa metna 75% örorku vegna langvarandi sjúkdóma og eiga við jafnvel ýmis geðræn vandamál að stríða af þeim sökum. Okkur finnst nokkuð vanta upp á það að öryrkjar almennt njóti þeirra réttinda sem lögin eiga að tryggja. Ef fyllsta jafnréttis og jafnræðis á að vera gætt ætti aldrei að leika nokkur vafi á því hverjir falla undir lög um málefni fatlaðs fólk eða hverjir eiga rétt á aðstoð réttindagæslumanns fatlaðs fólk. Við bendum á tilvik þar sem öryrkja, sem óskaði eftir aðstoð réttindagæslumanns, var vísað frá á þeim forsendum að flestiröryrkjar væru fullfærir um að gæta réttinda sinna sjálfir. Það væri sannarlega óskandi að svo væri, en því miður er raunveruleikinn annar. Sem dæmi má nefna að ýmis geðræn vandamál öryrkja, svo sem kvíði, þunglyndi og áfallastreituröskun, geta gert að verkum að fólk er alls ófært um að takast á við ýmis vandamál sem koma upp og getur jafnvel ekki sinnt heimilishaldi og innkaupum. Spurningin er hvort lögbundin þjónusta sé einnig í boði fyrir fólk sem á við slík vandamál að stríða. Að lokum er vert að velta því fyrir sér hvort öryrkjar séu almennt nógu meðvitaðir um réttindi sín og hvernig staðið sé að ráðgjöf og upplýsingamiðlun til öryrkja af hálfu ríkis og sveitarfélaga. Örorka er ekki val eða lífsstíll. Það fær enginn örorkumat nema að undangengnu læknisfræðilegu mati, í kjölfar veikinda eða slysa. Það eitt að lenda í slíkri stöðu er áfall í sjálfu sér. Því teljum við mikilvægt að þeir sem fá 75% örorkumat fái frá upphafi skýrar og greinargóðar upplýsingar um réttindi sín og þá þjónustu sem í boði er. Það er mikilvægt að þeir sem eiga, lögum samkvæmt, að veita fötluðu fólki – og þar með öryrkjum – þjónustu, eigi frumkvæði að því að fólk geti nýtt sér lögbundna þjónustu. Svo og öll önnur úrræði eða afsláttarkjör, sem gætu létt undir með öryrkjum, sem þurfa oftar en ekki að horfast í augu við fjárhagslegt áfall í kjölfar örorkumats. Betur má ef duga skal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Nokkrir félagar úr Aðgerðahópi háttvirtra öryrkja hafa að undanförnu hist vikulega til að ræða ýmis hagsmunamál öryrkja. Eitt af því sem verið hefur í brennidepli er spurningin hvort allir þeir sem fengið hafa 75% örorkumat teljist fatlaðir og falli þar með undir lög um málefni fatlaðs fólks og lög um réttindagæslumann fatlaðs fólks. Hugtakið fatlaður eða fatlað fólk er vandmeðfarið, ekki síst þegar að lagasetningu kemur. Þegar rætt er um fatlaðan einstakling kemur upp í huga margra mynd af líkamlega fötluðum einstaklingi, jafnvel einhverjum sem situr í hjólastól eða einstaklingi sem er fæddur með fötlun, t.d. þroskaskerðingu. Færri gera sér grein fyrir því að fötlun getur verið afleiðing slysa eða veikinda og getur verið bæði líkamlegs og andlegs eðlis. Samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks frá 1992 nr. 59 2. júní 2. grein hljóðar skilgreiningin á fötlun svo: Einstaklingur á rétt á þjónustu samkvæmt lögum þessum sé hann með andlega eða líkamlega fötlun og þarfnist sérstakrar þjónustu og stuðnings af þeim sökum. Hér er átt við þroskahömlun, geðfötlun, hreyfihömlun, sjón- og heyrnarskerðingu. Enn fremur getur fötlun verið afleiðing af langvarandi veikindum, svo og slysum. Einnig má benda á skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna, en samkvæmt henni getur fólk verið fatlað á margan hátt: á líkamlegan eða andlegan hátt, vegna taugalegs skaða, læknisfræðilegra aðstæðna eða vandamála af geðrænum toga. Á skilgreiningin við um tímabundið jafnt sem viðvarandi ástand. Við lestur þessara skilgreininga vaknar óhjákvæmilega upp sú spurning hvort öryrkjar falli undir lög um málefni fatlaðs fólks, þar sem skilgreining laganna nær yfir allar meginorsakir þess að fólk fær örorkumat. Það er að okkar mati mikilvægt að hafa þessa skilgreiningu á hreinu, því lög um málefni fatlaðs fólks eiga að tryggja fötluðu fólki ýmis réttindi og lögbundna þjónustu. Hins vegar er hægt að velta því fyrir sér hvort löggjafinn hafi haft ákveðna hópa í huga fremur en aðra þegar lögin voru samin og hvort lögbundin þjónusta sé miðuð við þarfir þessara hópa. Að okkar mati hallar á þá sem eiga við geðsjúkdóma að stríða, þegar kemur að réttindum og þjónustu við fatlað fólk. Einnig þá sem fengið hafa metna 75% örorku vegna langvarandi sjúkdóma og eiga við jafnvel ýmis geðræn vandamál að stríða af þeim sökum. Okkur finnst nokkuð vanta upp á það að öryrkjar almennt njóti þeirra réttinda sem lögin eiga að tryggja. Ef fyllsta jafnréttis og jafnræðis á að vera gætt ætti aldrei að leika nokkur vafi á því hverjir falla undir lög um málefni fatlaðs fólk eða hverjir eiga rétt á aðstoð réttindagæslumanns fatlaðs fólk. Við bendum á tilvik þar sem öryrkja, sem óskaði eftir aðstoð réttindagæslumanns, var vísað frá á þeim forsendum að flestiröryrkjar væru fullfærir um að gæta réttinda sinna sjálfir. Það væri sannarlega óskandi að svo væri, en því miður er raunveruleikinn annar. Sem dæmi má nefna að ýmis geðræn vandamál öryrkja, svo sem kvíði, þunglyndi og áfallastreituröskun, geta gert að verkum að fólk er alls ófært um að takast á við ýmis vandamál sem koma upp og getur jafnvel ekki sinnt heimilishaldi og innkaupum. Spurningin er hvort lögbundin þjónusta sé einnig í boði fyrir fólk sem á við slík vandamál að stríða. Að lokum er vert að velta því fyrir sér hvort öryrkjar séu almennt nógu meðvitaðir um réttindi sín og hvernig staðið sé að ráðgjöf og upplýsingamiðlun til öryrkja af hálfu ríkis og sveitarfélaga. Örorka er ekki val eða lífsstíll. Það fær enginn örorkumat nema að undangengnu læknisfræðilegu mati, í kjölfar veikinda eða slysa. Það eitt að lenda í slíkri stöðu er áfall í sjálfu sér. Því teljum við mikilvægt að þeir sem fá 75% örorkumat fái frá upphafi skýrar og greinargóðar upplýsingar um réttindi sín og þá þjónustu sem í boði er. Það er mikilvægt að þeir sem eiga, lögum samkvæmt, að veita fötluðu fólki – og þar með öryrkjum – þjónustu, eigi frumkvæði að því að fólk geti nýtt sér lögbundna þjónustu. Svo og öll önnur úrræði eða afsláttarkjör, sem gætu létt undir með öryrkjum, sem þurfa oftar en ekki að horfast í augu við fjárhagslegt áfall í kjölfar örorkumats. Betur má ef duga skal.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun