Eflum háskóla- og vísindastarf Katrín Jakobsdóttir skrifar 5. október 2012 00:30 Með frumvarpi til fjárlaga ársins 2013 er stigið fyrsta skref íslensks háskóla- og vísindasamfélags út úr kreppunni. Frumvarpið gerir ráð fyrir að framlög til samkeppnissjóða á sviði rannsókna og tækniþróunar hækki um samtals 1,3 milljarða króna. Þar vegur þyngst hækkun á framlagi til rannsóknarsjóðs, tækniþróunarsjóðs og á framlagi til markáætlunar á sviði vísinda og tækni. Er þessi hækkun í samræmi við stefnu vísinda- og tækniráðs um eflingu samkeppnissjóða. Með hruninu árið 2008 brustu allar forsendur fyrir opinberum útgjöldum og hefur meginverkefni stjórnvalda síðan verið að skapa langtímaforsendur fyrir velferðar- og þekkingarsamfélagi á Íslandi. Sú vinna hefur kallað á forgangsröðun á öllum sviðum ásamt umtalsverðum niðurskurði, m.a. til háskóla- og vísindamála. Þannig hafa tæpir 3,5 ma. kr. verið teknir út úr háskólakerfinu frá 2008 til 2012. Þrátt fyrir niðurskurð undanfarinna ára hafa háskólarnir tekið á sig aukna ábyrgð sem sést á því að nú stunda yfir tvö þúsund fleiri nemendur háskólanám en fyrir hrun. Þannig hafa þeir lagt sitt af mörkum til þess að íslenskt samfélag komi betur menntað og þar með sterkara út úr kreppunni. Við fjárlagagerð undanfarinna ára hefur forgangsröðun verið í þágu Háskóla Íslands enda er hann burðarstoð íslenska háskóla- og vísindasamfélagsins. Eigi að síður hefur hann tekið á sig stærsta hluta niðurskurðarins eða 2,3 ma. kr. og mesta nemendafjölgun. Það dylst engum að háskólakerfið á Íslandi er, og hefur reyndar verið frá því fyrir hrun, undirfjármagnað. Árið 2009 kostaði hver háskólanemi ríflega þriðjungi minna á Íslandi en meðaltal OECD-ríkja og meðalframlög á hvern háskólanema í Noregi og Svíþjóð voru helmingi hærri en á Íslandi. Það er ljóst að við þetta ástand verður ekki búið mikið lengur. Það er mikilvægt að eflingu samkeppnissjóðanna verði fylgt eftir með auknum framlögum til háskólanna. Þar verður að byrja á að tryggja þeim framlög í samræmi við þá nemendafjölgun sem orðið hefur á undanförnum árum. Ég legg á það mikla áherslu að þetta verði gert strax í fjárlögum næsta árs leiði endurskoðun efnahagsforsenda fjárlagafrumvarpsins til þeirrar niðurstöðu að svigrúm sé til aukinna útgjalda. Næsta verkefni er svo að tryggja eðlilega fjármögnun háskólakerfisins til framtíðar með því að hækka grunnframlög til háskólanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Með frumvarpi til fjárlaga ársins 2013 er stigið fyrsta skref íslensks háskóla- og vísindasamfélags út úr kreppunni. Frumvarpið gerir ráð fyrir að framlög til samkeppnissjóða á sviði rannsókna og tækniþróunar hækki um samtals 1,3 milljarða króna. Þar vegur þyngst hækkun á framlagi til rannsóknarsjóðs, tækniþróunarsjóðs og á framlagi til markáætlunar á sviði vísinda og tækni. Er þessi hækkun í samræmi við stefnu vísinda- og tækniráðs um eflingu samkeppnissjóða. Með hruninu árið 2008 brustu allar forsendur fyrir opinberum útgjöldum og hefur meginverkefni stjórnvalda síðan verið að skapa langtímaforsendur fyrir velferðar- og þekkingarsamfélagi á Íslandi. Sú vinna hefur kallað á forgangsröðun á öllum sviðum ásamt umtalsverðum niðurskurði, m.a. til háskóla- og vísindamála. Þannig hafa tæpir 3,5 ma. kr. verið teknir út úr háskólakerfinu frá 2008 til 2012. Þrátt fyrir niðurskurð undanfarinna ára hafa háskólarnir tekið á sig aukna ábyrgð sem sést á því að nú stunda yfir tvö þúsund fleiri nemendur háskólanám en fyrir hrun. Þannig hafa þeir lagt sitt af mörkum til þess að íslenskt samfélag komi betur menntað og þar með sterkara út úr kreppunni. Við fjárlagagerð undanfarinna ára hefur forgangsröðun verið í þágu Háskóla Íslands enda er hann burðarstoð íslenska háskóla- og vísindasamfélagsins. Eigi að síður hefur hann tekið á sig stærsta hluta niðurskurðarins eða 2,3 ma. kr. og mesta nemendafjölgun. Það dylst engum að háskólakerfið á Íslandi er, og hefur reyndar verið frá því fyrir hrun, undirfjármagnað. Árið 2009 kostaði hver háskólanemi ríflega þriðjungi minna á Íslandi en meðaltal OECD-ríkja og meðalframlög á hvern háskólanema í Noregi og Svíþjóð voru helmingi hærri en á Íslandi. Það er ljóst að við þetta ástand verður ekki búið mikið lengur. Það er mikilvægt að eflingu samkeppnissjóðanna verði fylgt eftir með auknum framlögum til háskólanna. Þar verður að byrja á að tryggja þeim framlög í samræmi við þá nemendafjölgun sem orðið hefur á undanförnum árum. Ég legg á það mikla áherslu að þetta verði gert strax í fjárlögum næsta árs leiði endurskoðun efnahagsforsenda fjárlagafrumvarpsins til þeirrar niðurstöðu að svigrúm sé til aukinna útgjalda. Næsta verkefni er svo að tryggja eðlilega fjármögnun háskólakerfisins til framtíðar með því að hækka grunnframlög til háskólanna.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun